Svíþjóð, samkeppnis- hæfni og fríverslun Össur Skarphéðinsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina!
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun