Auðkennisþjófar á Íslandi Helgi Teitur Helgason skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við sem á Íslandi búum höfum blessunarlega verið að mestu verið laus við þá ógn sem felst í þjófnaði á auðkennum og persónuupplýsingum, m.a. greiðsluupplýsingum. Fámenn þjóð hefur til þessa ekki vakið áhuga glæpamanna sem þessa rányrkju stunda. Hinsvegar virðist nú vera breyting orðin á. Það er því ástæða til vekja athygli almennings á þessari stöðu. Í sumar bárust fréttir af því að afritunarbúnaði hefði verið komið fyrir á hraðbönkum á Íslandi. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem slíkur búnaður finnst hérlendis, oftast hefur hann verið fremur viðvaningslegur þó breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Afritunarbúnaðurinn sem uppgötvaðist í sumar var hinsvegar af fullkominni gerð. Þessi tegund þjófnaðar er þekkt víða um heim. Hún felst í því að stela greiðsluupplýsingum og persónuauðkennum greiðslukorthafa sem nota sjálfsafgreiðslutæki. Þetta geta verið hraðbankar, bensínsjálfsalar, stöðumælar og í raun öll tæki sem taka við greiðslu með greiðslukortum. Persónulegum greiðsluupplýsingum og pin-númerum notenda þessara tækja er stolið og þær seldar á netinu þeim sem áhuga hafa á að gera sér þær að féþúfu. Eftirspurnin eykst sífellt enda er fjarlægðin milli glæpamannanna og brotaþolanna mikil og óveruleg hætta á að þeir sem auðgast mest náist nokkru sinni. Framleiðendur öryggisbúnaðar fyrir sjálfsafgreiðslutæki þróa varnir gegn auðkennisþjófnaði af þessu tagi. Sú þróun er alltaf eftir á eðli málsins samkvæmt. Notendur geta samt viðhaft einfaldar varúðarráðstafanir sem gera þjófum ómögulegt að komast í fjármuni þeirra þrátt fyrir afritun og er rétt og skylt að vekja athygli á þeim.Vísbending Sjálfsafgreiðslutæki eiga alltaf að vera í fullkomnu lagi. Auðkennisþjófar eiga gjarnan við tækin með einhverjum hætti og eru biluð ljós á tækinu, losarabragur á því, utanáliggjandi snúrur eða annað óeðlilegt ástand þeirra gjarnan vísbending um að ekki sé allt með felldu. Raufin sem greiðslukorti er stungið í á alltaf að vera laus við aðskotahluti. Afritun greiðsluupplýsinga á sér stað með búnaði sem notendur renna greiðslukortum sínum í gegnum þegar þeir stinga kortinu í tækið. Hægt er að koma auga á afritunarbúnaðinn með því að kíkja inn í raufina og hann fer sjaldnast framhjá notendum sé hann til staðar. Auðkennisþjófar koma myndavélum fyrir á tækjunum til að taka upp pin-númer notenda, sem þeir para svo við greiðsluupplýsingar greiðslukortanna. Við innslátt pin-númers er góð regla að hylja lyklaborðið með veski eða lófa, þannig að ekki sé hægt að sjá hvaða tölur eru slegnar inn. Sem betur fer hefur fjárhagstjón vegna atvika af þessu tagi verið óverulegt til þessa. Óþægindi notenda þegar persónuauðkennum þeirra er stolið eru hinsvegar talsverð. Almenn vitund og mótaðgerðir eru til þess fallnar að auðkennisþjófnaður af þessu tagi mistakist og það er þannig með þessa þjófa, eins og aðra, að rýr árangur af verkum þeirra er besta vörnin gegn þeim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar