Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði) Inga Sigrún Atladóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar