Þjóðarreitur Elín Hirst skrifar 21. mars 2013 07:00 Þau óvæntu tíðindi bárust á dögunum að ríkið hefði selt Reykjavíkurborg um 112 þúsund fermetra svæði í Vatnsmýrinni, en gert er ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, Samfylkingunni og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, Samfylkingunni undirrituðu samninginn. Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina. Það getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég erfitt með að skilja hvaða hagsmunir búa að baki þeirri ákvörðun fjármálaráðherra sem fulltrúa ríkisins að selja borginni þetta mikilvæga svæði undir íbúðabyggð. Er hún ekki þar með að segja að hún vilji flugvöllinn burt? Hvaða umboð hefur ráðherrann til að taka svo afdrifaríka ákvörðun fyrir land og þjóð? En sem betur fer þarf innanríkisráðherra að samþykkja það að flugbrautin sem nota á undir byggingarland verði lögð niður og núverandi innanríkisráðherra er mótfallinn því að flytja völlinn. Vonandi velst ráðherra í innanríkisráðuneytið eftir kosningar sem er sömu skoðunar og Ögmundur og getur stöðvað þessi áform, en væntanlega er sjálf salan á landinu til borgarinnar óafturkræf. En hvers vegna á Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram í Vatnsmýrinni? Í fyrsta lagi er flugvöllurinn lífæð landsbyggðar við höfuðborgina Reykjavík. Og gleymum því ekki að landsbyggðin er ekki síður mikilvæg höfuðborginni en höfuðborgin landsbyggðinni. Miðstöð allra samgangna Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga og hefur mikilvægum skyldum að gegna. Hún er miðstöð allra samgangna í landinu, í lofti, á sjó og á landi. Stjórnsýslan, ráðuneyti og stofnanir eru öll staðsett í Reykjavík. Til stendur að byggja nýtt hátæknisjúkrahús á Landspítalalóðinni og það er mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Og ástæðurnar eru fleiri. Það er nóg af öðru góðu byggingarlandi í Reykjavík. Þess vegna er afar einkennilegt að það þurfi endilega að nýta þennan einstaklega verðmæta samgöngu- og þjóðarreit undir íbúðabyggð. Þrátt fyrir ítarlegar athuganir sem miklum opinberum fjármunum hefur verið eytt í á undanförnum árum hafa heldur engir valkostir komið fram sem eru fýsilegir og geta komið í stað flugvallar í Vatnsmýrinni fyrir innanlandsflug. Hólmsheiðin kemur ekki vel út, það að flytja innanlandsflugið alla leið til Keflavíkur þykir mér heldur ekki góð lausn. Þar að auki mun flutningur Reykjavíkurflugvallar kosta þjóðina milljarðatugi, eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur bent á. Þannig að rauðu ljósin loga alls staðar. Í raun eru það ótrúleg forréttindi fyrir alla landsmenn að hafa góðan og öruggan innanlandsflugvöll í hjarta höfuðborgarinnar. Ýmsar erlendar borgir eru eins vel í sveit settar og Reykjavík hvað þetta varðar. Má þar nefna Lundúnaborg sem hefur City-flugvöll í miðborg Lundúna, Boston með Manchester-flugvöll og í Washington D.C. Ronald Reagan-flugvöllinn. Það væri óskandi að borgaryfirvöld í Reykjavík áttuðu sig á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar fyrir fólk og fyrirtæki á öllu landinu og ábyrgðina sem fylgir því að stjórna höfuðborg landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þau óvæntu tíðindi bárust á dögunum að ríkið hefði selt Reykjavíkurborg um 112 þúsund fermetra svæði í Vatnsmýrinni, en gert er ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, Samfylkingunni og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, Samfylkingunni undirrituðu samninginn. Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina. Það getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég erfitt með að skilja hvaða hagsmunir búa að baki þeirri ákvörðun fjármálaráðherra sem fulltrúa ríkisins að selja borginni þetta mikilvæga svæði undir íbúðabyggð. Er hún ekki þar með að segja að hún vilji flugvöllinn burt? Hvaða umboð hefur ráðherrann til að taka svo afdrifaríka ákvörðun fyrir land og þjóð? En sem betur fer þarf innanríkisráðherra að samþykkja það að flugbrautin sem nota á undir byggingarland verði lögð niður og núverandi innanríkisráðherra er mótfallinn því að flytja völlinn. Vonandi velst ráðherra í innanríkisráðuneytið eftir kosningar sem er sömu skoðunar og Ögmundur og getur stöðvað þessi áform, en væntanlega er sjálf salan á landinu til borgarinnar óafturkræf. En hvers vegna á Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram í Vatnsmýrinni? Í fyrsta lagi er flugvöllurinn lífæð landsbyggðar við höfuðborgina Reykjavík. Og gleymum því ekki að landsbyggðin er ekki síður mikilvæg höfuðborginni en höfuðborgin landsbyggðinni. Miðstöð allra samgangna Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga og hefur mikilvægum skyldum að gegna. Hún er miðstöð allra samgangna í landinu, í lofti, á sjó og á landi. Stjórnsýslan, ráðuneyti og stofnanir eru öll staðsett í Reykjavík. Til stendur að byggja nýtt hátæknisjúkrahús á Landspítalalóðinni og það er mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Og ástæðurnar eru fleiri. Það er nóg af öðru góðu byggingarlandi í Reykjavík. Þess vegna er afar einkennilegt að það þurfi endilega að nýta þennan einstaklega verðmæta samgöngu- og þjóðarreit undir íbúðabyggð. Þrátt fyrir ítarlegar athuganir sem miklum opinberum fjármunum hefur verið eytt í á undanförnum árum hafa heldur engir valkostir komið fram sem eru fýsilegir og geta komið í stað flugvallar í Vatnsmýrinni fyrir innanlandsflug. Hólmsheiðin kemur ekki vel út, það að flytja innanlandsflugið alla leið til Keflavíkur þykir mér heldur ekki góð lausn. Þar að auki mun flutningur Reykjavíkurflugvallar kosta þjóðina milljarðatugi, eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur bent á. Þannig að rauðu ljósin loga alls staðar. Í raun eru það ótrúleg forréttindi fyrir alla landsmenn að hafa góðan og öruggan innanlandsflugvöll í hjarta höfuðborgarinnar. Ýmsar erlendar borgir eru eins vel í sveit settar og Reykjavík hvað þetta varðar. Má þar nefna Lundúnaborg sem hefur City-flugvöll í miðborg Lundúna, Boston með Manchester-flugvöll og í Washington D.C. Ronald Reagan-flugvöllinn. Það væri óskandi að borgaryfirvöld í Reykjavík áttuðu sig á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar fyrir fólk og fyrirtæki á öllu landinu og ábyrgðina sem fylgir því að stjórna höfuðborg landsins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar