Tónlistarnám eflir einstaklinginn – lagfærum laun tónlistarkennara Jóney Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:45 Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall tónlistarkennara staðið yfir í meira en þrjár vikur. Á meðan fara tónlistarnemendur landsins á mis við mikilvægt nám sem m.a. eykur þroska, sköpun og undirbýr þá fyrir framtíðina. Tónlistarnám er ein leið sem foreldrar velja til að koma börnum sínum til aukins þroska og undirbúa þau fyrir lífið. Tónlistarnám hefur forvarnagildi og þar er lögð áhersla á gildi og viðhorf sem hafa áhrif á hegðun barna og ungmenna. Þar þroska þau með sér jákvætt viðhorf til góðrar ástundunar, elju við æfingar, sjálfsaga og athygli og einbeitingu. Tónlistarnám eflir margvíslegan þroska, þjálfar hugann og eykur hæfni til tjáningar og hreyfingar. Nemendur þjálfast í að koma fram, standast álag og tileinka sér vönduð vinnubrögð. Tónlistarnemandi er líklegur til að yfirfæra þessi viðhorf og gildi á önnur svið lífsins í nútíð og framtíð. Einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri námskrá er sköpun. Tónlistarnám ýtir undir sköpun og eykur þekkingu á íslenskri menningu og tónlistarlífi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar menningu þjóðarinnar og skapar tekjur fyrir hana. Tónlistin umlykur allt okkar líf sem væri tómlegt án hennar. Hún veitir okkur ánægju. Tónlistarnám eykur einnig ánægju nemandans, þar fær hann hvatningu til að leggja sig fram og styrkir sjálfsmynd sína. Jákvæð sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvæg og eykur líkur á skapandi samfélagsþegn. Þegar þessar staðreyndir um gildi tónlistarnáms eru skoðaðar er óskiljanlegt hvernig þjóðfélagið metur störf tónlistarkennara þegar kemur að launamálum. Þetta skýtur skökku við þegar horft er til þess að stærstur hluti tónlistarkennara á að baki margra ára háskólanám í tónlist og kennslufræði. Lagfærum laun tónlistarkennara tafarlaust, þeir gegna lykilhlutverki í tónlistaruppeldi barnanna okkar sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þau og framtíð þeirra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar