Fleiri fréttir

Nú er lag Steingrímur, látum verkin tala

Ásmundur Skeggjason skrifar

Allflestir eru sammála um að lífskjör batna ekki á Íslandi nema hagvöxtur aukist. Einnig um að auka verði fjárfestingu í útflutningsgreinum og ráðast í mannaflsfrek verkefni.

Verðrýnendum úthýst

Pawel Bartoszek skrifar

Það kom fram í fréttum vikunnar að búðir sem kæmu illa út úr verðsamanburði ASÍ væru ósáttar við þann samanburð og töldu hann óvandaðan. Nokkrar hefðu úthýst verðkönnuðum. Ætli verðmælingarnar verði nokkuð vandaðri við það?

Römm er sú taug

Sigsteinn P. Grétarsson skrifar

Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.

Gefum heilanum gaum! Heilahreysti í hárri elli

Brynhildur Jónsdóttir skrifar

Að meðaltali minnkar rúmmál heila með vaxandi aldri og vitrænni færni hnignar. Líklegt þykir þó að áhrif aldurs á þessa færni sé ofmetin í rannsóknum. Flest okkar þekkja einhvern sem náð hefur háum aldri án þess að andlegt atgervi hafi látið undan síga að neinu marki og því virðist slík hnignun engan veginn vera óhjákvæmileg.

Raunhæf leið að upptöku evru

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Vorið 2009 boðaði formaður Sjálfstæðisflokksins "trúverðuga leið að upptöku evru“ með stuðningi AGS og ESB. Hjáleið að myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu sjálfu. Hugmyndin var ein margra óraunhæfra um þægilega skyndilausn á gjaldmiðilsmálum okkar, enda hefur ekkert heyrst af henni síðan.

Ofbeldi gegn börnum og skóli margbreytileikans

Guðrún H. Sederholm skrifar

Skýrsla UNICEF frá 7. mars sl. fjallar um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan segir að líklegast sé að brot gegn barni eigi sér stað á heimili barnsins. Þetta er einnig niðurstaða rannsókna. Skýrslan bendir á að tengsl séu milli andlegrar vanlíðanar barns og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi.

Stuðningur við kjarabaráttu almennra lækna

Ólafur Ögmundarson skrifar

Ég er læknisfrú og finnst það fínn titill, enda hefur það þótt eftirsóknarvert hlutskipti í lífinu síðustu tvær aldir, hið minnsta. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Ekki vegna þess að konan mín sé ekki jafn yndisleg og áður heldur vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á stöðu almennra lækna til dagsins í dag.

Þjóðin lætur ekki ljúga að sér lengur

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar færði nýju bönkunum lán heimilanna og smærri fyrirtækja á silfurfati fyrir slikk var þeim jafnframt falið að leysa skuldavanda fólksins eins og fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna, sem birt var í nóvember 2010. Ári síðar, eða þann 17. október 2011, þegar bankastjórar stóru bankanna þriggja mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis töldu þeir sig vera að mestu búna með svigrúm til afskrifta á lánum til einstaklinga. Alþingismenn létu það gott heita og þökkuðu vinum sínum fyrir komuna. Nú veit þjóðin að þetta var lygi.

Lánaleiðréttlæti

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum.

Fordómar fjötra

Marta Mirjam Kristinsdóttir skrifar

Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960.

Ábyrga og yfirvegaða lögreglu

Ögmundur Jónasson skrifar

Hið gamalgróna félag Varðberg, sem lét mjög til sín taka á kaldastríðstímanum, fundaði í Þjóðminjasafninu í vikunni sem leið. Fréttablaðið greindi skilmerkilega frá fundinum á föstudag undir fyrirsögninni: "Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu.“ Og í undirfyrirsögn eru aðalatriðin í málflutningi aðalræðumannsins, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dregin saman á eftirfarandi hátt: "Stefán Eiríksson segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.“

Þjóðarreitur

Elín Hirst skrifar

Þau óvæntu tíðindi bárust á dögunum að ríkið hefði selt Reykjavíkurborg um 112 þúsund fermetra svæði í Vatnsmýrinni, en gert er ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, Samfylkingunni og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, Samfylkingunni undirrituðu samninginn.

Gefum heilanum gaum! Endurhæfing á minni í MS

Claudia Georgsdóttir skrifar

Minniserfiðleikar geta haft mikil áhrif á daglega líðan, valdið árekstrum og truflað samskipti. Með betri þekkingu og skilningi á tengslum heilavirkni og hugarstarfsemi í MS hefur vægi klínískrar taugasálfræði aukist í miklum mæli, bæði í greiningu og endurhæfingu. Í dag er umræða um skerðingu á hugarstarfsemi í MS-sjúkdómnum sem betur fer orðin opnari sem gerir okkur auðveldara að skoða möguleika á endurhæfingu.

50+ já takk

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: "Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt.

Gæðakokkar

Hannes Pétursson skrifar

Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka.

Hvers virði er allt heimsins prjál?

Páll Valur Björnsson skrifar

Þessi texti Ólafs Hauks Símonarsonar er ein af perlum íslenskrar textagerðar að mínum dómi. Hann er það vegna þess hversu ótrúlega sannur hann er og kemur hann oft upp í huga mér þegar ég hugsa til þess hvernig ástandið er í okkar litla þjóðfélagi. Skortur á trausti, heiðarleika og samstöðu er svo yfirþyrmandi að manni fallast hreinlega hendur á stundum. Nú þegar þörfin á þessu þrennu er svo hrópandi, maður finnur á samtölum sínum við fólk að það vill sjá breytta tíma. Tíma þar sem grunngildin í okkar samfélagi séu höfð að leiðarljósi í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og þar fara traust og heiðarleiki fremst í flokki. Það er kunnara en frá þurfi að segja að frumskilyrði mannlegra samskipta er traustið og um leið og það dvínar fer að halla undan fæti. Og um leið og það dvínar veldur það árekstrum og deilum manna í millum og fólk missir trúna á samfélagið. Því meira traust sem ríkir á milli fólks þeim mun heilbrigðara og sanngjarnara verður samfélagið.

Má bjóða þér Bjarta framtíð?

Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Ég fagnaði átta ára afmælinu mínu, þann 20. apríl árið 1991, á Hard Rock Café í Kringlunni. En mér fannst ég ekki eiga þennan dag alveg ein – sem ég var ekki sátt við.

Fúsk í skúrnum!

Özur Lárusson skrifar

Verkefnið „Allir vinna“ sem stjórnvöld hrundu af stað til þess að draga úr svartri atvinnustarfsemi og örva starfsemi innan byggingariðnaðarins hefur sýnt sig og sannað. Bæði hefur svört vinna nánast horfið og tekjur ríkissjóðs af byggingariðnaðinum aukist umtalsvert í formi vsk.-launatengdra gjalda. Auk þess fækkar í þeim hópi sem hafnar á atvinnuleysisbótum.

Skömmin

Stefán Pálsson skrifar

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Valdið færist til

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Flestum sem fá pólitísk völd virðist koma á óvart hvað erfitt er að beita þeim til gagns. Þetta er ört að versna en er þó ekki nýtt. Möguleikar stjórnmálamanna til að ráða niðurstöðum með því valdi sem þeim er gefið hafa alltaf verið minni en mönnum er títt að ætla. Nákvæmar greiningar á liðnum atburðum leiða í ljós að viðtekin söguskoðun er oft byggð á miklum einföldunum. Samhengið á milli þess sem ráðandi menn vildu og þess sem varð er oftast flóknara og minna en viðtekin saga gefur til kynna.

Er utangarðsfólk og heimilisleysi vandi Reykjavíkur?

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar

Nýleg úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar leiddi í ljós að í Reykjavík eru 179 einstaklingar heimilislausir eða utangarðs. Sambærileg úttekt var gerð árið 2009 og þá féll 121 einstaklingur undir skilgreininguna, aukning í hópnum er því liðlega 30% á þremur árum. Ekki eru allir þessir einstaklingar Reykvíkingar samkvæmt Þjóðskrá, en þeir halda þó flestir til í Reykjavík. Fjölmennasti hópur utangarðsfólks á við margháttaðan félagslegan vanda að stríða þ.m.t. fíknivanda og geðsjúkdóma. Reykjavíkurborg hefur frá árinu 2008 verið með sérstaka stefnu í málaflokknum. Á síðustu árum hafa borgaryfirvöld stóraukið þjónustu við hópinn og reka nú fjögur sértæk langtímabúsetuúrræði fyrir 25-29 einstaklinga sem áður voru í neyðarskýlum.

Svíþjóð, samkeppnis- hæfni og fríverslun

Össur Skarphéðinsson skrifar

Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu.

Aflahrotan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár.

Fjárfestingar í fullum gangi

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir.

Nei við þjóðaratkvæðagreiðslu um Vatnsmýrarflugvöll

Gunnar H. Gunnarsson skrifar

Marteinn M. Guðgeirsson (MMG) skrifar grein í Fréttablaðið 28. febrúar sl. þar sem hann mælir með því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki.

Löggjafinn og barnið

Oktavía Guðmundsdóttir skrifar

Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mannverur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarpsviðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eiginkonu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekkert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sannfæringu.

Skylda stjórnmálamanna

Þórir Stephensen skrifar

Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavænlegast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrumskæla menn svo hugsjónirnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngubrú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eiginhagsmunir, kjördæmapot og sýndarmennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá möguleika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB.

Viðræður um aðlögun

Freyja Steingrímsdóttir skrifar

Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því.

Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra

Kennarar Flensborgarskólans skrifar

Kennarafélag Flensborgarskólans skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir auknum fjárframlögum til handa framhaldsskólum landsins og endurskoðun á forsendum reiknilíkans þess sem notað er við ákvörðun á fjárframlögum til framhaldsskólanna.

Ísinn brotinn: þekkingarframlag á norðurslóðum

Á meðan ís bráðnar á láð og legi brenna málefni norðurslóða æ heitar á alþjóðasamfélaginu. Þar má nefna stórvægilegar loftstlagsbreytingar, öryggis- og friðarmál, hnattvæðingu, hugsanlega auðlindaupptöku og opnun sjóleiða. Öll tengjast þessi málefni innbyrðis og hafa vaxið mjög að mikilvægi undanfarin áratug. Á þeim tíma hafa ríkin átta sem tilheyra Norðurskautsráðinu öll markað sér opinbera stefnu er snýr að svæðinu. Enn fremur hafa mörg ríki sem ekki teljast til norðurslóðaríkja, sem og óopinberir aðilar, mikinn áhuga á aðkomu að svæðinu. Ísland á mikilla hagsmuna að gæta en hefur takmarkað bolmagn til að hafa áhrif á gang mála.

Farið bara í sturtu

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Fyrir fáum árum var frá því sagt í heimsfréttunum að Zuma, forseti Suður-Afríku, hefði sagt við þjóð sína: ?Hafið ekki áhyggjur af HIV-veirunni. Farið bara í sturtu strax á eftir og þvoið ykkur vel. Þá verður allt ?i orden?.? Og heimurinn hló. Ekki að Zuma heldur að þjóðinni, sem léti ljúga slíku að sér.

Hvers konar vitleysa er í gangi?

Ásdís Ólafsdóttir skrifar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á 1.071 fundi sínum að allir skólar og leikskólar í Kópavogi skulu hafa sömu starfsdaga næsta vetur. Hvers konar vitleysa er í gangi? Í fyrsta lagi stendur í 29. grein grunnskólalaga að skólanámskrá og starfsáætlun séu í ábyrgð skólastjóra í samráði við kennara. Skólanefndin á því að staðfesta það sem skólastjórar og kennarar ákveða en ekki öfugt og sjá hvort farið sé eftir grunnskólalögum.

Samfélagið verður sigurvegarinn!

Willum Þór Þórsson skrifar

Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin.

Fljótsins dreymna ró!

Steinunn Sigurðardóttir skrifar

Fyrirhuguð framkvæmd mun hafa töluverð áhrif á Lagarfljót og aukið vatnsmagn í fljótinu valda hækkun vatnsyfirborðs, litur mun breytast vegna aukins svifaurs í vatninu

Íslenska boðflennan

Eydís L. Finnbogadóttir skrifar

Gullfoss í klakaböndum og úðinn frá fossinum kastaði glitrandi ísnálum yfir allt sem fyrir var. Þó voru ekki margir á ferðinni nú í byrjun mars að berja augum fegurð eins vinsælasta ferðamannastaðar Íslands. Ég hafði skotist þarna austur með útlendingi sem ég vildi sýna náttúru Íslands. Við Gullfoss stoppuðum við í „sjoppu“ sem ég kynnti sérstaklega fyrir Skotanum að væri ?séríslenskt fyrirbæri?. Þegar inn var komið tóku á móti okkur bolir merktir Eyjafjallajökli í öllum stærðum og gerðum ásamt heilum ósköpum af innlendum og erlendum minjagripum.

Við erum þjóðin

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og

Endurtökum ekki mistökin

Haraldur L. Haraldsson skrifar

Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál

Guðbjartur Hannesson skrifar

Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta.

Lagarfljót. In memoriam

Steinunn Jóhannesdóttir skrifar

Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði.

Af því ég er fötluð

Embla Ágústsdóttir skrifar

Ég tilheyri samfélagi þar sem staðlaðar ímyndir um flesta hópa samfélagsins eru ríkjandi í allri umræðu. Þetta á sérstaklega við um hópa sem flokkast til minnihluta, ýmist með tilliti til fjölda eða valds. Einn af þessum hópum er hópur fatlaðs fólks sem vill svo skemmtilega til að ég tilheyri.

Tómstundafræði

Anna Karen Ingibjargardóttir skrifar

Flestir á mínum aldri muna eftir því að hafa byrjað að vinna snemma t.d. við að passa börn eða í sveit, ég man vel eftir því að hafa hjálpað afa í heyskap og þá voru engar rúllur, bara baggar og maður gekk á eftir kerrunni og henti böggunum upp á og þegar ég var 15 ára vann ég í smá tíma í síld með skólanum

Foreldrar veri fyrirmynd barna á íþróttaviðburðum

Árni Þór Jónsson skrifar

Af hverju vilja foreldrar hafa börnin sín í íþróttum? Er það út af því að þeir náðu ekki sjálfir að uppfylla íþróttadrauma sína eða er það út af því þeir vilja að barnið þeirra sé í góðum félagsskap og sé að gera það sem það hefur gaman af? Hvort sem svarið er „já“ eða „nei“ við þessum spurningum þá þurfum við alltaf að sýna góðan stuðning og jákvæða fyrirmynd, því eins og flestir vita þá lærir barnið mikið af hegðun foreldra.

Hótel Borg – bréf til borgarstjóra

Birna Þórðardóttir skrifar

Ágæti borgarstjóri Jón Gnarr. Ég ákvað að senda þér opinbert bréf, veit vel að þú ert ekki alvaldur enda slíkt ekki hollt en sem fulltrúi fólksins stíla ég bréfið á þig.

Grænland – land tækifæranna

Palle Christiansen skrifar

Grænland stendur á tímamótum. Hráefnisævintýrið er rétt handan við hornið en þess er vænst að það muni efla til muna þróun landsins. Þróun mála á Grænlandi hefur vakið mikla athygli hjá stærstu fjölmiðlum heims og þar með beint athyglinni að norðurslóðum. En þetta er aðeins byrjunin.

Sjá næstu 50 greinar