Úr neikvæðu í jákvætt Helgi Haukur Hauksson formaður SUF og Ágúst Bjarni Garðarson varaformaður SUF skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar