Endurtökum ekki mistökin Haraldur L. Haraldsson skrifar 16. mars 2013 06:00 Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér?
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar