Stækkum kökuna Björn Óli Hauksson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun