Fjármagnshöftin og kröfur í bú fallinna fjármálafyrirtækja Arnór Sighvatsson og aðstoðarseðlabankastjóri skrifa 7. mars 2013 06:00 Því er stundum haldið fram að áætlun um losun fjármagnshafta hafi engan árangur borið, þau verði að losa strax, en í sömu andrá fullyrt að skrifa verði kröfur kröfuhafa/vogunarsjóða í bú fallinna fjármálafyrirtækja verulega niður. Dæmi um málflutning af þessu tagi er grein sem Heiðar Guðjónsson skrifar í Fréttablaðið 5. mars sl. en þar segir: „Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðasamninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.“ Þessar fullyrðingar Heiðars fara í veigamiklum atriðum á svig við staðreyndir málsins og röklegt samhengi atburða. Rétt er því að taka eftirfarandi fram:Frumkvæði Seðlabankans 1. Það var að frumkvæði Seðlabankans sem bú fallinna fjármálafyrirtækja voru færð frekar undir lög um gjaldeyrismál (hér eftir gjaldeyrislög) í mars árið 2012. Hefði það ekki verið gert hefðu innlend stjórnvöld nú lítil tök á greiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna, sem gætu valdið umtalsverðum óstöðugleika á gjaldeyris- og fjármálamörkuðum verði ekki rétt staðið að málum. 2. Í meðförum Alþingis, undir þrýstingi frá slitastjórnum gömlu bankanna, voru sett inn undanþáguákvæði varðandi tilteknar gjaldeyrisinnstæður þrotabúanna í Seðlabanka Íslands (300 milljarðarnir sem HG talar um) og sú kvöð sett á Seðlabanka Íslands að setja almennar reglur sem myndu heimila útgreiðslur endurheimts gjaldeyris af erlendum eignum þrotabúanna. 3. Mótaðar hugmyndir um að ljúka slitum fallinna fjármálafyrirtækja með nauðarsamningi komu ekki fram fyrr en eftir að fyrrnefndar breytingar á gjaldeyrislögum urðu að veruleika, þótt sá möguleiki hafi vissulega verið viðraður af hálfu kröfuhafa. Hins vegar er ljóst að mikill meirihluti kröfuhafa hefur nú áhuga á því að ljúka slitum búanna með nauðasamningi. 4. Það er á valdi dómstóla en ekki Seðlabankans að samþykkja nauðasamninga. Nauðasamningur hefur hins vegar enga þýðingu fyrir kröfuhafa nema Seðlabankinn veiti undanþágur frá gjaldeyrislögum. Það og vilji kröfuhafa til ljúka slitum með nauðasamningi gefur færi á að tryggja að slitin verði með hætti sem ekki veldur óstöðugleika í gjaldeyrismálum og gæti þannig flýtt fyrir losun gjaldeyrishafta. 5. Þegar Seðlabankinn veitir undanþágur ber bankanum skv. lögum að horfa til tveggja meginsjónarmiða, annars vegar hagsmuna þess sem um undanþáguna biður og hins vegar þeirra áhrifa sem undanþága kann að hafa á stöðugleika í gengis- og peningamálum. Bankanum ber, með öðrum orðum, að horfa til málefnalegra raka við afgreiðslu undanþága. 6. Um hina fyrrnefndu hagsmuni þarf ekki að fjölyrða, en ljóst er að hægt er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum með öðru af tvennu, mjög löngum endurgreiðslutíma krafna sem búin eiga á innlenda aðila eða verulegri lækkun þeirra krafna í erlendum gjaldeyri mælt. Blanda af hvoru tveggja kemur einnig til greina. Seðlabankinn mun ekki samþykkja neina undanþágu sem teflir stöðugleika í gjaldeyrismálum eða fjármálastöðugleika í tvísýnu. Þetta vita fulltrúar kröfuhafa fullvel. 7. Ljóst er að verðmætustu innlendu eignir þrotabúanna eru tveir viðskiptabankar, Íslandsbanki og Arion, og skuldabréf á milli gamla og nýja Landsbanka. Eignarhald á bönkum varðar mikilvæga almannahagsmuni sem kallar á aðkomu pólitískra stjórnvalda. Seðlabankinn mun því ekki veita undanþágu vegna nauðarsamninga nema að undangengnu samráði við ríkisstjórn. Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, en þar er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið meti hæfi aðila til að fara með virka eignarhluti. Þeir sem telja hættu á því að bankarnir geti, þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði laga, fallið í hendur ótraustra aðila sem ekki hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi ættu að íhuga hvort ástæða sé til að skerpa ákvæði laga nr. 161/2002 um eignarhald fjármálafyrirtækja. 8. Að erlendir vogunarsjóðir (eða fjármálafyrirtæki sem að einhverju leyti gætu talist af því tagi) hafi eignast u.þ.b. helming krafna í bú fallinna fjármálafyrirtækja hefur enga lögformlega þýðingu og skiptir því litlu máli um framgang málsins. Um er að ræða kröfur á íslensk þrotabú sem lúta íslenskum lögum, þ.á m. lögum um gjaldþrotaskipti og gjaldeyrislögum, að því marki sem gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar á milli landa koma við sögu. Þau málefnalegu sjónarmið sem ráða för við hugsanlega veitingu undanþágu frá gjaldeyrislögum varða fyrst og fremst áhrif slitanna á gjaldeyris- og fjármálastöðugleika. Þar mun Seðlabankinn standa vörð um þjóðarhagsmuni og kalla eftir allri þeirri sérfræðiþekkingu, hvort heldur innan eða utan bankans, sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að markmiðum verði náð.Staðreyndir málsins Í umræðunni um slit fallinna fjármálafyrirtækja er mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalatriðum og staðreyndum máls. Ella er hætt við að umræðan hverfist um aukaatriði sem höfða fremur til tilfinninga fólks en rökvísi. Því er mikilvægt að þeir sem taka þátt í umræðunni kanni vel staðreyndir málsins áður en þeir geysast fram á ritvöllinn. Þannig stuðla þeir að hófstilltri og málefnalegri umræðu og breiðri samstöðu og sátt um hagsmuni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að áætlun um losun fjármagnshafta hafi engan árangur borið, þau verði að losa strax, en í sömu andrá fullyrt að skrifa verði kröfur kröfuhafa/vogunarsjóða í bú fallinna fjármálafyrirtækja verulega niður. Dæmi um málflutning af þessu tagi er grein sem Heiðar Guðjónsson skrifar í Fréttablaðið 5. mars sl. en þar segir: „Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðasamninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.“ Þessar fullyrðingar Heiðars fara í veigamiklum atriðum á svig við staðreyndir málsins og röklegt samhengi atburða. Rétt er því að taka eftirfarandi fram:Frumkvæði Seðlabankans 1. Það var að frumkvæði Seðlabankans sem bú fallinna fjármálafyrirtækja voru færð frekar undir lög um gjaldeyrismál (hér eftir gjaldeyrislög) í mars árið 2012. Hefði það ekki verið gert hefðu innlend stjórnvöld nú lítil tök á greiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna, sem gætu valdið umtalsverðum óstöðugleika á gjaldeyris- og fjármálamörkuðum verði ekki rétt staðið að málum. 2. Í meðförum Alþingis, undir þrýstingi frá slitastjórnum gömlu bankanna, voru sett inn undanþáguákvæði varðandi tilteknar gjaldeyrisinnstæður þrotabúanna í Seðlabanka Íslands (300 milljarðarnir sem HG talar um) og sú kvöð sett á Seðlabanka Íslands að setja almennar reglur sem myndu heimila útgreiðslur endurheimts gjaldeyris af erlendum eignum þrotabúanna. 3. Mótaðar hugmyndir um að ljúka slitum fallinna fjármálafyrirtækja með nauðarsamningi komu ekki fram fyrr en eftir að fyrrnefndar breytingar á gjaldeyrislögum urðu að veruleika, þótt sá möguleiki hafi vissulega verið viðraður af hálfu kröfuhafa. Hins vegar er ljóst að mikill meirihluti kröfuhafa hefur nú áhuga á því að ljúka slitum búanna með nauðasamningi. 4. Það er á valdi dómstóla en ekki Seðlabankans að samþykkja nauðasamninga. Nauðasamningur hefur hins vegar enga þýðingu fyrir kröfuhafa nema Seðlabankinn veiti undanþágur frá gjaldeyrislögum. Það og vilji kröfuhafa til ljúka slitum með nauðasamningi gefur færi á að tryggja að slitin verði með hætti sem ekki veldur óstöðugleika í gjaldeyrismálum og gæti þannig flýtt fyrir losun gjaldeyrishafta. 5. Þegar Seðlabankinn veitir undanþágur ber bankanum skv. lögum að horfa til tveggja meginsjónarmiða, annars vegar hagsmuna þess sem um undanþáguna biður og hins vegar þeirra áhrifa sem undanþága kann að hafa á stöðugleika í gengis- og peningamálum. Bankanum ber, með öðrum orðum, að horfa til málefnalegra raka við afgreiðslu undanþága. 6. Um hina fyrrnefndu hagsmuni þarf ekki að fjölyrða, en ljóst er að hægt er að tryggja stöðugleika í gjaldeyrismálum með öðru af tvennu, mjög löngum endurgreiðslutíma krafna sem búin eiga á innlenda aðila eða verulegri lækkun þeirra krafna í erlendum gjaldeyri mælt. Blanda af hvoru tveggja kemur einnig til greina. Seðlabankinn mun ekki samþykkja neina undanþágu sem teflir stöðugleika í gjaldeyrismálum eða fjármálastöðugleika í tvísýnu. Þetta vita fulltrúar kröfuhafa fullvel. 7. Ljóst er að verðmætustu innlendu eignir þrotabúanna eru tveir viðskiptabankar, Íslandsbanki og Arion, og skuldabréf á milli gamla og nýja Landsbanka. Eignarhald á bönkum varðar mikilvæga almannahagsmuni sem kallar á aðkomu pólitískra stjórnvalda. Seðlabankinn mun því ekki veita undanþágu vegna nauðarsamninga nema að undangengnu samráði við ríkisstjórn. Í lögum um fjármálafyrirtæki eru ákvæði um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum, en þar er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið meti hæfi aðila til að fara með virka eignarhluti. Þeir sem telja hættu á því að bankarnir geti, þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði laga, fallið í hendur ótraustra aðila sem ekki hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi ættu að íhuga hvort ástæða sé til að skerpa ákvæði laga nr. 161/2002 um eignarhald fjármálafyrirtækja. 8. Að erlendir vogunarsjóðir (eða fjármálafyrirtæki sem að einhverju leyti gætu talist af því tagi) hafi eignast u.þ.b. helming krafna í bú fallinna fjármálafyrirtækja hefur enga lögformlega þýðingu og skiptir því litlu máli um framgang málsins. Um er að ræða kröfur á íslensk þrotabú sem lúta íslenskum lögum, þ.á m. lögum um gjaldþrotaskipti og gjaldeyrislögum, að því marki sem gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar á milli landa koma við sögu. Þau málefnalegu sjónarmið sem ráða för við hugsanlega veitingu undanþágu frá gjaldeyrislögum varða fyrst og fremst áhrif slitanna á gjaldeyris- og fjármálastöðugleika. Þar mun Seðlabankinn standa vörð um þjóðarhagsmuni og kalla eftir allri þeirri sérfræðiþekkingu, hvort heldur innan eða utan bankans, sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að markmiðum verði náð.Staðreyndir málsins Í umræðunni um slit fallinna fjármálafyrirtækja er mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalatriðum og staðreyndum máls. Ella er hætt við að umræðan hverfist um aukaatriði sem höfða fremur til tilfinninga fólks en rökvísi. Því er mikilvægt að þeir sem taka þátt í umræðunni kanni vel staðreyndir málsins áður en þeir geysast fram á ritvöllinn. Þannig stuðla þeir að hófstilltri og málefnalegri umræðu og breiðri samstöðu og sátt um hagsmuni Íslands.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar