Koma jólin á fasteignamarkaði í ár? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar