Staða stjórnarskrármálsins Bryndís Hlöðversdóttir og rektor Háskólans á Bifröst skrifa 5. mars 2013 06:00 Nú hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lýst því yfir að óraunhæft sé að klára stjórnarskrármálið fyrir kosningar. Líklega geta flestir verið sammála um að þar hafi orðið tímamót í umræðunni um stjórnarskrána, þótt fólk greini á um hvort þau felist í svikum Árna Páls við málstaðinn eða raunhæfu mati hans á stöðu málsins. Það er vandasamt fyrir þingið sem nú situr að ljúka stjórnarskrármálinu svo sómi sé að, en í mínum huga er mikilvægt að fylkingarnar á Alþingi horfist í augu við það að setjast þarf við samningaborð um málið og vinna það áfram á nýjum grundvelli.Samvinna um nýja sátt Það blasir við að leið þeirra sem vilja klára málið strax verður málinu ekki til farsældar, því sú almenna sátt sem nauðsynlegt er að hafa um stjórnarskrá er ekki til staðar um það frumvarp sem nú liggur frammi og ólíklegt að nýtt þing myndi staðfesta þá stjórnarskrá. Þá er jafn skýrt að vilji þeirra sem helst vilja drepa málið alveg mun ekki ná fram að ganga, um það verður ekki heldur nein sátt. Því fyrr sem fólk horfist í augu við þessa staðreynd, því betra. Þess vegna fagna ég þessu útspili formanns Samfylkingarinnar í málinu og vona að leiðtogar annarra flokka taki þessari nýju stöðu fagnandi og setjist við samningaborð. Forysta Samfylkingarinnar sýnir kjark með því að lýsa yfir vilja til að taka málið upp úr þeim hjólförum sem það hefur verið í. Upphrópanir á borð við þær að nánast gjörvöll stétt lögfræðinga í landinu og stór hluti stjórnmálafræðinga sé hluti af valdaelítu og klíkusamfélagi eru ekki boðlegar í stjórnmálaumræðu. Það er fáheyrð staða að stór hluti þeirra fræðimanna sem hafa það að atvinnu sinni að skýra eða fjalla um stjórnarskrá skuli telja frumvarpið óviðunandi grundvöll að stjórnarskrá. Í slíkri stöðu er rétt að staldra við í stað þess að blása á viðvörunarraddirnar og stimpla alla slíka einstaklinga sem svikara eða hluta af spilltri valdaelítu.Hvað gera aðrir flokkar? Nú þegar formaður Samfylkingarinnar hefur lýst þessari sýn á málið er mikilvægt að aðrir flokksformenn sýni ábyrgð og átti sig á því að þeir hafa hlutverki að gegna í framþróun málsins. Það verður heldur engin sátt um það að kasta öllu því á glæ sem hingað til hefur verið unnið. Ríkisstjórn sem myndi henda stjórnlagaráðstillögunum eftir kosningar og ákveða að ekki þyrfti yfir höfuð að breyta stjórnarskránni færi jafn mikið vill vegar og þeir sem vilja berja málið í gegn í þeim ágreiningi sem það er núna. Um slíka niðurstöðu yrði aldrei nein sátt heldur, auk þess sem það er óskynsamlegt að nýta ekki þá vinnu sem lögð hefur verið í málið hingað til. Það skynsamlegasta í stöðunni núna er að setja málið í tiltekinn farveg, sem verði leiddur til lykta á næsta kjörtímabili. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að menn séu að binda hendur næsta þings, það gætu menn ekki heldur gert ef þeir berðu málið í gegn. Næsta þing hefur alltaf lokaorðið í málinu, hver sem niðurstaðan verður á þessu þingi. Næsta þing gæti ákveðið að staðfesta ekki hina nýju stjórnarskrá, jafnvel þótt hún yrði samþykkt á þessu þingi, og þá yrði ekki til nein ný stjórnarskrá. Nú er kallað eftir því að allir stjórnmálaflokkar leiti að nýrri leið sem gæti orðið grundvöllur sátta í samfélaginu og að langlífri og góðri stjórnarskrá. Það væri svo sannarlega frískandi að sjá stjórnmálaleiðtoga okkar sýna kjark og þor til að taka ákvörðun um að vinna málið áfram á nýjum grundvelli, landi og þjóð til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lýst því yfir að óraunhæft sé að klára stjórnarskrármálið fyrir kosningar. Líklega geta flestir verið sammála um að þar hafi orðið tímamót í umræðunni um stjórnarskrána, þótt fólk greini á um hvort þau felist í svikum Árna Páls við málstaðinn eða raunhæfu mati hans á stöðu málsins. Það er vandasamt fyrir þingið sem nú situr að ljúka stjórnarskrármálinu svo sómi sé að, en í mínum huga er mikilvægt að fylkingarnar á Alþingi horfist í augu við það að setjast þarf við samningaborð um málið og vinna það áfram á nýjum grundvelli.Samvinna um nýja sátt Það blasir við að leið þeirra sem vilja klára málið strax verður málinu ekki til farsældar, því sú almenna sátt sem nauðsynlegt er að hafa um stjórnarskrá er ekki til staðar um það frumvarp sem nú liggur frammi og ólíklegt að nýtt þing myndi staðfesta þá stjórnarskrá. Þá er jafn skýrt að vilji þeirra sem helst vilja drepa málið alveg mun ekki ná fram að ganga, um það verður ekki heldur nein sátt. Því fyrr sem fólk horfist í augu við þessa staðreynd, því betra. Þess vegna fagna ég þessu útspili formanns Samfylkingarinnar í málinu og vona að leiðtogar annarra flokka taki þessari nýju stöðu fagnandi og setjist við samningaborð. Forysta Samfylkingarinnar sýnir kjark með því að lýsa yfir vilja til að taka málið upp úr þeim hjólförum sem það hefur verið í. Upphrópanir á borð við þær að nánast gjörvöll stétt lögfræðinga í landinu og stór hluti stjórnmálafræðinga sé hluti af valdaelítu og klíkusamfélagi eru ekki boðlegar í stjórnmálaumræðu. Það er fáheyrð staða að stór hluti þeirra fræðimanna sem hafa það að atvinnu sinni að skýra eða fjalla um stjórnarskrá skuli telja frumvarpið óviðunandi grundvöll að stjórnarskrá. Í slíkri stöðu er rétt að staldra við í stað þess að blása á viðvörunarraddirnar og stimpla alla slíka einstaklinga sem svikara eða hluta af spilltri valdaelítu.Hvað gera aðrir flokkar? Nú þegar formaður Samfylkingarinnar hefur lýst þessari sýn á málið er mikilvægt að aðrir flokksformenn sýni ábyrgð og átti sig á því að þeir hafa hlutverki að gegna í framþróun málsins. Það verður heldur engin sátt um það að kasta öllu því á glæ sem hingað til hefur verið unnið. Ríkisstjórn sem myndi henda stjórnlagaráðstillögunum eftir kosningar og ákveða að ekki þyrfti yfir höfuð að breyta stjórnarskránni færi jafn mikið vill vegar og þeir sem vilja berja málið í gegn í þeim ágreiningi sem það er núna. Um slíka niðurstöðu yrði aldrei nein sátt heldur, auk þess sem það er óskynsamlegt að nýta ekki þá vinnu sem lögð hefur verið í málið hingað til. Það skynsamlegasta í stöðunni núna er að setja málið í tiltekinn farveg, sem verði leiddur til lykta á næsta kjörtímabili. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að menn séu að binda hendur næsta þings, það gætu menn ekki heldur gert ef þeir berðu málið í gegn. Næsta þing hefur alltaf lokaorðið í málinu, hver sem niðurstaðan verður á þessu þingi. Næsta þing gæti ákveðið að staðfesta ekki hina nýju stjórnarskrá, jafnvel þótt hún yrði samþykkt á þessu þingi, og þá yrði ekki til nein ný stjórnarskrá. Nú er kallað eftir því að allir stjórnmálaflokkar leiti að nýrri leið sem gæti orðið grundvöllur sátta í samfélaginu og að langlífri og góðri stjórnarskrá. Það væri svo sannarlega frískandi að sjá stjórnmálaleiðtoga okkar sýna kjark og þor til að taka ákvörðun um að vinna málið áfram á nýjum grundvelli, landi og þjóð til heilla.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun