Sigmundur Davíð er Jóhann prins Bogi Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2014 10:52 Fasteignaverð hækkaði tugi eða hundruða prósenta umfram verðbólgu milli áranna 1994 og 2014. Hjá miklum meirihluta fasteignaeigenda með verðtryggð lán var verðbólguskotið árin 2008 og 2009 samhliða lækkandi raunvirði fasteigna frá árunum 2006 til 2009 því aðeins lítið brot til að mæta hlutfallslegri raunhækkun eigna áranna eða áratuganna á undan. Sem dæmi má nefna að einstaklingur sem keypti sína fyrstu fasteign í júlí 2002 hefur horft á fasteign sína hækka um tæplega 65% umfram verðbólgu og einstaklingur sem keypti fasteign sína í júlí 1995 um 310% að nafnvirði eða 172% að raunvirði samhliða 96% aukningu kaupmátts frá þeim tíma (Hagstofa Íslands, 2014 og Þjóðskrá Íslands, 2014). Hann á því bæði auðveldara með að greiða af lánum samhliða því eignarhluti hans hefur hækkað gríðarlega vegna hækkandi raunvirðis fasteigna.Vísitala fasteignaverðs frá 1994 til 2014.Þessi einstaklingur fær samt sem áður leiðréttingu frá ríkissjóði. Gagnvart þeim sem keyptu eign frá janúar 2005 til mars 2009 gildir öðru máli en eingöngu þeim hópi. Hjá öllum öðrum hefur fasteignaverð hækkað umfram verðtryggingu. Jafnframt hefur kaupmáttur í landinu vaxið um 120% frá árinu 1994 og hefur aldrei verið hærri ef undanskilið er árið 2007 sem þýðir að mikill meirihluti fasteignaeigenda ætti að eyða hlutfallslega minna í afborgun fasteignalána í dag en hann gerði þegar eignin var keypt og stofnað var til láns. Þannig hafa fasteignir þessara einstaklinga hækkað meira en lán og hlutfallslega greiða þeir minna af tekjum sínum í afborganir af húsnæði. Þá hefur fólk sem t.d. er með námslán, á leigumarkaði, með búseturétt eða aðrir sambærilegri hópar sem margir eru í neðri lögum samfélagsins, ekki fengið neinar leiðréttingar og aldrei haft neinar eignir til að hækka á móti. Þrátt fyrir þessar staðreyndir stendur til að afhenda eignafólki, sem hefur eingöngu orðið fyrir þeim forsendubresti að eignir þeirra hafa hækkað umfram skuldir og það eyðir hlutfallslega minna af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en það gerði þegar það keypti sér eign og tók lán, á bilinu 77.000 til 100.000 milljónir íslenskra króna. Þetta gera 236.435 til 307.058 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn auk vaxta enda verður gjafagjörningurinn tekinn að láni þar sem íslenska ríkið er stórskuldugt.Vísitala launa frá árinu 1994 til 2014.Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með drengnum mínum og hóf að lesa fyrir hann bókina um Hróa Hött. Hrói stelur af Jóhanni prins og flytur þannig peninga frá þeim ríku til þeirra fátæku í Nottingham í Englandi. Drengurinn minn er ný orðinn sex ára og fannst honum það svo gott að þeir fátæku gátu nú keypt sér að borða og haft það aðeins betra. Þegar ég hugsaði um þessi orð drengsins hugsaði ég til hvers eðlis skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar er samkvæmt tölfræðilegri úttekt að ofan. Hún jafngildir því að sögunni sé snúið á haus þannig að Jóhann prins fari um samfélagið, steli frá þeim eignalausu og færi þeim ríku. Þannig eru fjármunir teknir úr ríkissjóði sem hefðu annars geta verið notaðir til að greiða niður opinberar skuldir og gefnir til eignafólks. Það fer því um huga mér hvort ég eigi að útskýra fyrir drengnum mínum næst þegar við lesum bókina að Hrói Höttur gerist í Bretlandi en á Íslandi sé það þannig að þar fari Jóhann prins um samfélagið og taki frá þeim eignalausu og fátæku og gefi þeim ríku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fasteignaverð hækkaði tugi eða hundruða prósenta umfram verðbólgu milli áranna 1994 og 2014. Hjá miklum meirihluta fasteignaeigenda með verðtryggð lán var verðbólguskotið árin 2008 og 2009 samhliða lækkandi raunvirði fasteigna frá árunum 2006 til 2009 því aðeins lítið brot til að mæta hlutfallslegri raunhækkun eigna áranna eða áratuganna á undan. Sem dæmi má nefna að einstaklingur sem keypti sína fyrstu fasteign í júlí 2002 hefur horft á fasteign sína hækka um tæplega 65% umfram verðbólgu og einstaklingur sem keypti fasteign sína í júlí 1995 um 310% að nafnvirði eða 172% að raunvirði samhliða 96% aukningu kaupmátts frá þeim tíma (Hagstofa Íslands, 2014 og Þjóðskrá Íslands, 2014). Hann á því bæði auðveldara með að greiða af lánum samhliða því eignarhluti hans hefur hækkað gríðarlega vegna hækkandi raunvirðis fasteigna.Vísitala fasteignaverðs frá 1994 til 2014.Þessi einstaklingur fær samt sem áður leiðréttingu frá ríkissjóði. Gagnvart þeim sem keyptu eign frá janúar 2005 til mars 2009 gildir öðru máli en eingöngu þeim hópi. Hjá öllum öðrum hefur fasteignaverð hækkað umfram verðtryggingu. Jafnframt hefur kaupmáttur í landinu vaxið um 120% frá árinu 1994 og hefur aldrei verið hærri ef undanskilið er árið 2007 sem þýðir að mikill meirihluti fasteignaeigenda ætti að eyða hlutfallslega minna í afborgun fasteignalána í dag en hann gerði þegar eignin var keypt og stofnað var til láns. Þannig hafa fasteignir þessara einstaklinga hækkað meira en lán og hlutfallslega greiða þeir minna af tekjum sínum í afborganir af húsnæði. Þá hefur fólk sem t.d. er með námslán, á leigumarkaði, með búseturétt eða aðrir sambærilegri hópar sem margir eru í neðri lögum samfélagsins, ekki fengið neinar leiðréttingar og aldrei haft neinar eignir til að hækka á móti. Þrátt fyrir þessar staðreyndir stendur til að afhenda eignafólki, sem hefur eingöngu orðið fyrir þeim forsendubresti að eignir þeirra hafa hækkað umfram skuldir og það eyðir hlutfallslega minna af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en það gerði þegar það keypti sér eign og tók lán, á bilinu 77.000 til 100.000 milljónir íslenskra króna. Þetta gera 236.435 til 307.058 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn auk vaxta enda verður gjafagjörningurinn tekinn að láni þar sem íslenska ríkið er stórskuldugt.Vísitala launa frá árinu 1994 til 2014.Í gærkvöldi lagðist ég upp í rúm með drengnum mínum og hóf að lesa fyrir hann bókina um Hróa Hött. Hrói stelur af Jóhanni prins og flytur þannig peninga frá þeim ríku til þeirra fátæku í Nottingham í Englandi. Drengurinn minn er ný orðinn sex ára og fannst honum það svo gott að þeir fátæku gátu nú keypt sér að borða og haft það aðeins betra. Þegar ég hugsaði um þessi orð drengsins hugsaði ég til hvers eðlis skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar er samkvæmt tölfræðilegri úttekt að ofan. Hún jafngildir því að sögunni sé snúið á haus þannig að Jóhann prins fari um samfélagið, steli frá þeim eignalausu og færi þeim ríku. Þannig eru fjármunir teknir úr ríkissjóði sem hefðu annars geta verið notaðir til að greiða niður opinberar skuldir og gefnir til eignafólks. Það fer því um huga mér hvort ég eigi að útskýra fyrir drengnum mínum næst þegar við lesum bókina að Hrói Höttur gerist í Bretlandi en á Íslandi sé það þannig að þar fari Jóhann prins um samfélagið og taki frá þeim eignalausu og fátæku og gefi þeim ríku.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar