Hingað og ekki lengra Ólafur G. Skúlason skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk? Ástandið á Landspítala er vel þekkt og þarf ekki að tíunda það frekar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé að þrotum komið og það treysti sér vart til að veita viðunandi þjónustu. Ég þekki heilbrigðiskerfið vel bæði sem heilbrigðisstarfsmaður og aðstandandi. Ég hef alltaf verið stoltur af því starfi sem þar er unnið og af því góða heilbrigðiskerfi sem við eigum, þrátt fyrir mikið álag, ófullnægjandi húsakost, gömul tæki og nú heilsuspillandi vinnuumhverfi. Það sama hefur átt við um flesta mína kollega.Starfsfólkið endist ekki mikið lengur Þannig er nú í pottinn búið að ekki er hægt að ganga lengra í niðurskurði. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfi sem veitir bestu þjónustu sem völ er á og er samkeppnishæft um vel menntað og hæft starfsfólk. Það er sorglegt að lesa á forsíðu Fréttablaðsins að fækka þurfi um 100 starfsmenn á Landspítalanum verði Fjárlög ársins 2015 samþykkt án breytinga. Starfsfólk spítalans getur ekki tekið á sig auknar skyldur en það hefur þegar gert. Við stöðugt álag endist fólk ekki lengi í starfi og hef ég áhyggjur af því að verði álagið enn meira sé alveg eins hægt að skella í lás og beina sjúkum til annarra landa til meðferðar. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki meira. Ég skora á þingmenn og ríkisstjórn þessarar þjóðar að setja heilbrigðiskerfið í forgang, bæði faglega starfsemi þess og fjárhagslega. Öll munum við þurfa á því að halda einn daginn og þá vill enginn koma að luktum dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk? Ástandið á Landspítala er vel þekkt og þarf ekki að tíunda það frekar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé að þrotum komið og það treysti sér vart til að veita viðunandi þjónustu. Ég þekki heilbrigðiskerfið vel bæði sem heilbrigðisstarfsmaður og aðstandandi. Ég hef alltaf verið stoltur af því starfi sem þar er unnið og af því góða heilbrigðiskerfi sem við eigum, þrátt fyrir mikið álag, ófullnægjandi húsakost, gömul tæki og nú heilsuspillandi vinnuumhverfi. Það sama hefur átt við um flesta mína kollega.Starfsfólkið endist ekki mikið lengur Þannig er nú í pottinn búið að ekki er hægt að ganga lengra í niðurskurði. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfi sem veitir bestu þjónustu sem völ er á og er samkeppnishæft um vel menntað og hæft starfsfólk. Það er sorglegt að lesa á forsíðu Fréttablaðsins að fækka þurfi um 100 starfsmenn á Landspítalanum verði Fjárlög ársins 2015 samþykkt án breytinga. Starfsfólk spítalans getur ekki tekið á sig auknar skyldur en það hefur þegar gert. Við stöðugt álag endist fólk ekki lengi í starfi og hef ég áhyggjur af því að verði álagið enn meira sé alveg eins hægt að skella í lás og beina sjúkum til annarra landa til meðferðar. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki meira. Ég skora á þingmenn og ríkisstjórn þessarar þjóðar að setja heilbrigðiskerfið í forgang, bæði faglega starfsemi þess og fjárhagslega. Öll munum við þurfa á því að halda einn daginn og þá vill enginn koma að luktum dyrum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar