Það þarf þjóð til að vernda barn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 4. mars 2013 06:00 Vanræksla er ein birtingarmynda ofbeldis gegn barni. Þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af, eða það getur leitt til skaða á þroska þess, er um vanrækslu að ræða. Vanræksla getur verið líkamleg, tilfinningaleg eða sálræn og vanræksla getur einnig snúið að umsjón og eftirliti varðandi nám. Þegar rætt er um vanrækslu er ekki átt við eitt og eitt skipti heldur síendurtekin atvik. Til dæmis telst til vanrækslu ef sex ára gamalt barn kemur ítrekað of seint í skóla, kemur þangað óhreint eða í skítugum fötum dag eftir dag eða fær ekki næga hvíld að staðaldri. Foreldrar bera einfaldlega ábyrgð á að þessir þættir séu í lagi. Vanræksla getur orðið til þess að barn getur dregist aftur úr jafnöldrum sínum á mismunandi hátt, átt erfiðara með að leysa úr vandamálum og árangur þess í skóla orðið slakari. Einnig getur vanræksla orðið til þess að barn verði berskjaldaðra fyrir öðru ofbeldi, s.s. kynferðisofbeldi. Vanræksla getur því valdið varanlegum skaða bæði andlega og líkamlega. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum skylda að tilkynna til viðkomandi barnaverndarnefndar, neyðarlínu 112 eða lögreglu, grun um að barn sé beitt ofbeldi eða það búi við óviðunandi aðstæður. Því miður er raunin oft sú að þessari skyldu er ekki framfylgt. Hafa má í huga að sá sem tilkynnir getur óskað eftir nafnleynd gagnvart öðrum en barnaverndarstarfsmanni. Barnið á ávallt að njóta vafans og það er hlutverk fagfólksins að meta hvort aðbúnaði barnsins er ábótavant. Á vef samtakanna, www.barnaheill.is/verndumborn má finna nánari upplýsingar um vernd barna gegn ofbeldi, hvernig þekkja má einkennin og hvernig bregðast skuli við. Það er bæði siðferðisleg og lagaleg skylda okkar að tilkynna um grun á ofbeldi eða vanrækslu gegn barni. Það þarf þjóð til að vernda barn. Nú stendur yfir átakið Út að borða fyrir börnin þar sem sextán veitingastaðir og viðskiptavinir þeirra styðja vernd barna gegn ofbeldi með því að gefa hluta af verði valinna rétta til verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vanræksla er ein birtingarmynda ofbeldis gegn barni. Þegar þörfum barns er ekki sinnt nægjanlega þannig að barninu er búin hætta af, eða það getur leitt til skaða á þroska þess, er um vanrækslu að ræða. Vanræksla getur verið líkamleg, tilfinningaleg eða sálræn og vanræksla getur einnig snúið að umsjón og eftirliti varðandi nám. Þegar rætt er um vanrækslu er ekki átt við eitt og eitt skipti heldur síendurtekin atvik. Til dæmis telst til vanrækslu ef sex ára gamalt barn kemur ítrekað of seint í skóla, kemur þangað óhreint eða í skítugum fötum dag eftir dag eða fær ekki næga hvíld að staðaldri. Foreldrar bera einfaldlega ábyrgð á að þessir þættir séu í lagi. Vanræksla getur orðið til þess að barn getur dregist aftur úr jafnöldrum sínum á mismunandi hátt, átt erfiðara með að leysa úr vandamálum og árangur þess í skóla orðið slakari. Einnig getur vanræksla orðið til þess að barn verði berskjaldaðra fyrir öðru ofbeldi, s.s. kynferðisofbeldi. Vanræksla getur því valdið varanlegum skaða bæði andlega og líkamlega. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum skylda að tilkynna til viðkomandi barnaverndarnefndar, neyðarlínu 112 eða lögreglu, grun um að barn sé beitt ofbeldi eða það búi við óviðunandi aðstæður. Því miður er raunin oft sú að þessari skyldu er ekki framfylgt. Hafa má í huga að sá sem tilkynnir getur óskað eftir nafnleynd gagnvart öðrum en barnaverndarstarfsmanni. Barnið á ávallt að njóta vafans og það er hlutverk fagfólksins að meta hvort aðbúnaði barnsins er ábótavant. Á vef samtakanna, www.barnaheill.is/verndumborn má finna nánari upplýsingar um vernd barna gegn ofbeldi, hvernig þekkja má einkennin og hvernig bregðast skuli við. Það er bæði siðferðisleg og lagaleg skylda okkar að tilkynna um grun á ofbeldi eða vanrækslu gegn barni. Það þarf þjóð til að vernda barn. Nú stendur yfir átakið Út að borða fyrir börnin þar sem sextán veitingastaðir og viðskiptavinir þeirra styðja vernd barna gegn ofbeldi með því að gefa hluta af verði valinna rétta til verkefna Barnaheilla.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar