Skaðleg áhrif niðurskurðar? Eygló Ingadóttir og formaður hjúkrunarráðs á Landspítala skrifa 7. mars 2013 06:00 Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafnvel lengra. Þegar afleiðingar niðurskurðar fara að sjást í gögnum þá er það vegna þess að lífi og heilsu fólks hefur verið stefnt í voða. Það þarf að hafa gerst mörgum sinnum til þess að koma fram í marktækum tölulegum upplýsingum. Þess vegna þurfa heilbrigðisyfirvöld að leggja við hlustir þegar hver heilbrigðisstarfsmaðurinn á fætur öðrum varar við ástandinu. Þið verðið að trúa okkur og bregðast við áður en það er um seinan.Skaðlegur niðurskurður Ég vil benda á nokkur dæmi um skaðleg áhrif niðurskurðar á Landspítala. -Fárveikir sjúklingar liggja á göngum þar sem erfitt er að hvílast og ná bata. -Sjúklingar eru færðir fram og til baka um spítalann. Oft er ekki pláss á þeim deildum þar sem sérþekking á viðkomandi sjúkdómi er til staðar. Fyrir vikið verður meðferðin ekki eins markviss. -Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna er ekki virtur og margir neyðast til að vinna lengur en þeir vilja eða geta. Oft eru þeir með umsjón yfir fleiri sjúklingum en þeir ráða við. Þreyttir og yfirkeyrðir starfsmenn eru líklegri til að gera mistök. -Sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er, stundum of fljótt. -Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna vegna álags og kjaramála. Það leiðir til þess að við missum fært fagfólk frá spítalanum. -Tækjabúnaður er gamall og úr sér genginn. Fresta þarf rannsóknum og aðgerðum af þeim sökum. -Biðlistar hafa lengst. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar. Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðiskerfisins. Of mikið hefur verið hagrætt á Landspítala og langlundargeð starfsmanna er á þrotum. Það mun kosta tíma og peninga að byggja aftur upp þjónustuna og snúa þessari óheillaþróun við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafnvel lengra. Þegar afleiðingar niðurskurðar fara að sjást í gögnum þá er það vegna þess að lífi og heilsu fólks hefur verið stefnt í voða. Það þarf að hafa gerst mörgum sinnum til þess að koma fram í marktækum tölulegum upplýsingum. Þess vegna þurfa heilbrigðisyfirvöld að leggja við hlustir þegar hver heilbrigðisstarfsmaðurinn á fætur öðrum varar við ástandinu. Þið verðið að trúa okkur og bregðast við áður en það er um seinan.Skaðlegur niðurskurður Ég vil benda á nokkur dæmi um skaðleg áhrif niðurskurðar á Landspítala. -Fárveikir sjúklingar liggja á göngum þar sem erfitt er að hvílast og ná bata. -Sjúklingar eru færðir fram og til baka um spítalann. Oft er ekki pláss á þeim deildum þar sem sérþekking á viðkomandi sjúkdómi er til staðar. Fyrir vikið verður meðferðin ekki eins markviss. -Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna er ekki virtur og margir neyðast til að vinna lengur en þeir vilja eða geta. Oft eru þeir með umsjón yfir fleiri sjúklingum en þeir ráða við. Þreyttir og yfirkeyrðir starfsmenn eru líklegri til að gera mistök. -Sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er, stundum of fljótt. -Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna vegna álags og kjaramála. Það leiðir til þess að við missum fært fagfólk frá spítalanum. -Tækjabúnaður er gamall og úr sér genginn. Fresta þarf rannsóknum og aðgerðum af þeim sökum. -Biðlistar hafa lengst. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar. Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðiskerfisins. Of mikið hefur verið hagrætt á Landspítala og langlundargeð starfsmanna er á þrotum. Það mun kosta tíma og peninga að byggja aftur upp þjónustuna og snúa þessari óheillaþróun við.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar