Stækkum kökuna Björn Óli Hauksson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjónarmið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er markmið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum fríhöfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega stóðu Norðmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun fríhafnarverslunar fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi.Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Tekjur innlendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferðamanna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Viðskiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram.Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrarkostnaði og stækkunum og endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni. Komuverslunin á stóran þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustugjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið verulega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Fríhafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferðamanna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varðar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagnaðartölurnar ekki alla söguna. Síðastliðin fjögur ár hefur Fríhöfnin skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbyggingar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúmlega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort heldur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar