Við erum þjóðin Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. mars 2013 06:00 Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun