Reykjanesfólkvangur eða Reykjanes Geopark Róbert Ragnarsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar