Spillingin í Hæstarétti og stjórnarskráin Gísli Tryggvason skrifar 6. mars 2013 06:00 Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar