Fordómar fjötra Marta Mirjam Kristinsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar