Kjarabarátta tónlistarskólakennara Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 10:59 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar