Skertur verkfallsréttur – áhrif á launaþróun lækna Reynir Arngrímsson skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun