Hvar erum við stödd í dag? Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 11:30 Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun