Viljum við lesskilning? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun