Viðræður um aðlögun Freyja Steingrímsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun