Skertur verkfallsréttur – áhrif á launaþróun lækna Reynir Arngrímsson skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun