Fréttamaður í heita pottinum Yngvi Örn Kristinsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður hefur viðrað skoðanir sínar á notkun kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækjum á þessum vettvangi. Hann virðist andsnúinn því að fjármálafyrirtæki noti slík hvatakerfi. Skoðun sína virðist hann byggja á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að ekki verði til raunveruleg verðmæti í fjármálafyrirtækjum. Þau séu stoðfyrirtæki og þar af leiðandi eigi laun í fjármálafyrirtækjum að vera lág til að gera framleiðslu raunverulegra verðmæta sem ódýrasta. Fyrra svar mitt við pistlum Þorbjarnar miðaði að því að leiðrétta þessa firru. Nútímahagfræði gerir engan greinarmun á virðismyndun í framleiðslu og þjónustustarfsemi. Launastefna og launamyndun eiga sér stað með sama hætti hvort sem um er að ræða framleiðslu eða þjónustustarfsemi. Virðisauki í þjónustu telur með sama hætti inn í landsframleiðslu og virðisauki í framleiðslu.Mun stífari kaupaukareglur hér Hins vegar vísar Þorbjörn til síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann. Í henni er að finna greiningu á undirliggjandi afkomu stóru viðskiptabankanna og telur Þorbjörn hana ekki réttlæta kaupaukagreiðslur. Þetta eru ekki rök gegn kaupaukakerfum heldur fyrst og fremst spurning hvort heppilegt sé að kaupaukar séu greiddir út um þessar mundir. Kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið í brennidepli beggja vegna Atlantsála allt frá því að fjármálakreppan skall á. Kenningar eru uppi um að kaupaukakerfi kunni að hafa ýtt undir áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja í aðdraganda fjármálakreppunnar. Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir sem ætlað er að draga úr meintri hættu kaupaukakerfa í fjármálafyrirtækum. Sett hafa verið ákvæði í lög um hámark kaupaukagreiðslna af föstum launum, ákvæði sem hindra að þeir séu greiddir af tímabundnum eða hverfulum hagnaði og ákvæði sem heimila að kaupaukagreiðslur geti orðið afturkræfar við vissar aðstæður. Í evrópskri löggjöf er miðað við að hámark á kaupaukagreiðslum sé alla jafna 100% af föstum launum en hluthafafundir geti heimilað greiðslu sem nemur allt að tvöföldum árslaunum. Íslensk stjórnvöld hafa innleitt þessa tilskipun með mun stífari hætti en þekkist á hinum sameiginlega markaði auk þess sem ákvæði núgildandi reglna ganga lengra en sjálf tilskipunin. Hámark kaupaukagreiðslu samkvæmt reglum FME er fjórðungur af árslaunum.Kaupaukar og rekstraráhætta Samtök fjármálafyrirtækja hafa varað við svo þröngum mörkum og bent á að það geti leitt til þess að hluti fastra launa verði of hár sem dregið gæti úr sveigjanleika til að mæta erfiðleikum í rekstri. Þau kaupaukakerfi sem fjármálafyrirtæki hafa sett upp eru í samræmi við þær reglur sem FME hefur sett. Rétt er að taka fram að reglurnar gilda ekki eingöngu um stóru viðskiptabankana heldur öll fjármálafyrirtæki. Íslenska útfærslan takmarkar þannig heimildir lítilla fjármálafyrirtækja sem ekki eru kerfislega mikilvæg til að umbuna starfsmönnum þegar vel gengur og draga úr rekstraráhættu þegar illa árar. Kaupaukakerfi hafa kosti og galla. Almennt eru þau til þess fallin að auka sveigjanleika í rekstri fyrirtækja þar sem launagreiðslur tengjast afkomu fyrirtækisins. Þannig draga þau úr áhættu í rekstri fyrirtækja og veita starfsmönnum hlutdeild í afkomu fyrirtækisins þegar vel gengur. Áhættan er að starfsmenn taki magn fram yfir gæði vegna ásóknar í kaupauka og það komi niður á rekstrinum þegar fram líða stundir. Áhyggjur af áhættusækni starfsmanna fjármálafyrirtækja eru af þessum meiði. Við þessu er brugðist með eftirliti innan fyrirtækjanna og með opinberu eftirliti. Kaupaukakerfi eru í víðtækri notkun hér á landi, bæði í framleiðslufyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum og sennilega eru fáar eða engar atvinnugreinar þar sem þeim er ekki beitt. Kostir slíkra kerfa eru taldir meiri en gallar þeirra og því almennt ekki reistar skorður við notkun þeirra. Undir lok seinni pistils síns setur Þorbjörn fram þá skoðun að bankarnir ættu frekar að nota það fé sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirækja í „einhverja raunverulega verðmætasköpun“. Væntanlega verðmætasköpun sem er „raunveruleg“ samkvæmt huglægu mati fréttamannsins. Fyrra svar mitt við skoðunum fréttamannsins skilaði litlum árangri. Pistlar fréttamannsins minna á umræður sem heyra má í pottum sundlauganna. Með þessum pistli hef ég skýrt þá umgjörð sem er um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Læt ég hér staðar numið.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun