
Afhverju viljiði ekki peningana okkar?
Hvernig stendur þá á því að þrátt fyrir að stjórnvöldum hljóti að vera orðið löngu ljóst (nógu oft er nú búið að segja þeim það) að fjárfesting í kvikmyndagerð margborgar sig þá heykjast þau á að veita íslenskri kvikmyndagerð þann stuðning sem henni er nauðsynlegur eigi hún á annað borð að eiga sér einhverja alvöru framtíð. Viljiði ekki peningana okkar? Afhverju ekki?
Fimmfalt til baka
Eftir að hafa verið hafður í svelti árum saman hillti loks undir betri tíma þegar ákveðið var að stórauka framlag til Kvikmyndasjóðs árið 2013. Gerð var framtíðaráætlun um stigvaxandi aukningu til næstu ára, enda sýndu niðurstöður skýrslna sem gerðar höfðu verið um hagræn áhrif kvikmyndagerðar svart á hvítu að virðisauki íslenskrar kvikmyndagerðar er umtalsverður – hver króna sem ríkið veitir til kvikmyndagerðar skilar sér fimmfalt til baka sem hreinar tekjur. Beint í ríkiskassann. Þessar tölur eru meira að segja varlega áætlaðar.
Í síðustu fjárlögum var Kvikmyndasjóður skertur um 40% og nú, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fyrir, stendur til að halda honum áfram undir fátækramörkum. Það þarf ekki að tíunda hversu mikið áfall þetta er fyrir greinina og alveg ljóst að afleiðingarnar verða mjög slæmar. Strax í ágúst á þessu ári var Kvikmyndasjóður orðinn tómur.
Þeir sem eiga verkefni sem þegar eru til meðferðar hjá sjóðnum sem og þeir sem eru tilbúnir að sækja um styrki verða því að bíða fram yfir áramót eftir frekari afgreiðslu. Ef upphæðin sem Kvikmyndasjóði er ætluð samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ekki lagfærð er alveg ljóst að fjöldi verkefna kemst ekki af stað. Sum munu kannski frestast um óákveðinn tíma en önnur daga uppi. Verkefni sem annars myndu skapa ríkinu framtíðartekjur. Bíómyndir og sjónvarpsþættir og heimildamyndir sem almenningur fær aldrei að sjá. Afhverju viljiði ekki þessa peninga? Ég bara skil það ekki.
Ég hef meðvitað haldið aftur af mér að minnast á menningarlegt gildi, heimildagildi (því við erum jú skrásetjarar sögunnar) og fleira sem stundum er kallað óáþreifanleg verðmæti. En nú er ég búin að gera það. Ástæðan fyrir því að ég gerði það ekki fyrr er sú að það er stundum eins og fólkið sem heldur um budduna hreinlega taki ekki mark á neinu nema það sé sett í efnahagslegt samhengi. Eins og að um leið og hugtök eins og menningarlegt gildi eða andleg verðmæti heyrist þá slái það skyndilegt og algert heyrnarleysi. Þess vegna endurtek ég spurninguna: Afhverju viljiði ekki peningana okkar?!
Skoðun

Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu
Kristrún Frostadóttir skrifar

Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína
Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Fátækari með hverju árinu!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi
Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar

Hvert er hneykslið?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans
Óskar Jósúason skrifar

Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum?
Ólafur Stephensen skrifar

Hvar stendur Framsókn?
Yousef Ingi Tamimi skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3
Viðar Hreinsson skrifar

Niðurstöður PISA og hvað svo?
Helga Sigrún Þórsdóttir,Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Aðför að lánakjörum almennings
Bjarni Jónsson skrifar

Rennur vatnið upp í móti?
Jón Trausti Kárason skrifar

Horfum í spegil
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi
Stefán Ólafsson skrifar

Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur?
Davíð Þorláksson skrifar

Tungumálainngilding fyrir okkur öll
Grace Achieng skrifar

Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ætlar landsstjórnin að taka mark á Ríkisendurskoðun?
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Verum okkur ekki til skammar í þessum málaflokki, heldur tökum á vandanum af alvöru
Davíð Bergmann skrifar

Aðför að lánakjörum almennings
Bjarni Jónsson skrifar

Er Barnasáttmálinn einskis virði í augum stjórnvalda?
Askur Hrafn Hannesson skrifar

Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt
Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar

Úrræðaleysi burt
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ
Björn B Björnsson skrifar

Ógn og öryggi í Vesturbæ
Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifar

Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta?
Hulda Tölgyes,Þorsteinn V. Einarsson skrifar