Skattkerfisbreytingar eru nauðsynlegar Margrét Sanders skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Nú þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur fyrir dyrum, er nauðsynlegt að ítreka enn einu sinni mikilvægi þess að þær skattkerfisbreytingar, sem lagt er upp með, nái fram að ganga. Um langa hríð hefur sá mikli munur sem er á efra og neðra þrepi í virðisaukaskatti, verið atvinnulífinu þyrnir í augum. Þar fara skoðanir atvinnulífsins saman við skoðanir bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD, en þessir aðilar hafa oft bent á þá staðreynd að bilið milli skattþrepanna hér á landi sé óvenju mikið í alþjóðlegum samanburði. Þetta mikla bil mismuni atvinnugreinum á óréttmætan hátt, eftir því í hvoru þrepi virðisaukaskattsins varan eða þjónustan lendir.Burt með vörugjöldin Sá skattur sem hvað lengst hefur þó verið þyrnir í augum verslunarinnar eru vörugjöldin, sem sett voru á sem tímabundinn skattur við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970. Það er eins með vörugjöldin og aðra tímabundna skatta að þeir hafa tilhneigingu til að endast allra skatta lengst. Það er því verulegt fagnaðarefni að stjórnvöld gera nú ráð fyrir að afnema almenn vörugjöld með öllu, lækka efra þrep virðisaukaskatts þar sem bróðurpartur allrar vöru og þjónustu er, jafnframt því sem boðað er að neðra þrep virðisaukaskattsins verði hækkað. Fyrir afnámi vörugjalda hafa Samtök verslunar og þjónustu barist um langa hríð. Stóri ókosturinn við vörugjöldin er að þau eru „falinn skattur“, m.ö.o. þau eru almennt ekki sýnileg í verði vörunnar til neytandans. Svo það sé nú rifjað upp þá ber stór hluti byggingarefnis og þeirra vara sem fara inn á baðherbergi 15% vörugjald, öll raftæki sem fara inn í eldhús og þvottahús 20%, og stór hluti almennra raftæka eins og t.d. sjónvarpstækja ber 25% vörugjald. Eins er vörugjald lagt á ýmiss konar matvöru, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hefur verið fellt undir samheitið sykurskattur. Sem dæmi um matvörur sem bera „sykurskatt“ eru vörur á borð við morgunkorn, tómatsósu og niðursoðna ávexti. Álagning vörugjalds á matvörur er oft tilviljanakennd og framkvæmdin ótrúlega flókin bæði fyrir verslunina og tollayfirvöld. Það yrði því mikið heillaspor fyrir allan almenning ef loks tækist að afnema almennu vörugjöldin með öllu. Með því móti næðist fram sambærileg lækkun á vöruverði, jafnframt því sem byggingarkostnaður myndi lækka verulega.Einhliða umræða Umræða undanfarinna vikna um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar hefur verið mjög einhliða. Umræðan hefur nær eingöngu snúið að hækkun neðra þreps virðisaukaskattsins og áhrifum þeirrar breytingar sérstaklega. Það er bagalegt. Æskilegt hefði verið ef umræðan, m.a. á Alþingi, fjallaði um heildaráhrif fyrirhugaðra skattkerfisbreytinga á hag almennings. Með því móti hefði fólk betur getað áttað sig á til hvers hinar fyrirhuguðu breytingar muni leiða, en samkvæmt öllum útreikningum munu breytingarnar hafa jákvæð áhrif á nær alla tekjuhópa. Hafi breytingarnar neikvæð áhrif fyrir einstaka hópa, ætti að mæta því með mótvægisaðgerðum fyrir þá hópa sérstaklega, frekar en að kasta frá sér þessu tækifæri sem nú liggur á borðinu.Verslunin styður breytingarnar Samtök verslunar og þjónustu lýstu strax yfir stuðningi við fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar, þegar þær voru kynntar sl. haust. Að mati samtakanna eru þessar breytingar í öllum aðalatriðum mikið framfaraspor og stefna í átt að einfaldari og sanngjarnari skattheimtu en verið hefur. Það ætti því að vera sameinginlegt hagsmunamál almennings og verslunarinnar í landinu að þessar breytingar nái fram að ganga. Það er nefnilega mikilvægast fyrir alla aðila að skattkerfið í landinu sé gagnsætt og sanngjarnt og það sem ekki er síður mikilvægt, ódýrt í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur fyrir dyrum, er nauðsynlegt að ítreka enn einu sinni mikilvægi þess að þær skattkerfisbreytingar, sem lagt er upp með, nái fram að ganga. Um langa hríð hefur sá mikli munur sem er á efra og neðra þrepi í virðisaukaskatti, verið atvinnulífinu þyrnir í augum. Þar fara skoðanir atvinnulífsins saman við skoðanir bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD, en þessir aðilar hafa oft bent á þá staðreynd að bilið milli skattþrepanna hér á landi sé óvenju mikið í alþjóðlegum samanburði. Þetta mikla bil mismuni atvinnugreinum á óréttmætan hátt, eftir því í hvoru þrepi virðisaukaskattsins varan eða þjónustan lendir.Burt með vörugjöldin Sá skattur sem hvað lengst hefur þó verið þyrnir í augum verslunarinnar eru vörugjöldin, sem sett voru á sem tímabundinn skattur við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970. Það er eins með vörugjöldin og aðra tímabundna skatta að þeir hafa tilhneigingu til að endast allra skatta lengst. Það er því verulegt fagnaðarefni að stjórnvöld gera nú ráð fyrir að afnema almenn vörugjöld með öllu, lækka efra þrep virðisaukaskatts þar sem bróðurpartur allrar vöru og þjónustu er, jafnframt því sem boðað er að neðra þrep virðisaukaskattsins verði hækkað. Fyrir afnámi vörugjalda hafa Samtök verslunar og þjónustu barist um langa hríð. Stóri ókosturinn við vörugjöldin er að þau eru „falinn skattur“, m.ö.o. þau eru almennt ekki sýnileg í verði vörunnar til neytandans. Svo það sé nú rifjað upp þá ber stór hluti byggingarefnis og þeirra vara sem fara inn á baðherbergi 15% vörugjald, öll raftæki sem fara inn í eldhús og þvottahús 20%, og stór hluti almennra raftæka eins og t.d. sjónvarpstækja ber 25% vörugjald. Eins er vörugjald lagt á ýmiss konar matvöru, sem á einhvern óskiljanlegan hátt hefur verið fellt undir samheitið sykurskattur. Sem dæmi um matvörur sem bera „sykurskatt“ eru vörur á borð við morgunkorn, tómatsósu og niðursoðna ávexti. Álagning vörugjalds á matvörur er oft tilviljanakennd og framkvæmdin ótrúlega flókin bæði fyrir verslunina og tollayfirvöld. Það yrði því mikið heillaspor fyrir allan almenning ef loks tækist að afnema almennu vörugjöldin með öllu. Með því móti næðist fram sambærileg lækkun á vöruverði, jafnframt því sem byggingarkostnaður myndi lækka verulega.Einhliða umræða Umræða undanfarinna vikna um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar hefur verið mjög einhliða. Umræðan hefur nær eingöngu snúið að hækkun neðra þreps virðisaukaskattsins og áhrifum þeirrar breytingar sérstaklega. Það er bagalegt. Æskilegt hefði verið ef umræðan, m.a. á Alþingi, fjallaði um heildaráhrif fyrirhugaðra skattkerfisbreytinga á hag almennings. Með því móti hefði fólk betur getað áttað sig á til hvers hinar fyrirhuguðu breytingar muni leiða, en samkvæmt öllum útreikningum munu breytingarnar hafa jákvæð áhrif á nær alla tekjuhópa. Hafi breytingarnar neikvæð áhrif fyrir einstaka hópa, ætti að mæta því með mótvægisaðgerðum fyrir þá hópa sérstaklega, frekar en að kasta frá sér þessu tækifæri sem nú liggur á borðinu.Verslunin styður breytingarnar Samtök verslunar og þjónustu lýstu strax yfir stuðningi við fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar, þegar þær voru kynntar sl. haust. Að mati samtakanna eru þessar breytingar í öllum aðalatriðum mikið framfaraspor og stefna í átt að einfaldari og sanngjarnari skattheimtu en verið hefur. Það ætti því að vera sameinginlegt hagsmunamál almennings og verslunarinnar í landinu að þessar breytingar nái fram að ganga. Það er nefnilega mikilvægast fyrir alla aðila að skattkerfið í landinu sé gagnsætt og sanngjarnt og það sem ekki er síður mikilvægt, ódýrt í framkvæmd.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar