Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 05:00 Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun