Ísinn brotinn: þekkingarframlag á norðurslóðum 18. mars 2013 10:18 Á meðan ís bráðnar á láði og legi brenna málefni norðurslóða æ heitar á alþjóðasamfélaginu. Þar má nefna stórvægilegar loftslagsbreytingar, öryggis- og friðarmál, hnattvæðingu, hugsanlega auðlindaupptöku og opnun sjóleiða. Öll tengjast þessi málefni innbyrðis og hafa vaxið mjög að mikilvægi undanfarin áratug. Á þeim tíma hafa ríkin átta sem tilheyra Norðurskautsráðinu öll markað sér opinbera stefnu er snýr að svæðinu. Enn fremur hafa mörg ríki sem ekki teljast til norðurslóðaríkja, sem og óopinberir aðilar, mikinn áhuga á aðkomu að svæðinu. Ísland á mikilla hagsmuna að gæta en hefur takmarkað bolmagn til að hafa áhrif á gang mála.Dulin auðlind Íslendingar hafa þó ýmislegt fram að færa. Ein slík auðlind, sem ekki fær alltaf mikla umfjöllun, eru þær margvíslegu rannsóknir á málefnum norðurslóða sem byggst hafa upp í íslensku háskólasamfélagi. Líkt og málefnin eru fjölþætt eru rannsóknirnar þverfaglegar og snúa meðal annars að sviðum hug- og félagsvísinda, verkfræði- og náttúruvísinda; sem og heilbrigðis- og menntavísindum. Mikilvægi þessara rannsókna fer aðeins vaxandi og ættu allir háskólar landsins að leggja sitt af mörkum. Rannsóknasetur í víðtæku samstarfi Háskóli Íslands leggur einnig sitt lóð á vogarskálina og mikilvægur liður í því er stofnun nýs Rannsóknarseturs um norðurslóðir sem opnað verður á alþjóðlegri ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum á Hótel Sögu, 18. og 19. mars. Nýja rannsóknasetrinu (Centre for Arctic Policy Studies – CAPS) er ætlað að vera vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk ríkja, stofnana og óopinbera aðila í stjórnarháttum, menningu og samfélagi á norðurslóðum. Rannsóknasetrið mun starfa innan ramma Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands en leita jafnframt eftir samstarfi við aðra íslenska háskóla, íslensk og erlend rannsókna- og fræðasetur á sviði norðurslóðarannsókna, og við sérfræðinga í opinbera geiranum og einkageiranum á Íslandi og víðar. Sjálfbær stefna í málefnum norðurslóða Mikið liggur við að bregðast af skynsemi við þessum stærstu áskorunum okkar tíma og Ísland hefur margt fram að færa varðandi uppbyggingu þessa svæðis. Samvinna og þekking liggja því þó til grundvallar og þar brennur á að geta byggt á eigin rannsóknum og verið þannig sjálfbær í samfélagi þjóða. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknarseturs um norðurslóðir, og Margrét Cela, verkefnistjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknarseturs um norðurslóðir, og Margrét Cela, verkefnistjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Á meðan ís bráðnar á láði og legi brenna málefni norðurslóða æ heitar á alþjóðasamfélaginu. Þar má nefna stórvægilegar loftslagsbreytingar, öryggis- og friðarmál, hnattvæðingu, hugsanlega auðlindaupptöku og opnun sjóleiða. Öll tengjast þessi málefni innbyrðis og hafa vaxið mjög að mikilvægi undanfarin áratug. Á þeim tíma hafa ríkin átta sem tilheyra Norðurskautsráðinu öll markað sér opinbera stefnu er snýr að svæðinu. Enn fremur hafa mörg ríki sem ekki teljast til norðurslóðaríkja, sem og óopinberir aðilar, mikinn áhuga á aðkomu að svæðinu. Ísland á mikilla hagsmuna að gæta en hefur takmarkað bolmagn til að hafa áhrif á gang mála.Dulin auðlind Íslendingar hafa þó ýmislegt fram að færa. Ein slík auðlind, sem ekki fær alltaf mikla umfjöllun, eru þær margvíslegu rannsóknir á málefnum norðurslóða sem byggst hafa upp í íslensku háskólasamfélagi. Líkt og málefnin eru fjölþætt eru rannsóknirnar þverfaglegar og snúa meðal annars að sviðum hug- og félagsvísinda, verkfræði- og náttúruvísinda; sem og heilbrigðis- og menntavísindum. Mikilvægi þessara rannsókna fer aðeins vaxandi og ættu allir háskólar landsins að leggja sitt af mörkum. Rannsóknasetur í víðtæku samstarfi Háskóli Íslands leggur einnig sitt lóð á vogarskálina og mikilvægur liður í því er stofnun nýs Rannsóknarseturs um norðurslóðir sem opnað verður á alþjóðlegri ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum á Hótel Sögu, 18. og 19. mars. Nýja rannsóknasetrinu (Centre for Arctic Policy Studies – CAPS) er ætlað að vera vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk ríkja, stofnana og óopinbera aðila í stjórnarháttum, menningu og samfélagi á norðurslóðum. Rannsóknasetrið mun starfa innan ramma Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands en leita jafnframt eftir samstarfi við aðra íslenska háskóla, íslensk og erlend rannsókna- og fræðasetur á sviði norðurslóðarannsókna, og við sérfræðinga í opinbera geiranum og einkageiranum á Íslandi og víðar. Sjálfbær stefna í málefnum norðurslóða Mikið liggur við að bregðast af skynsemi við þessum stærstu áskorunum okkar tíma og Ísland hefur margt fram að færa varðandi uppbyggingu þessa svæðis. Samvinna og þekking liggja því þó til grundvallar og þar brennur á að geta byggt á eigin rannsóknum og verið þannig sjálfbær í samfélagi þjóða. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknarseturs um norðurslóðir, og Margrét Cela, verkefnistjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknarseturs um norðurslóðir, og Margrét Cela, verkefnistjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun