Römm er sú taug Sigsteinn P. Grétarsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ísland er nú í 26. sæti af 59 löndum sem könnun IMD-viðskiptaháskólans í Sviss gerir árlega. Ísland hefur alla burði til þess að gera enn betur. Til þess þarf m.a. að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum og peningastjórn til framtíðar. Þá þarf gott aðgengi að hæfu vinnuafli og öfluga erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu.Samkeppnisskilyrði Ísland á nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Takist að ná hagstæðum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigið stórt skref í þá átt að gera mögulegt að taka upp evru, minnka óstöðugleika og koma vaxtastigi nær því sem samkeppnisaðilar búa við. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsskilyrði og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja – svo ekki sé talað um hag heimilanna. Alþjóðleg fyrirtæki með íslenskar rætur, á borð við Marel, byggja tilvist sína, vöxt og þróun á því að geta staðist harða samkeppni á mörkuðum utan Íslands. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja landsins og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Þar starfa rúmlega 4.000 manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi eða um 12%. Stór hluti þeirra sem staðsettir eru á Íslandi þarf að vera mikið í útlöndum til að sinna verkefnum þar. Vörur og þjónusta sem seld er á Íslandi er aðeins um 1%. Hluthafar eru um 2.100 og um 18% félagsins eru í eigu útlendinga. Fyrirtæki á borð við Marel þurfa sífellt að vera á tánum til þess að geta skapað eigendum sínum eðlilegan arð, starfsmönnum sínum atvinnuöryggi og viðskiptavinum sínum gæðavöru.Svæðaskipt samvinna Annar mikilvægur þáttur sem ekki er unnt að horfa fram hjá er sá að alþjóðleg þróun bendir til þess að svæðaskipt samvinna færist í aukana og þjóðir sem eiga landfræðilega og viðskiptalega samleið þjappa sér saman um hagsmuni sína. Þetta gildir um þann heimshluta sem við tilheyrum. Evrópusamstarfið er skýrt dæmi um þetta og einnig viðskiptasamstarfið í Norður-Ameríku milli Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó. Nýjasti og ef til vill mikilvægasti áfanginn í þessari þróun er nú í bígerð, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru að hefja viðræður um víðtæka fríverslun og viðskipti sín í milli. Að minni hyggju má ekki loka augunum fyrir þessari þróun og ætla að Ísland geti eitt og sér komið ár sinni betur fyrir borð en þau ríki sem velja leið aukinnar samvinnu sín á milli innan ramma samstarfs eins og á sér stað innan ESB.Slítum ekki „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“ segir í ævafornu kvæði. Við skulum þó hafa í huga að engin taug er svo sterk að hún geti ekki slitnað við of mikla áraun. Það á einnig við um þá taug sem togar í fólk og fyrirtæki til að halda tryggð við Ísland, ekki síst ef miklu betri aðstæður bjóðast í öðrum löndum. Ég hvet alla landsmenn og ekki síst stjórnmálamennina okkar að íhuga þessa stöðu vandlega og hvort ekki sé skynsamlegt að reyna til þrautar að ná samningum um aðild að ESB í þessari lotu. Hin leiðin, að hætta viðræðum án niðurstöðu, er óráð og hrein uppgjöf í einu mikilvægasta hagsmunamáli okkar. Það yrði óviss ferð sem gæti endað illa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun