Skömmin Stefán Pálsson skrifar 21. mars 2013 06:00 Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Til Íraksstríðsins var stofnað með upplognum tylliástæðum, eins og margoft hefur verið rakið síðan. Þrátt fyrir margvíslegar falsanir og blekkingar, tókst Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um réttmæti innrásar. Þar sem ráðamenn í Washington og Lundúnum töldu sig þurfa að ljá aðgerðum sínum blæ alþjóðlegrar viðurkenningar, gripu þeir til óvenjulegs ráðs: safnað var á meðmælendalista „staðfastra þjóða“. Forystumenn ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma ákváðu að leggja þessari meðmælendasöfnun lið sitt og bættu Íslandi á listann. Ekki er ljóst hvort þeir hafi í raun gert sér skýra grein fyrir því hvað í skuldbindingunni fælist eða hvernig listinn yrði notaður. Markmiðið var þó öllu augljósara: formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu sér vonir um að liðveislan yrði launuð með lengri hersetu á Miðnesheiði. Líklegt má telja að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi framlengt líf herstöðvarinnar um rúmlega ár. Stuðningsyfirlýsingin fyrir áratug er einhver ömurlegasti bletturinn á utanríkismálasögu Íslendinga síðustu áratugina. Með því lögðum við okkar af mörkum til að greiða fyrir blóðugri styrjöld og grófum í leiðinni undan mikilvægum alþjóðastofnunum. Það er umhugsunarvert að enn í dag heimili stjórnskipan okkar að utanríkisráðherra geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að stuðningsaðila styrjalda í fjarlægum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust út í landinu í kjölfarið olli miklum hörmungum. Varfærnustu áætlanir segja fjölda fórnarlamba rúmlega 100 þúsund. Aðrir telja töluna margfalt hærri. Gríðarlegur fjöldi fólks er enn á vergangi vegna stríðsins og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess, til að mynda varð óöldin í Írak til að ýta undir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Til Íraksstríðsins var stofnað með upplognum tylliástæðum, eins og margoft hefur verið rakið síðan. Þrátt fyrir margvíslegar falsanir og blekkingar, tókst Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um réttmæti innrásar. Þar sem ráðamenn í Washington og Lundúnum töldu sig þurfa að ljá aðgerðum sínum blæ alþjóðlegrar viðurkenningar, gripu þeir til óvenjulegs ráðs: safnað var á meðmælendalista „staðfastra þjóða“. Forystumenn ríkisstjórnar Íslands á þeim tíma ákváðu að leggja þessari meðmælendasöfnun lið sitt og bættu Íslandi á listann. Ekki er ljóst hvort þeir hafi í raun gert sér skýra grein fyrir því hvað í skuldbindingunni fælist eða hvernig listinn yrði notaður. Markmiðið var þó öllu augljósara: formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu sér vonir um að liðveislan yrði launuð með lengri hersetu á Miðnesheiði. Líklegt má telja að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi framlengt líf herstöðvarinnar um rúmlega ár. Stuðningsyfirlýsingin fyrir áratug er einhver ömurlegasti bletturinn á utanríkismálasögu Íslendinga síðustu áratugina. Með því lögðum við okkar af mörkum til að greiða fyrir blóðugri styrjöld og grófum í leiðinni undan mikilvægum alþjóðastofnunum. Það er umhugsunarvert að enn í dag heimili stjórnskipan okkar að utanríkisráðherra geti upp á sitt einsdæmi gert Ísland að stuðningsaðila styrjalda í fjarlægum löndum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun