Nei við þjóðaratkvæðagreiðslu um Vatnsmýrarflugvöll Gunnar H. Gunnarsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Marteinn M. Guðgeirsson (MMG) skrifar grein í Fréttablaðið 28. febrúar sl. þar sem hann mælir með því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Aðalrök MMG fyrir þessu eru skýrsla KPMG sem sjö sveitarfélög á landsbyggðinni létu gera fyrir sig. Þessi skýrsla sýnir óhagræði og kostnað fyrir þá dreifbýlinga sem nota innanlandsflugið ef miðstöð þess yrði flutt til Keflavíkur. Í skýrslu KPMG er ekki nefnt að hver einasti flugmiði í innanlandsflugi, sem einungis 9% Íslendinga nýta sér einhvern tíma á þriggja ára tímabili, er niðurgreiddur af ríkinu um 5.500 kr. vegna rekstrar innanlandsflugvalla og um 17.500 kr. vegna ógreiddrar lóðaleigu af landi ríkis og borgar undir Vatnsmýrarflugvelli. Ekki er þess heldur getið, sem þó er vitað úr opinberri skýrslu ParX fyrir Sturlu Böðvarsson frá 2007, að það er bullandi þjóðhagslega arðsamt að flytja þessa miðstöð úr Vatnsmýri, annaðhvort á Hólmsheiði eða til Keflavíkurflugvallar. Og ekki að furða. Fyrrnefnt óhagræði verður hverfandi ef þá nokkuð ef títtnefnd miðstöð verður flutt á Hólmsheiði. En þá spyrja sumir: „Er ekki svo óhagstætt veður uppi á Hólmsheiði?“ Svarið er að sjálfsögðu nei sbr. m.a. yfirlýsingu dr. Haralds Ólafssonar frá 2008 (sjá m.a. mbl.is) þess efnis að lendandi sé 96-98% úr árinu á Hólmsheiði en vitað er að flugrekendur telja 95% fullnægjandi. Enn er spurt: „En kostnaðurinn fyrir ríkið við nýjan Hólmsheiðarflugvöll?“ Svarið er að kostnaðurinn við hann er á við eitt stk. Vaðlaheiðargöng, sem munu væntanlega aldrei standa undir sér. Verðmæti ríkislóðanna í Vatnsmýri er margfalt meira. Auk þess á Reykjavíkurborg afganginn af lóðunum og þær eru tvöfalt verðmætari en ríkislóðirnar.Stjórnlaus útþensla Þann 6. júlí 1946, þegar Vatnsmýrarflugvöllur var festur í sessi á nákvæmlega þeim stað þar sem framtíðarmiðborg vaxandi höfuðborgar átti að rísa, urðu til vísar að nýju þéttbýli þar sem fram að því var ekkert nema Reykjavík og Hafnarfjörður, þ.e.a.s. vísar að Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þá hófst stjórnlaus útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu, ein af helstu þjóðarmeinsemdum Íslendinga, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þétting byggðar er eitt helsta verkefni borga heims um þessar mundir í örvæntingarfullri baráttu við orsakir og afleiðingar hlýnunar jarðar. Því borgirnar, þar sem nú býr röskur helmingur mannkyns, eru helsti orsakavaldur útblásturs gróðurhúsalofttegunda, ekki síst frá umferð. Höfuðborgarsvæðið íslenska þekur nú meira en 150 ferkílómetra, ámóta svæði og París og Manhattan samanlagt. Vandinn, orsakavaldurinn og sívaxandi eyðingarmáttur hans blasa við öllum sem ekki eru andlega staurblindir. Óhætt er að fullyrða að velflestar borgir heims, sem nærri allar eru mun þéttbýlli en íslenska höfuðborgin, séu uppteknar við enn meiri þéttingu. En hér er ekki verið að gera neitt. Þvert á móti reka ríkisvaldið og fjórflokkurinn hatramma baráttu gegn almannahag á þessu sviði með öflugum stuðningi skrautlegs hóps flugvallarsinna, sem margir hafa einkahagsmuni að verja. Þrátt fyrir jarðhita og fremur hreina raforku er íslenska höfuðborgarsvæðið í hópi alverstu umhverfissóða heims miðað við íbúatölu með 14 íbúa á hvern hektara, meira en 700 bíla á hverja 1.000 íbúa og enga möguleika á nothæfum almannasamgöngum fyrr en byggð þéttist á ný. Og það er einmitt ekki mögulegt að hefja þá þéttingu fyrr en orsakavaldurinn er fjarlægður úr Vatnsmýri og reist þar miðborgin sem átti að rísa á 6. og 7. áratug 20. aldar.Bílaborg Bílaborgin af völdum Vatnsmýrarflugvallar leiðir til mikillar mengunar, umferðarslysa, heilsuvanda, tímasóunar og óhagkvæmni í rekstri heimila, fyrirtækja og stofnana. Þétting byggðar er lausnarorðið. Það vekur furðu að MMG, sem býr í Grafarvogi, skuli láta sér detta í hug að ætlast til að ríkið reyni að taka skipulagsvaldið af sveitarfélaginu Reykjavík. Það er að sjálfsögðu ómetanlegur og óskoraður réttur hvers sveitarfélags að skipuleggja allt land innan sinnar lögsögu. Það sér hver maður að það myndi enda illa fyrir sveitarfélögin almennt á Íslandi ef fordæmi skapaðist fyrir slíku inngripi ríkisvaldsins. Flestir Íslendingar eru skv. skoðanakönnunum hlynntir auknu beinu lýðræði, en það verður ávallt að vera á réttum forsendum. Þessi umbeðna þjóðaratkvæðagreiðsla, ef af yrði, kæmi miklu óorði á þjóðaratkvæðagreiðslur og myndi þar af leiðandi vinna gegn því að þær yrðu algengari. Að lokum er rétt að leiðrétta þann misskilning að rúmlega 37% þátttaka í flugvallarkosningunni 2001 sé lítil. Þetta er ekki lítil þátttaka, hvorki í alþjóðlegum samanburði né heldur í íslenskum þegar tekið er tillit til þess að forysta stærsta flokksins í Reykjavík, Sjálfstæðisflokksins, skoraði á sína stuðningsmenn að mæta ekki á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Marteinn M. Guðgeirsson (MMG) skrifar grein í Fréttablaðið 28. febrúar sl. þar sem hann mælir með því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Aðalrök MMG fyrir þessu eru skýrsla KPMG sem sjö sveitarfélög á landsbyggðinni létu gera fyrir sig. Þessi skýrsla sýnir óhagræði og kostnað fyrir þá dreifbýlinga sem nota innanlandsflugið ef miðstöð þess yrði flutt til Keflavíkur. Í skýrslu KPMG er ekki nefnt að hver einasti flugmiði í innanlandsflugi, sem einungis 9% Íslendinga nýta sér einhvern tíma á þriggja ára tímabili, er niðurgreiddur af ríkinu um 5.500 kr. vegna rekstrar innanlandsflugvalla og um 17.500 kr. vegna ógreiddrar lóðaleigu af landi ríkis og borgar undir Vatnsmýrarflugvelli. Ekki er þess heldur getið, sem þó er vitað úr opinberri skýrslu ParX fyrir Sturlu Böðvarsson frá 2007, að það er bullandi þjóðhagslega arðsamt að flytja þessa miðstöð úr Vatnsmýri, annaðhvort á Hólmsheiði eða til Keflavíkurflugvallar. Og ekki að furða. Fyrrnefnt óhagræði verður hverfandi ef þá nokkuð ef títtnefnd miðstöð verður flutt á Hólmsheiði. En þá spyrja sumir: „Er ekki svo óhagstætt veður uppi á Hólmsheiði?“ Svarið er að sjálfsögðu nei sbr. m.a. yfirlýsingu dr. Haralds Ólafssonar frá 2008 (sjá m.a. mbl.is) þess efnis að lendandi sé 96-98% úr árinu á Hólmsheiði en vitað er að flugrekendur telja 95% fullnægjandi. Enn er spurt: „En kostnaðurinn fyrir ríkið við nýjan Hólmsheiðarflugvöll?“ Svarið er að kostnaðurinn við hann er á við eitt stk. Vaðlaheiðargöng, sem munu væntanlega aldrei standa undir sér. Verðmæti ríkislóðanna í Vatnsmýri er margfalt meira. Auk þess á Reykjavíkurborg afganginn af lóðunum og þær eru tvöfalt verðmætari en ríkislóðirnar.Stjórnlaus útþensla Þann 6. júlí 1946, þegar Vatnsmýrarflugvöllur var festur í sessi á nákvæmlega þeim stað þar sem framtíðarmiðborg vaxandi höfuðborgar átti að rísa, urðu til vísar að nýju þéttbýli þar sem fram að því var ekkert nema Reykjavík og Hafnarfjörður, þ.e.a.s. vísar að Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þá hófst stjórnlaus útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu, ein af helstu þjóðarmeinsemdum Íslendinga, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þétting byggðar er eitt helsta verkefni borga heims um þessar mundir í örvæntingarfullri baráttu við orsakir og afleiðingar hlýnunar jarðar. Því borgirnar, þar sem nú býr röskur helmingur mannkyns, eru helsti orsakavaldur útblásturs gróðurhúsalofttegunda, ekki síst frá umferð. Höfuðborgarsvæðið íslenska þekur nú meira en 150 ferkílómetra, ámóta svæði og París og Manhattan samanlagt. Vandinn, orsakavaldurinn og sívaxandi eyðingarmáttur hans blasa við öllum sem ekki eru andlega staurblindir. Óhætt er að fullyrða að velflestar borgir heims, sem nærri allar eru mun þéttbýlli en íslenska höfuðborgin, séu uppteknar við enn meiri þéttingu. En hér er ekki verið að gera neitt. Þvert á móti reka ríkisvaldið og fjórflokkurinn hatramma baráttu gegn almannahag á þessu sviði með öflugum stuðningi skrautlegs hóps flugvallarsinna, sem margir hafa einkahagsmuni að verja. Þrátt fyrir jarðhita og fremur hreina raforku er íslenska höfuðborgarsvæðið í hópi alverstu umhverfissóða heims miðað við íbúatölu með 14 íbúa á hvern hektara, meira en 700 bíla á hverja 1.000 íbúa og enga möguleika á nothæfum almannasamgöngum fyrr en byggð þéttist á ný. Og það er einmitt ekki mögulegt að hefja þá þéttingu fyrr en orsakavaldurinn er fjarlægður úr Vatnsmýri og reist þar miðborgin sem átti að rísa á 6. og 7. áratug 20. aldar.Bílaborg Bílaborgin af völdum Vatnsmýrarflugvallar leiðir til mikillar mengunar, umferðarslysa, heilsuvanda, tímasóunar og óhagkvæmni í rekstri heimila, fyrirtækja og stofnana. Þétting byggðar er lausnarorðið. Það vekur furðu að MMG, sem býr í Grafarvogi, skuli láta sér detta í hug að ætlast til að ríkið reyni að taka skipulagsvaldið af sveitarfélaginu Reykjavík. Það er að sjálfsögðu ómetanlegur og óskoraður réttur hvers sveitarfélags að skipuleggja allt land innan sinnar lögsögu. Það sér hver maður að það myndi enda illa fyrir sveitarfélögin almennt á Íslandi ef fordæmi skapaðist fyrir slíku inngripi ríkisvaldsins. Flestir Íslendingar eru skv. skoðanakönnunum hlynntir auknu beinu lýðræði, en það verður ávallt að vera á réttum forsendum. Þessi umbeðna þjóðaratkvæðagreiðsla, ef af yrði, kæmi miklu óorði á þjóðaratkvæðagreiðslur og myndi þar af leiðandi vinna gegn því að þær yrðu algengari. Að lokum er rétt að leiðrétta þann misskilning að rúmlega 37% þátttaka í flugvallarkosningunni 2001 sé lítil. Þetta er ekki lítil þátttaka, hvorki í alþjóðlegum samanburði né heldur í íslenskum þegar tekið er tillit til þess að forysta stærsta flokksins í Reykjavík, Sjálfstæðisflokksins, skoraði á sína stuðningsmenn að mæta ekki á kjörstað.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun