Gefum heilanum gaum! Endurhæfing á minni í MS Claudia Georgsdóttir skrifar 21. mars 2013 06:00 Minniserfiðleikar geta haft mikil áhrif á daglega líðan, valdið árekstrum og truflað samskipti. Með betri þekkingu og skilningi á tengslum heilavirkni og hugarstarfsemi í MS hefur vægi klínískrar taugasálfræði aukist í miklum mæli, bæði í greiningu og endurhæfingu. Í dag er umræða um skerðingu á hugarstarfsemi í MS-sjúkdómnum sem betur fer orðin opnari sem gerir okkur auðveldara að skoða möguleika á endurhæfingu. Markmið vitrænnar endurhæfingar er að skoða og bæta þá þætti sem gjarnan láta undan í MS, eins og nýminni, vinnsluminni, einbeitingu, úthald (andleg þreyta) og skipulag til að læra og muna. Minnisaðferðir virkja huga okkar með því að setja atriði og efni sem á að muna í merkingartengsl. Notkun dagbóka er í dag viðurkennd sem áhrifamikil aðferð í vitrænni endurhæfingu, sem bætir skipulagshæfileika, tímaskyn, sjónræna úrvinnslu og hversdagslegt minni. Önnur dæmi um minnisaðferðir eru breytingar á umhverfinu, eins og þegar við komum skipulagi á hluti heima við, eða notum hjálpargögn í umhverfi okkar eins og dagatöl, minnisbækur, orðalista o.fl. Á hópnámskeiðum um minnisendurhæfingu (sem hafa verið haldin hérlendis af höfundi þessa pistils, til dæmis í MS félagi Íslands), hafa þátttakendur tækifæri til að deila með öðrum reynslu sinni af daglegri gleymsku og sjúkdómseinkennum og geta jafnframt unnið saman við að finna leiðir til að takast á við vandann. Skapandi eðli þessarar vinnu gerir hana sérstaklega ánægjulega og áhrifamikla. Við erum öll sérstök og hver og einn hefur eitthvað til mála að leggja. Þannig lærum við hvert af öðru, veitum hvert öðru stuðning og minnkum fordóma gagnvart gleymsku og minnisvandamálum. Cicerone, K.D., Langenbahn, M. Braden, C., o.fl. (2011) Evidence-based cognitive rehabilitation: updated review of the literature from 2003 through 2008. Arch Phys Med Rehabil, 92, 519-530. Tesar, N., Bandion K. og Baumhackl, U. (2005). Efficacy of a neuropsychological training programme for patients with multiple sclerosis – a randomised controlled trial. Wien Klin Wochenschr, 1117/21 – 22, 747-754. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Minniserfiðleikar geta haft mikil áhrif á daglega líðan, valdið árekstrum og truflað samskipti. Með betri þekkingu og skilningi á tengslum heilavirkni og hugarstarfsemi í MS hefur vægi klínískrar taugasálfræði aukist í miklum mæli, bæði í greiningu og endurhæfingu. Í dag er umræða um skerðingu á hugarstarfsemi í MS-sjúkdómnum sem betur fer orðin opnari sem gerir okkur auðveldara að skoða möguleika á endurhæfingu. Markmið vitrænnar endurhæfingar er að skoða og bæta þá þætti sem gjarnan láta undan í MS, eins og nýminni, vinnsluminni, einbeitingu, úthald (andleg þreyta) og skipulag til að læra og muna. Minnisaðferðir virkja huga okkar með því að setja atriði og efni sem á að muna í merkingartengsl. Notkun dagbóka er í dag viðurkennd sem áhrifamikil aðferð í vitrænni endurhæfingu, sem bætir skipulagshæfileika, tímaskyn, sjónræna úrvinnslu og hversdagslegt minni. Önnur dæmi um minnisaðferðir eru breytingar á umhverfinu, eins og þegar við komum skipulagi á hluti heima við, eða notum hjálpargögn í umhverfi okkar eins og dagatöl, minnisbækur, orðalista o.fl. Á hópnámskeiðum um minnisendurhæfingu (sem hafa verið haldin hérlendis af höfundi þessa pistils, til dæmis í MS félagi Íslands), hafa þátttakendur tækifæri til að deila með öðrum reynslu sinni af daglegri gleymsku og sjúkdómseinkennum og geta jafnframt unnið saman við að finna leiðir til að takast á við vandann. Skapandi eðli þessarar vinnu gerir hana sérstaklega ánægjulega og áhrifamikla. Við erum öll sérstök og hver og einn hefur eitthvað til mála að leggja. Þannig lærum við hvert af öðru, veitum hvert öðru stuðning og minnkum fordóma gagnvart gleymsku og minnisvandamálum. Cicerone, K.D., Langenbahn, M. Braden, C., o.fl. (2011) Evidence-based cognitive rehabilitation: updated review of the literature from 2003 through 2008. Arch Phys Med Rehabil, 92, 519-530. Tesar, N., Bandion K. og Baumhackl, U. (2005). Efficacy of a neuropsychological training programme for patients with multiple sclerosis – a randomised controlled trial. Wien Klin Wochenschr, 1117/21 – 22, 747-754.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar