Einföld mótvægisaðgerð sem virkar Sigurjón Örn Þórsson skrifar 20. nóvember 2014 10:00 Flestir hafa sterkar skoðanir á hinum svokallaða matarskatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans. Hækkun matvælaverðs er vissulega eitthvað sem öll heimili í landinu finna fyrir. Stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað lýst því yfir að samhliða þeirri hækkun verði gripið til mótvægisaðgerða sem eigi að leiða til þess að heimilin í landinu finni lítið sem ekkert fyrir þeim aðgerðum. Ýmsar skattaútfærslur eru helst nefndar í þessu sambandi og sitt sýnist hverjum um gagnsemi þeirra. Sumar eiga að gagnast einum þjóðfélagshópi meir en öðrum, meðan aðrar koma betur við tekjuhærri hópa en þá tekjulægri. Ein hugmynd hefur þó ekki verið rædd, en það er einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Hún felur í sér að virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum verði lækkaður niður í sama skattþrep og fyrirhugaður matarskattur, eða 12%. Fæstir átta sig á að stærsti söluaðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafafyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi. Íslendingar vilja hins vegar versla heima í héraði, heima á Íslandi og þessi breyting á virðisaukaskatti getur auðveldað það til muna. Ef virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu verslunar í landinu sem myndi óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri keyptu sér föt hér á landi, sem þýddi að fleiri krónur yrðu eftir í íslenska hagkerfinu, fleiri störf yrðu til, skattgreiðslur til ríkisins yrðu hærri og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki síst myndi þetta verða alvöru mótvægisaðgerð við hinn svonefnda matarskatt. Gagnrýndur þessarar leiðar gætu bent á að kostnaður við hana gæti verið í fyrsta kasti rúmir tveir milljarðar króna en því er til að svara að raunverulegur kostnaður yrði umtalsvert minni vegna áðurnefndrar keðjuverkunar. Þessar tekjur væri ríkið fljótt að ná inn til baka í aukinni veltu. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að leið sem ekki aðeins virkar til að bæta heimilum landsins upp aukakostnað við matarskattinn, þurfum ekki að fara í flóknar skattbreytingar. Við þurfum bara að lækka virðisaukann á fatnaði, skóm og fylgihlutum í 12% og þá blasir við einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Það yrði ekki bara stór aðgerð fyrir verslunina í landinu, heldur ekki síður fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa sterkar skoðanir á hinum svokallaða matarskatti og þeirri hækkun sem blasir við heimilum landsins með tilkomu hans. Hækkun matvælaverðs er vissulega eitthvað sem öll heimili í landinu finna fyrir. Stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað lýst því yfir að samhliða þeirri hækkun verði gripið til mótvægisaðgerða sem eigi að leiða til þess að heimilin í landinu finni lítið sem ekkert fyrir þeim aðgerðum. Ýmsar skattaútfærslur eru helst nefndar í þessu sambandi og sitt sýnist hverjum um gagnsemi þeirra. Sumar eiga að gagnast einum þjóðfélagshópi meir en öðrum, meðan aðrar koma betur við tekjuhærri hópa en þá tekjulægri. Ein hugmynd hefur þó ekki verið rædd, en það er einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Hún felur í sér að virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum verði lækkaður niður í sama skattþrep og fyrirhugaður matarskattur, eða 12%. Fæstir átta sig á að stærsti söluaðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafafyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi. Íslendingar vilja hins vegar versla heima í héraði, heima á Íslandi og þessi breyting á virðisaukaskatti getur auðveldað það til muna. Ef virðisaukaskattur á fatnaði, skóm og fylgihlutum yrði lækkaður í 12%, yrði það afar stór aðgerð í þágu verslunar í landinu sem myndi óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri keyptu sér föt hér á landi, sem þýddi að fleiri krónur yrðu eftir í íslenska hagkerfinu, fleiri störf yrðu til, skattgreiðslur til ríkisins yrðu hærri og svo mætti áfram telja. Síðast en ekki síst myndi þetta verða alvöru mótvægisaðgerð við hinn svonefnda matarskatt. Gagnrýndur þessarar leiðar gætu bent á að kostnaður við hana gæti verið í fyrsta kasti rúmir tveir milljarðar króna en því er til að svara að raunverulegur kostnaður yrði umtalsvert minni vegna áðurnefndrar keðjuverkunar. Þessar tekjur væri ríkið fljótt að ná inn til baka í aukinni veltu. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að leið sem ekki aðeins virkar til að bæta heimilum landsins upp aukakostnað við matarskattinn, þurfum ekki að fara í flóknar skattbreytingar. Við þurfum bara að lækka virðisaukann á fatnaði, skóm og fylgihlutum í 12% og þá blasir við einföld mótvægisaðgerð sem virkar. Það yrði ekki bara stór aðgerð fyrir verslunina í landinu, heldur ekki síður fyrir heimilin í landinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun