Úr neikvæðu í jákvætt Helgi Haukur Hauksson formaður SUF og Ágúst Bjarni Garðarson varaformaður SUF skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Frá árinu 2009 hefur það verið baráttumál Framsóknarflokksins að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfellingu skulda. Hér hefur aldrei verið um neinn populisma að ræða, heldur hefur það snúist um réttlæti og sanngirni frá upphafi. Í október 2008 féll heilt bankakerfi á Íslandi eins og alþjóð veit. Bankarnir fóru of geyst sem varð til þess að almenningur sat uppi með verulegt tjón. Frá fyrsta degi hefur Framsóknarflokkurinn sagt að rétt væri að sækja fjármuni til þrotabúa föllnu bankanna og nota hluta þeirra fjármuna til að leiðrétta þann forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Á undanförnum árum hafa hundruð milljarða verið afskrifuð af fyrirtækjum ásamt því að hundruð milljarða gengislána hafa verið afskrifuð. Þegar kom svo að því að aðstoða venjuleg heimili með verðtryggð húsnæðislán hefur ekki verið hægt að gera meira. Nú hefur því verið breytt og er leiðréttingin fjármögnuð með sérstökum skatti á þrotabú föllnu bankanna. Heimilin eru undirstaðan Heimilin eru undirstaða efnahagslífsins. Há skuldsetning heimilanna dregur úr krafti efnahagslífsins. Um 30% heimila voru nærri vanskilum eða í vanskilum og greiðslubyrði lána var almennt of há. Í kjölfar leiðréttingarinnar er gert ráð fyrir að hagkerfið fái viðspyrnu til frekari vaxtar. Þegar við náum að styrkja enn frekar efnahagslífið getum við haldið áfram að styrkja þá innviði sem við erum flest sammála um að standa beri vörð um, s.s. heilbrigðis- og menntakerfið.Dreifing 110% leiðarinnar Í 110% leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðiskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega sjö þúsund heimilum. Aðeins eitt prósent heimilanna (775 heimili) fékk um helming niðurfærslunnar eða rúmlega tuttugu milljarða. Þessi 775 heimili fengu öll yfir fimmtán milljóna króna niðurfærslu og meðaltal þeirra var um 26 milljónir.Dreifing leiðréttingarinnar Einstaklingar sem skulda minna en fimmtán milljónir króna og heimili sem skulda minna en þrjátíu milljónir króna fá rúmlega 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar. Flestar fjölskyldur fá 1,4 milljónir króna í höfuðstólslækkun vegna leiðréttingarinnar og flestir einstaklingar fá um 800 þúsund krónur. Um 75% af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með sjö milljónir eða minna í árstekjur og heimila með minna en 16 milljónir króna í árstekjur. Fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn fær 68% af fjárhæð leiðréttingarinnar í sinn hlut. Þeir einstaklingar sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimili sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé fá um 55% fjárhæðar leiðréttingarinnar. Mest fá þeir sem ekkert eiga. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum.Áhrifin Ráðstöfunartekjur hjá þeim sem nýttu sér leiðréttinguna munu aukast um 17% eða 130-200 þúsund krónur á ári á árunum 2015-2017. Afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22% til ársins 2017. Eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkist með beinum hætti og fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt, yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar