Pólitískur áróður eða blaðamennska? Ragnar Halldórsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun