Fleiri fréttir

Er heimilt að mismuna ef það einfaldar málið?

Edda H. Harðardóttir og í fæðingarorlofi frá því fyrir áramót skrifa

Í lok desember 2012 samþykkti Alþingi að hækka hámarksgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi úr kr. 300.000 í kr. 350.000. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla sjóðsins er orðin jafnhá og hún var fyrir skerðinguna sem núverandi ríkisstjórn framkvæmdi eftir kosningarnar 2009.

Af hverju stofnum við ekki Ofbeldisvarnaráð?

Stefán Ingi Stefánsson og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi skrifa

Ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi: Kynferðislegt ofbeldi, einelti, vanræksla og heimilisofbeldi.

Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt.

Fjármagnshöftin og kröfur í bú fallinna fjármálafyrirtækja

Arnór Sighvatsson og aðstoðarseðlabankastjóri skrifa

Því er stundum haldið fram að áætlun um losun fjármagnshafta hafi engan árangur borið, þau verði að losa strax, en í sömu andrá fullyrt að skrifa verði kröfur kröfuhafa/vogunarsjóða í bú fallinna fjármálafyrirtækja verulega niður.

Skaðleg áhrif niðurskurðar?

Eygló Ingadóttir og formaður hjúkrunarráðs á Landspítala skrifa

Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafnvel lengra.

Menntun og Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi

Guðlaug Kristjánsdóttir og formaður BHM skrifa

Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey&Company gaf út síðasta haust um hagvaxtarmöguleika Íslands er bent á að efla þurfi hinn alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, enda sé þar að finna mikla vaxtarmöguleika sem ekki eru háðir nýtingu náttúruauðlinda.

Jarðbundin sýn á orkulindir

Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa

Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun.

Stöndum vörð um VR

Stefán Einar Stefánsson formaður VR skrifar

Á árunum 2008 til 2011 gekk félagið okkar í gegnum mikið hremmingaskeið þar sem það varð á tímum næsta stjórnlaust. Innbyrðis átök og óeining réðu þar miklu og sömuleiðis tíð frumhlaup einstaklinga í fjölmiðlum. Það olli því að félagið missti traust og mælingar sýndu að mikill minnihluti félagsmanna taldi félagið rísa undir ábyrgð sinni.

Spillingin í Hæstarétti og stjórnarskráin

Gísli Tryggvason skrifar

Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið.

Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um.

Kristin gildi og lagasetningar

Lára Magnúsardóttir skrifar

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að lagasetning skyldi ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, en svo var hún svo dregin jafnharðan tilbaka. Gagnrýnendur sögðu það stríða gegn stjórnarskránni að trúarbrögð væru lögð til grundvallar lagasetningu og aðrir töluðu um afturhvarf til miðaldafyrirkomulags. Hvort tveggja er rétt – en þó ekki – en þessi umræða skapar tækifæri til að nefna nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi.

Formaður VR á að vera formaður allra félagsmanna

Ólafía B. Rafnsdóttir og frambjóðandi til formanns VR skrifa

Það eru blikur á lofti í íslensku samfélagi. Frá efnahagshruninu 2008 hafa launamenn tekið á sig gríðarlegar kjaraskerðingar og víða er orðið þröngt í búi. Ef fram heldur sem horfir mun barátta fyrir betri launum og meiri kaupmætti verða fyrirferðarmikil á næstu misserum.

Raunsæi Árna Páls

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands sætir árásum frá fólki sem segir hann hafa eyðilagt stjórnarskrármálið. Komið í veg fyrir að ný heildstæð stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar. Það er mikill misskilningur.

Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni

Heiðar Guðjónsson og hagfræðingur skrifa

Stærsta hagsmunamál almennings næstu vikurnar er hvernig haldið verður á samningum við erlenda kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna. Kröfuhafarnir leggja mikið á sig til að stýra opinberri umræðu og þrýsta á um hagstæða útkomu, þannig að þeir fái sem mest greitt í erlendum gjaldeyri.

Staða stjórnarskrármálsins

Bryndís Hlöðversdóttir og rektor Háskólans á Bifröst skrifa

Nú hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lýst því yfir að óraunhæft sé að klára stjórnarskrármálið fyrir kosningar.

Mannréttindi

Margrét K. Sverrisdóttir skrifar

Umræða um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur verið mikil í samfélaginu að undanförnu og hefur verið rætt um það hvernig best sé að tryggja börnum það öryggi og skjól sem þau eiga að búa við.

Máltíðir Miðjarðarhafsins

Teitur Guðmundsson skrifar

Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma.

Það þarf þjóð til að vernda barn

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Vanræksla er ein birtingarmynda ofbeldis gegn barni. Þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af, eða það getur leitt til skaða á þroska þess, er um vanrækslu að ræða. Vanræksla getur verið líkamleg, tilfinningaleg eða sálræn og vanræksla getur einnig snúið að umsjón og eftirliti varðandi nám. Þegar rætt er um vanrækslu er ekki átt við eitt og eitt skipti heldur síendurtekin atvik. Til dæmis

Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin

Össur Skarphéðinsson skrifar

Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin

Að trúa á ritskoðun

Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar

Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald.

Betri lánasjóður

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum.

Reykjanesfólkvangur eða Reykjanes Geopark

Róbert Ragnarsson skrifar

Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum.

Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði)

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið.

Ferðafrelsi – fyrir hverja?

Úrsúla Jünemann skrifar

Undanfarið hefur hávær hópur verið með greinar og heilsíðuauglýsingar í blöðunum um að efna til mótmæla: Umhverfisráðherra vogar sér að skerða frelsi manna til ferðalaga. Þar komu alls konar rök fram sem má skoða nánar.

Forgangröðun vegna fæðingarorlofs

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Það er rétt sem Ólafur Þ. Stephensen skrifar í forystugrein Fréttablaðsins sl. þriðjudag, um fæðingarorlofsmálin. Því eins og ritstjórinn bendir réttilega á:

Pólitískur áróður eða blaðamennska?

Ragnar Halldórsson skrifar

Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska.

Þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækið LSH

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Landspítali – háskólasjúkrahús er einn stærsti vinnustaður á Íslandi með yfir 4.600 starfsmenn. Stór hluti starfsmanna er sérfræðimenntaður hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðinga, líffræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, sálfræðinga, félagsfræðinga, eðlisfræðinga eða verkfræðinga. Landspítalinn er jafnframt ein stærsta mennta- og vísindastofnun landsins með yfir 1.300 nemendur, þar af marga í rannsóknartengdu framhaldsnámi.

Allt of lítill fyrirvari hjá Íslandspósti

Jón Axel Ólafsson skrifar

Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði.

Stoltur í „klámiðnaðinum“

Arnar Ingi Bragason skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar komu fram áætlanir ÍTR um að neita fyrirtæki, sem rekur íþróttamiðstöð þar sem líkamsrækt á súlu er stunduð, um aðild að frístundakorti ÍTR. Formaður ráðsins, Eva Einarsdóttir, hélt því fram að íþrótt þessi væri á „gráu svæði“ hvað varðar skilgreiningu 2.1.3 í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, en í grein 2.1.3 segir að „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Af þeim sökum er mikilvægt að sporna áfram gegn rekstri nektardansstaða í borginni“. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkir hlutir eru tengdir við þessa íþrótt og virðast sumir vera voða fljótir að tengja þetta við strippdans eða klám.

Sjá næstu 50 greinar