Er heimakennsla leyfð á Íslandi? Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Við erum bjartsýn fjölskylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggjurnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunnskólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á. Hvern hryllir ekki við því að setja börnin sín inn á stofnun þar sem 30% drengja og 14% stúlkna ná ekki grunn-lesskilningi? Þegar menntamálaráðherra talaði um skólakerfið á Hrafnseyri þann 17. júní og óskaði eftir umræðu og tillögum að umbótum fannst okkur hann tala til okkar. Við ákváðum að kynna okkur kennslu á grunnskólastigi og komumst að því að heimakennsla gæti leyst mörg vandamál sem ráðamenn glíma nú við. Í heimakennslu eru foreldrarnir kennarar svo heimili og skóli verða eitt. Árið 1746 varð það lögbundin skylda foreldra að kenna börnum sínum að lesa og síðan þá hafa heimaæfingar verið mikilvægasti þáttur lestrarkennslu. Til eru ótal aðferðir við heimakennslu en allar hafa þær meiri sveigjanleika í tíma og efnistökum en skólakennsla. Efnið má nálgast út frá áhugasviði og getu hvers barns en þar með má fara yfir breiðara svið og kafa dýpra ofan í fræðilegan bakgrunn eða hagnýtingu þegar hugur stendur til. Rannsóknir sýna að heimakennsla býr börnin betur undir framhaldsmenntun og vinnumarkað en skólarnir. Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skólakerfinu, á erfitt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. Í heimakennslu gefst góður tími til tómstundastarfs og virkrar samfélagsþátttöku. Börnunum líður betur, eru öruggari með sig og að sjálfsögðu er einelti nánast óþekkt.Brot á jafnræðisreglu Það kemur flestum á óvart að heimakennsla sé lögleg á Íslandi, enda hefur u.þ.b. einn nemandi fengið heimakennslu frá 2008. Áhugi foreldra er til staðar, en regluverkið bannar í reynd foreldrum að nýta þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir. Hins vegar mega grunnskólakennarar kenna heima, ef þeir fylgja námsskránni í einu og öllu. Þetta fyrirkomulag er óþolandi, skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þekkist ekki neins staðar annars staðar. Vissulega hafa grunnskólarnir sínu hlutverki að gegna og eðlilegt að hafa styrka umgjörð um heimakennsluna, en ef kerfið útrýmir skipulega allri samkeppni, þarf ekki að koma neinum á óvart að gæði kennslunnar fari hríðversnandi. Við höfum sex ár til að gefa dóttur okkar færi á heimakennslu, en okkur langar ekki að flytja til Danmerkur, Frakklands eða annarra landa þar sem heimakennsla er vel skipulögð og árangursrík. Við ætlum að berjast fyrir fleiri valkostum í menntun barna. Menntamálaráðherra gæti svarað eigin ákalli um aukinn árangur grunnskólakerfisins og afnumið einfaldlega skilyrði um kennaramenntun í gildandi reglugerð. Námsskrána, og skilyrði um að fylgja henni nákvæmlega eftir, þyrfti líka að endurskoða, en þar gætum við lært af þeim þjóðum sem hafa skýra umgjörð um heimakennslu. Loks hvetjum við alla til að kynna sér kosti heimakennslu, árangurinn og umsagnir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við erum bjartsýn fjölskylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggjurnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunnskólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á. Hvern hryllir ekki við því að setja börnin sín inn á stofnun þar sem 30% drengja og 14% stúlkna ná ekki grunn-lesskilningi? Þegar menntamálaráðherra talaði um skólakerfið á Hrafnseyri þann 17. júní og óskaði eftir umræðu og tillögum að umbótum fannst okkur hann tala til okkar. Við ákváðum að kynna okkur kennslu á grunnskólastigi og komumst að því að heimakennsla gæti leyst mörg vandamál sem ráðamenn glíma nú við. Í heimakennslu eru foreldrarnir kennarar svo heimili og skóli verða eitt. Árið 1746 varð það lögbundin skylda foreldra að kenna börnum sínum að lesa og síðan þá hafa heimaæfingar verið mikilvægasti þáttur lestrarkennslu. Til eru ótal aðferðir við heimakennslu en allar hafa þær meiri sveigjanleika í tíma og efnistökum en skólakennsla. Efnið má nálgast út frá áhugasviði og getu hvers barns en þar með má fara yfir breiðara svið og kafa dýpra ofan í fræðilegan bakgrunn eða hagnýtingu þegar hugur stendur til. Rannsóknir sýna að heimakennsla býr börnin betur undir framhaldsmenntun og vinnumarkað en skólarnir. Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skólakerfinu, á erfitt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. Í heimakennslu gefst góður tími til tómstundastarfs og virkrar samfélagsþátttöku. Börnunum líður betur, eru öruggari með sig og að sjálfsögðu er einelti nánast óþekkt.Brot á jafnræðisreglu Það kemur flestum á óvart að heimakennsla sé lögleg á Íslandi, enda hefur u.þ.b. einn nemandi fengið heimakennslu frá 2008. Áhugi foreldra er til staðar, en regluverkið bannar í reynd foreldrum að nýta þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir. Hins vegar mega grunnskólakennarar kenna heima, ef þeir fylgja námsskránni í einu og öllu. Þetta fyrirkomulag er óþolandi, skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þekkist ekki neins staðar annars staðar. Vissulega hafa grunnskólarnir sínu hlutverki að gegna og eðlilegt að hafa styrka umgjörð um heimakennsluna, en ef kerfið útrýmir skipulega allri samkeppni, þarf ekki að koma neinum á óvart að gæði kennslunnar fari hríðversnandi. Við höfum sex ár til að gefa dóttur okkar færi á heimakennslu, en okkur langar ekki að flytja til Danmerkur, Frakklands eða annarra landa þar sem heimakennsla er vel skipulögð og árangursrík. Við ætlum að berjast fyrir fleiri valkostum í menntun barna. Menntamálaráðherra gæti svarað eigin ákalli um aukinn árangur grunnskólakerfisins og afnumið einfaldlega skilyrði um kennaramenntun í gildandi reglugerð. Námsskrána, og skilyrði um að fylgja henni nákvæmlega eftir, þyrfti líka að endurskoða, en þar gætum við lært af þeim þjóðum sem hafa skýra umgjörð um heimakennslu. Loks hvetjum við alla til að kynna sér kosti heimakennslu, árangurinn og umsagnir foreldra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar