Skertur verkfallsréttur – áhrif á launaþróun lækna Reynir Arngrímsson skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar