Viljum við lesskilning? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar