Fjármagnshöftin og kröfur í bú fallinna fjármálafyrirtækja Arnór Sighvatsson og aðstoðarseðlabankastjóri skrifa 7. mars 2013 06:00 Því er stundum haldið fram að áætlun um losun fjármagnshafta hafi engan árangur borið, þau verði að losa strax, en í sömu andrá fullyrt að skrifa verði kröfur kröfuhafa/vogunarsjóða í bú fallinna fjármálafyrirtækja verulega niður. Dæmi um málflutning af þessu tagi er grein sem Heiðar Guðjónsson skrifar í Fréttablaðið 5. mars sl. en þar segir: „Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðasamninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.“ Þessar fullyrðingar Heiðars fara í veigamiklum atriðum á svig við staðreyndir málsins og röklegt samhengi atburða. Rétt er því að taka eftirfarandi fram:Frumkvæði Seðlabankans 1. Það var að frumkvæði Seðlabankans sem bú fallinna fjármálafyrirtækja voru færð frekar undir lög um gjaldeyrismál (hér eftir gjaldeyrislög) í mars árið 2012. Hefði það ekki verið gert hefðu innlend stjórnvöld nú lítil tök á greiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna, sem gætu valdið umtalsverðum óstöðugleika á gjaldeyris- og fjármálamörkuðum verði ekki rétt staðið að málum. 2. Í meðförum Alþingis, undir þrýstingi frá slitastjórnum gömlu bankanna, voru sett inn undanþáguákvæði varðandi tilteknar gjaldeyrisinnstæður þrotabúanna í Seðlabanka Íslands (300 milljarðarnir sem HG talar um) og sú kvöð sett á Seðlabanka Íslands að setja almennar reglur sem myndu heimila útgreiðslur endurheimts gjaldeyris af erlendum eignum þrotabúanna. 3. Mótaðar hugmyndir um að ljúka slitum fallinna fjármálafyrirtækja með nauðarsamningi komu ekki fram fyrr en eftir að fyrrnefndar breytingar á gjaldeyrislögum urðu að veruleika, þótt sá möguleiki hafi vissulega verið viðraður af hálfu kröfuhafa. Hins vegar er ljóst að mikill meirihluti kröfuhafa hefur nú áhuga á því að ljúka slitum búanna með nauðasamningi. 4. Það er á valdi dómstóla en ekki Seðlabankans að samþykkja nauðasamninga. Nauðasamningur hefur hins vegar enga þýðingu fyrir kröfuhafa nema Seðlabankinn veiti undanþágur frá gjaldeyrislögum. Það og vilji kröfuhafa til ljúka slitum með nauðasamningi gefur færi á að tryggja að slitin verði með hætti sem ekki veldur óstöðugleika í gjaldeyrismálum og gæti þannig flýtt fyrir losun gjaldeyrishafta. 5. Þegar Seðlabankinn veitir undanþágur ber bankanum skv. lögum að horfa til tveggja meginsjónarmiða, annars vegar hagsmuna þess sem um undanþáguna biður og hins vegar þeirra áhrifa sem undanþága kann að hafa á stöðugleika í gengis- og peningamálum. Bankanum ber, með öðrum orðum, að horfa til málefnalegra raka við afgreiðslu undanþága. 6. Um hina fyrrnefndu hagsmuni þarf ekki að fjölyrða, en ljóst er að hægt er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum með öðru af tvennu, mjög löngum endurgreiðslutíma krafna sem búin eiga á innlenda aðila eða verulegri lækkun þeirra krafna í erlendum gjaldeyri mælt. Blanda af hvoru tveggja kemur einnig til greina. Seðlabankinn mun ekki samþykkja neina undanþágu sem teflir stöðugleika í gjaldeyrismálum eða fjármálastöðugleika í tvísýnu. Þetta vita fulltrúar kröfuhafa fullvel. 7. Ljóst er að verðmætustu innlendu eignir þrotabúanna eru tveir viðskiptabankar, Íslandsbanki og Arion, og skuldabréf á milli gamla og nýja Landsbanka. Eignarhald á bönkum varðar mikilvæga almannahagsmuni sem kallar á aðkomu pólitískra stjórnvalda. Seðlabankinn mun því ekki veita undanþágu vegna nauðarsamninga nema að undangengnu samráði við ríkisstjórn. Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, en þar er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið meti hæfi aðila til að fara með virka eignarhluti. Þeir sem telja hættu á því að bankarnir geti, þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði laga, fallið í hendur ótraustra aðila sem ekki hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi ættu að íhuga hvort ástæða sé til að skerpa ákvæði laga nr. 161/2002 um eignarhald fjármálafyrirtækja. 8. Að erlendir vogunarsjóðir (eða fjármálafyrirtæki sem að einhverju leyti gætu talist af því tagi) hafi eignast u.þ.b. helming krafna í bú fallinna fjármálafyrirtækja hefur enga lögformlega þýðingu og skiptir því litlu máli um framgang málsins. Um er að ræða kröfur á íslensk þrotabú sem lúta íslenskum lögum, þ.á m. lögum um gjaldþrotaskipti og gjaldeyrislögum, að því marki sem gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar á milli landa koma við sögu. Þau málefnalegu sjónarmið sem ráða för við hugsanlega veitingu undanþágu frá gjaldeyrislögum varða fyrst og fremst áhrif slitanna á gjaldeyris- og fjármálastöðugleika. Þar mun Seðlabankinn standa vörð um þjóðarhagsmuni og kalla eftir allri þeirri sérfræðiþekkingu, hvort heldur innan eða utan bankans, sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að markmiðum verði náð.Staðreyndir málsins Í umræðunni um slit fallinna fjármálafyrirtækja er mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalatriðum og staðreyndum máls. Ella er hætt við að umræðan hverfist um aukaatriði sem höfða fremur til tilfinninga fólks en rökvísi. Því er mikilvægt að þeir sem taka þátt í umræðunni kanni vel staðreyndir málsins áður en þeir geysast fram á ritvöllinn. Þannig stuðla þeir að hófstilltri og málefnalegri umræðu og breiðri samstöðu og sátt um hagsmuni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að áætlun um losun fjármagnshafta hafi engan árangur borið, þau verði að losa strax, en í sömu andrá fullyrt að skrifa verði kröfur kröfuhafa/vogunarsjóða í bú fallinna fjármálafyrirtækja verulega niður. Dæmi um málflutning af þessu tagi er grein sem Heiðar Guðjónsson skrifar í Fréttablaðið 5. mars sl. en þar segir: „Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðasamninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.“ Þessar fullyrðingar Heiðars fara í veigamiklum atriðum á svig við staðreyndir málsins og röklegt samhengi atburða. Rétt er því að taka eftirfarandi fram:Frumkvæði Seðlabankans 1. Það var að frumkvæði Seðlabankans sem bú fallinna fjármálafyrirtækja voru færð frekar undir lög um gjaldeyrismál (hér eftir gjaldeyrislög) í mars árið 2012. Hefði það ekki verið gert hefðu innlend stjórnvöld nú lítil tök á greiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna, sem gætu valdið umtalsverðum óstöðugleika á gjaldeyris- og fjármálamörkuðum verði ekki rétt staðið að málum. 2. Í meðförum Alþingis, undir þrýstingi frá slitastjórnum gömlu bankanna, voru sett inn undanþáguákvæði varðandi tilteknar gjaldeyrisinnstæður þrotabúanna í Seðlabanka Íslands (300 milljarðarnir sem HG talar um) og sú kvöð sett á Seðlabanka Íslands að setja almennar reglur sem myndu heimila útgreiðslur endurheimts gjaldeyris af erlendum eignum þrotabúanna. 3. Mótaðar hugmyndir um að ljúka slitum fallinna fjármálafyrirtækja með nauðarsamningi komu ekki fram fyrr en eftir að fyrrnefndar breytingar á gjaldeyrislögum urðu að veruleika, þótt sá möguleiki hafi vissulega verið viðraður af hálfu kröfuhafa. Hins vegar er ljóst að mikill meirihluti kröfuhafa hefur nú áhuga á því að ljúka slitum búanna með nauðasamningi. 4. Það er á valdi dómstóla en ekki Seðlabankans að samþykkja nauðasamninga. Nauðasamningur hefur hins vegar enga þýðingu fyrir kröfuhafa nema Seðlabankinn veiti undanþágur frá gjaldeyrislögum. Það og vilji kröfuhafa til ljúka slitum með nauðasamningi gefur færi á að tryggja að slitin verði með hætti sem ekki veldur óstöðugleika í gjaldeyrismálum og gæti þannig flýtt fyrir losun gjaldeyrishafta. 5. Þegar Seðlabankinn veitir undanþágur ber bankanum skv. lögum að horfa til tveggja meginsjónarmiða, annars vegar hagsmuna þess sem um undanþáguna biður og hins vegar þeirra áhrifa sem undanþága kann að hafa á stöðugleika í gengis- og peningamálum. Bankanum ber, með öðrum orðum, að horfa til málefnalegra raka við afgreiðslu undanþága. 6. Um hina fyrrnefndu hagsmuni þarf ekki að fjölyrða, en ljóst er að hægt er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum með öðru af tvennu, mjög löngum endurgreiðslutíma krafna sem búin eiga á innlenda aðila eða verulegri lækkun þeirra krafna í erlendum gjaldeyri mælt. Blanda af hvoru tveggja kemur einnig til greina. Seðlabankinn mun ekki samþykkja neina undanþágu sem teflir stöðugleika í gjaldeyrismálum eða fjármálastöðugleika í tvísýnu. Þetta vita fulltrúar kröfuhafa fullvel. 7. Ljóst er að verðmætustu innlendu eignir þrotabúanna eru tveir viðskiptabankar, Íslandsbanki og Arion, og skuldabréf á milli gamla og nýja Landsbanka. Eignarhald á bönkum varðar mikilvæga almannahagsmuni sem kallar á aðkomu pólitískra stjórnvalda. Seðlabankinn mun því ekki veita undanþágu vegna nauðarsamninga nema að undangengnu samráði við ríkisstjórn. Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, en þar er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið meti hæfi aðila til að fara með virka eignarhluti. Þeir sem telja hættu á því að bankarnir geti, þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði laga, fallið í hendur ótraustra aðila sem ekki hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi ættu að íhuga hvort ástæða sé til að skerpa ákvæði laga nr. 161/2002 um eignarhald fjármálafyrirtækja. 8. Að erlendir vogunarsjóðir (eða fjármálafyrirtæki sem að einhverju leyti gætu talist af því tagi) hafi eignast u.þ.b. helming krafna í bú fallinna fjármálafyrirtækja hefur enga lögformlega þýðingu og skiptir því litlu máli um framgang málsins. Um er að ræða kröfur á íslensk þrotabú sem lúta íslenskum lögum, þ.á m. lögum um gjaldþrotaskipti og gjaldeyrislögum, að því marki sem gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar á milli landa koma við sögu. Þau málefnalegu sjónarmið sem ráða för við hugsanlega veitingu undanþágu frá gjaldeyrislögum varða fyrst og fremst áhrif slitanna á gjaldeyris- og fjármálastöðugleika. Þar mun Seðlabankinn standa vörð um þjóðarhagsmuni og kalla eftir allri þeirri sérfræðiþekkingu, hvort heldur innan eða utan bankans, sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að markmiðum verði náð.Staðreyndir málsins Í umræðunni um slit fallinna fjármálafyrirtækja er mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalatriðum og staðreyndum máls. Ella er hætt við að umræðan hverfist um aukaatriði sem höfða fremur til tilfinninga fólks en rökvísi. Því er mikilvægt að þeir sem taka þátt í umræðunni kanni vel staðreyndir málsins áður en þeir geysast fram á ritvöllinn. Þannig stuðla þeir að hófstilltri og málefnalegri umræðu og breiðri samstöðu og sátt um hagsmuni Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun