Orkuauðlindin okkar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2014 11:00 Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun