Er heimakennsla leyfð á Íslandi? Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Við erum bjartsýn fjölskylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggjurnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunnskólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á. Hvern hryllir ekki við því að setja börnin sín inn á stofnun þar sem 30% drengja og 14% stúlkna ná ekki grunn-lesskilningi? Þegar menntamálaráðherra talaði um skólakerfið á Hrafnseyri þann 17. júní og óskaði eftir umræðu og tillögum að umbótum fannst okkur hann tala til okkar. Við ákváðum að kynna okkur kennslu á grunnskólastigi og komumst að því að heimakennsla gæti leyst mörg vandamál sem ráðamenn glíma nú við. Í heimakennslu eru foreldrarnir kennarar svo heimili og skóli verða eitt. Árið 1746 varð það lögbundin skylda foreldra að kenna börnum sínum að lesa og síðan þá hafa heimaæfingar verið mikilvægasti þáttur lestrarkennslu. Til eru ótal aðferðir við heimakennslu en allar hafa þær meiri sveigjanleika í tíma og efnistökum en skólakennsla. Efnið má nálgast út frá áhugasviði og getu hvers barns en þar með má fara yfir breiðara svið og kafa dýpra ofan í fræðilegan bakgrunn eða hagnýtingu þegar hugur stendur til. Rannsóknir sýna að heimakennsla býr börnin betur undir framhaldsmenntun og vinnumarkað en skólarnir. Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skólakerfinu, á erfitt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. Í heimakennslu gefst góður tími til tómstundastarfs og virkrar samfélagsþátttöku. Börnunum líður betur, eru öruggari með sig og að sjálfsögðu er einelti nánast óþekkt.Brot á jafnræðisreglu Það kemur flestum á óvart að heimakennsla sé lögleg á Íslandi, enda hefur u.þ.b. einn nemandi fengið heimakennslu frá 2008. Áhugi foreldra er til staðar, en regluverkið bannar í reynd foreldrum að nýta þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir. Hins vegar mega grunnskólakennarar kenna heima, ef þeir fylgja námsskránni í einu og öllu. Þetta fyrirkomulag er óþolandi, skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þekkist ekki neins staðar annars staðar. Vissulega hafa grunnskólarnir sínu hlutverki að gegna og eðlilegt að hafa styrka umgjörð um heimakennsluna, en ef kerfið útrýmir skipulega allri samkeppni, þarf ekki að koma neinum á óvart að gæði kennslunnar fari hríðversnandi. Við höfum sex ár til að gefa dóttur okkar færi á heimakennslu, en okkur langar ekki að flytja til Danmerkur, Frakklands eða annarra landa þar sem heimakennsla er vel skipulögð og árangursrík. Við ætlum að berjast fyrir fleiri valkostum í menntun barna. Menntamálaráðherra gæti svarað eigin ákalli um aukinn árangur grunnskólakerfisins og afnumið einfaldlega skilyrði um kennaramenntun í gildandi reglugerð. Námsskrána, og skilyrði um að fylgja henni nákvæmlega eftir, þyrfti líka að endurskoða, en þar gætum við lært af þeim þjóðum sem hafa skýra umgjörð um heimakennslu. Loks hvetjum við alla til að kynna sér kosti heimakennslu, árangurinn og umsagnir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við erum bjartsýn fjölskylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggjurnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunnskólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á. Hvern hryllir ekki við því að setja börnin sín inn á stofnun þar sem 30% drengja og 14% stúlkna ná ekki grunn-lesskilningi? Þegar menntamálaráðherra talaði um skólakerfið á Hrafnseyri þann 17. júní og óskaði eftir umræðu og tillögum að umbótum fannst okkur hann tala til okkar. Við ákváðum að kynna okkur kennslu á grunnskólastigi og komumst að því að heimakennsla gæti leyst mörg vandamál sem ráðamenn glíma nú við. Í heimakennslu eru foreldrarnir kennarar svo heimili og skóli verða eitt. Árið 1746 varð það lögbundin skylda foreldra að kenna börnum sínum að lesa og síðan þá hafa heimaæfingar verið mikilvægasti þáttur lestrarkennslu. Til eru ótal aðferðir við heimakennslu en allar hafa þær meiri sveigjanleika í tíma og efnistökum en skólakennsla. Efnið má nálgast út frá áhugasviði og getu hvers barns en þar með má fara yfir breiðara svið og kafa dýpra ofan í fræðilegan bakgrunn eða hagnýtingu þegar hugur stendur til. Rannsóknir sýna að heimakennsla býr börnin betur undir framhaldsmenntun og vinnumarkað en skólarnir. Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skólakerfinu, á erfitt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. Í heimakennslu gefst góður tími til tómstundastarfs og virkrar samfélagsþátttöku. Börnunum líður betur, eru öruggari með sig og að sjálfsögðu er einelti nánast óþekkt.Brot á jafnræðisreglu Það kemur flestum á óvart að heimakennsla sé lögleg á Íslandi, enda hefur u.þ.b. einn nemandi fengið heimakennslu frá 2008. Áhugi foreldra er til staðar, en regluverkið bannar í reynd foreldrum að nýta þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir. Hins vegar mega grunnskólakennarar kenna heima, ef þeir fylgja námsskránni í einu og öllu. Þetta fyrirkomulag er óþolandi, skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þekkist ekki neins staðar annars staðar. Vissulega hafa grunnskólarnir sínu hlutverki að gegna og eðlilegt að hafa styrka umgjörð um heimakennsluna, en ef kerfið útrýmir skipulega allri samkeppni, þarf ekki að koma neinum á óvart að gæði kennslunnar fari hríðversnandi. Við höfum sex ár til að gefa dóttur okkar færi á heimakennslu, en okkur langar ekki að flytja til Danmerkur, Frakklands eða annarra landa þar sem heimakennsla er vel skipulögð og árangursrík. Við ætlum að berjast fyrir fleiri valkostum í menntun barna. Menntamálaráðherra gæti svarað eigin ákalli um aukinn árangur grunnskólakerfisins og afnumið einfaldlega skilyrði um kennaramenntun í gildandi reglugerð. Námsskrána, og skilyrði um að fylgja henni nákvæmlega eftir, þyrfti líka að endurskoða, en þar gætum við lært af þeim þjóðum sem hafa skýra umgjörð um heimakennslu. Loks hvetjum við alla til að kynna sér kosti heimakennslu, árangurinn og umsagnir foreldra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar