Kristin gildi og lagasetningar Lára Magnúsardóttir skrifar 6. mars 2013 06:00 Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að lagasetning skyldi ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, en svo var hún svo dregin jafnharðan tilbaka. Gagnrýnendur sögðu það stríða gegn stjórnarskránni að trúarbrögð væru lögð til grundvallar lagasetningu og aðrir töluðu um afturhvarf til miðaldafyrirkomulags. Hvort tveggja er rétt – en þó ekki – en þessi umræða skapar tækifæri til að nefna nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekki getið sérstaklega um bann við trúarlegum grunni lagasetningar, í raun er ekki að finna í henni ákvæði um hvaðan eigi að draga lögin. Ef hugtakið stjórnarskrá er skilið þeim skilningi að einfaldlega sé um að ræða grunnlög í ríki, væri mögulegt að túlka þögn stjórnarskrárinnar um undirstöður lagasetningar sem leyfi til þess að gera nánast hvað sem er. Ef hugtakið er hins vegar sett í samhengi við þá hugmyndafræðilegu og pólitísku þróun sem kennd er við upplýsingarstefnuna er allt annað uppi á teningnum. Samkvæmt henni skal þekkingar leitað með vísindalegum aðferðum, auk þess að lög eigi ávallt að standast þau skilyrði sem tryggja réttindi manna. Það þarf ekki að skilja svo að stunda þurfi sérstakar vísindarannsóknir í hvert sinn sem lög eru sett, því að þekkingunni sem vísindin afla í háskólunum er miðlað til almennings, meðal annars í gegnum skólakerfið og þeim sem taka pólitískar ákvarðanir er treyst til að beita henni skynsamlega. Þekkingargrunnurinn, aðferðin og lýðræðið eru óaðskiljanleg.Reynsluvísindi Upplýsingarstefnan sem mælir fyrir um vísindi sem þekkingarbrunn þjóðfélags mætti kallast reynsluvísindi í sjálfri sér. Allt frá miðöldum hafði nefnilega verið notuð trúarleg þekkingarfræði, þ.e. litið var á Biblíuna sem undirstöðu allar þekkingar – af henni voru svo dregnar ályktanir. Í því fyrirkomulagi var markmið stjórnvalda, að því leyti sem þau höfðu áhuga á alþýðu manna, að beina lífi hennar að sem mestri andlegri fullkomnun til þess að opna dyr himnaríkis og eilífs lífs. Markmiðin lágu handan jarðlífsins. Á 18. öld var hins vegar svo komið að mönnum var ekki aðeins orðið ljóst að lýsingar Biblíunnar á heiminum voru ófullkomnar, heldur voru komnar fram nýjar aðferðir til þekkingaröflunar, nefnilega vísindin. Með breyttum grunni þekkingaröflunar varð mikill viðsnúningur og nýir möguleikar sköpuðust til þess að breyta þjóðfélaginu kerfisbundið með það fyrir augum að skapa veraldleg gæði – gott jarðlíf. Kristni hafði áður verið skilyrði fyrir því að vera fullgildur aðili að þjóðfélaginu en það átti þátt í ójafnræði og takmörkun á möguleikum einstaklinga jafnt sem framþróun ríkis ásamt stéttskiptingu og fleiri atriðum. Algengt er að því sé haldið fram að afskipti kirkju af stjórnmálum einskorðist við miðaldir og kaþólsku kirkjuna. Svo er ekki enda var kirkja hluti af stjórnkerfi Íslands þar til nútímalegu lýðræði var komið á hérlendis með stjórnarskránni 1874. Nýja fyrirkomulagið leitaðist við að tryggja öllum jafnan rétt til veraldargæðanna með því að leyfa hverjum og einum að eiga sín persónulegu mál, m.a. trúmál, í friði og skapa öllum sömu réttarstöðu. Það þýðir að sömu lög gilda um alla borgara ríkisins. Það er sem sagt hagur allra að lög hafi vísindi að grunni og leiðarljósi en til þess að það sé hægt þarf að tryggja réttindi einstaklinganna og einn af lyklunum að nýja fyrirkomulaginu var að tryggja trúfrelsi. Það leikur enginn vafi á því að íslenska stjórnarskráin er hluti af þessari hefð og stjórnmálaþróun sömuleiðis. Það er sem sagt búið að læra það af reynslunni að trúarbrögð sem grunnur að stjórnskipulagi og lagasetningu eru takmarkandi fyrir alla aðila.Ný aðferð Þegar ný þekkingarfræðileg aðferð var tekin í notkun varð til sú nýjung í stjórnmálum að hægt er að breyta þekkingargrunninum sem unnið er með án þess að grunnskipulag ríkisins skaðist. Þannig má til dæmis gera uppgötvanir um gang himintungla án þess að réttarkerfið og menn á æðstu stöðum þurfi að hafa af því afskipti. En til að byrja með var upplýsingarstefnan andsnúin trúarbrögðum. Þegar hún barst til Norður-Evrópu varð svo til afbrigði af henni sem hafnaði ekki kristinni trú sem sýnir að hægt er að tryggja réttindi og stuðla að framförum án þess að trúarbrögðum sé hafnað í sjálfu sér. Þannig hafa Norðurlöndin síst vikist frá kröfum nútímaríkis en héldu þó öll ríkiskirkjum um langt skeið án þess að þær rækjust á hið þrískipta vald nútímans. Það er sem sagt ekki aðalatriði að trúarbrögð víki fyrir vísindum á öllum sviðum starfsemi ríkisins, þótt þau séu ekki þekkingarbrunnur lagasetningar. Talandi um reynslu kynslóðanna. Jafn mikilvægt er að gagnrýni á hugmyndir sé ekki á skjön við þá þekkingu sem liggur fyrir eins og að ekki sé lagt út í grundvallarmistök á borð við samþykkt Sjálfstæðisflokksins sem blessunarlega var afturkölluð. Ein gagnrýni á tillögu landsfundarins var að kristin lagasetning jafnaðist á við að tekin yrðu upp sharialög. Í þessu endurspeglast umræða sem hefur verið hávær víða um lönd undanfarin ár en hefur ekki fundið lendingu, enda skortir í þessa afstöðu að gert sé ráð fyrir þeirri staðreynd að sharialög eru jafnsértækt dæmi úr einstakri menningarsögu eins og leiðin að afnámi trúarlegs þekkingargrunns er í vestrænni sögu. Vegna þess að málin eru alls ekki sambærileg er hætta á að samanburðurinn leiði umræður í ógöngur. Á hinn bóginn hafa víða komið fram kröfur um að sharialögum verði leyft að gilda innan trúarsafnaða í nágrannalöndum okkar. Þær eru jafnan settar fram í nafni trúfrelsis. Spurningar af þessum toga eru að verða með mikilvægustu pólitísku átakamálum og ekki er ólíklegt að þeirra verði beinlínis spurt á Íslandi í náinni framtíð. Í raun er auðvelt að leiða getur að því að tillagan á landsfundinum hafi verið fyrsta formlega tilraunin hérlendis til þess að nálgast þessa spurningu og gagnrýnin á tillöguna hafi beinst að sama markmiði. Megum við bera gæfu til þess að undirbúa svarið vel til þess að tryggt verði að ein lög haldi áfram að gilda um alla þegna þjóðfélagsins. Það má læra af fortíðinni að svarið liggur nú þegar í stjórnskipan landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að lagasetning skyldi ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, en svo var hún svo dregin jafnharðan tilbaka. Gagnrýnendur sögðu það stríða gegn stjórnarskránni að trúarbrögð væru lögð til grundvallar lagasetningu og aðrir töluðu um afturhvarf til miðaldafyrirkomulags. Hvort tveggja er rétt – en þó ekki – en þessi umræða skapar tækifæri til að nefna nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekki getið sérstaklega um bann við trúarlegum grunni lagasetningar, í raun er ekki að finna í henni ákvæði um hvaðan eigi að draga lögin. Ef hugtakið stjórnarskrá er skilið þeim skilningi að einfaldlega sé um að ræða grunnlög í ríki, væri mögulegt að túlka þögn stjórnarskrárinnar um undirstöður lagasetningar sem leyfi til þess að gera nánast hvað sem er. Ef hugtakið er hins vegar sett í samhengi við þá hugmyndafræðilegu og pólitísku þróun sem kennd er við upplýsingarstefnuna er allt annað uppi á teningnum. Samkvæmt henni skal þekkingar leitað með vísindalegum aðferðum, auk þess að lög eigi ávallt að standast þau skilyrði sem tryggja réttindi manna. Það þarf ekki að skilja svo að stunda þurfi sérstakar vísindarannsóknir í hvert sinn sem lög eru sett, því að þekkingunni sem vísindin afla í háskólunum er miðlað til almennings, meðal annars í gegnum skólakerfið og þeim sem taka pólitískar ákvarðanir er treyst til að beita henni skynsamlega. Þekkingargrunnurinn, aðferðin og lýðræðið eru óaðskiljanleg.Reynsluvísindi Upplýsingarstefnan sem mælir fyrir um vísindi sem þekkingarbrunn þjóðfélags mætti kallast reynsluvísindi í sjálfri sér. Allt frá miðöldum hafði nefnilega verið notuð trúarleg þekkingarfræði, þ.e. litið var á Biblíuna sem undirstöðu allar þekkingar – af henni voru svo dregnar ályktanir. Í því fyrirkomulagi var markmið stjórnvalda, að því leyti sem þau höfðu áhuga á alþýðu manna, að beina lífi hennar að sem mestri andlegri fullkomnun til þess að opna dyr himnaríkis og eilífs lífs. Markmiðin lágu handan jarðlífsins. Á 18. öld var hins vegar svo komið að mönnum var ekki aðeins orðið ljóst að lýsingar Biblíunnar á heiminum voru ófullkomnar, heldur voru komnar fram nýjar aðferðir til þekkingaröflunar, nefnilega vísindin. Með breyttum grunni þekkingaröflunar varð mikill viðsnúningur og nýir möguleikar sköpuðust til þess að breyta þjóðfélaginu kerfisbundið með það fyrir augum að skapa veraldleg gæði – gott jarðlíf. Kristni hafði áður verið skilyrði fyrir því að vera fullgildur aðili að þjóðfélaginu en það átti þátt í ójafnræði og takmörkun á möguleikum einstaklinga jafnt sem framþróun ríkis ásamt stéttskiptingu og fleiri atriðum. Algengt er að því sé haldið fram að afskipti kirkju af stjórnmálum einskorðist við miðaldir og kaþólsku kirkjuna. Svo er ekki enda var kirkja hluti af stjórnkerfi Íslands þar til nútímalegu lýðræði var komið á hérlendis með stjórnarskránni 1874. Nýja fyrirkomulagið leitaðist við að tryggja öllum jafnan rétt til veraldargæðanna með því að leyfa hverjum og einum að eiga sín persónulegu mál, m.a. trúmál, í friði og skapa öllum sömu réttarstöðu. Það þýðir að sömu lög gilda um alla borgara ríkisins. Það er sem sagt hagur allra að lög hafi vísindi að grunni og leiðarljósi en til þess að það sé hægt þarf að tryggja réttindi einstaklinganna og einn af lyklunum að nýja fyrirkomulaginu var að tryggja trúfrelsi. Það leikur enginn vafi á því að íslenska stjórnarskráin er hluti af þessari hefð og stjórnmálaþróun sömuleiðis. Það er sem sagt búið að læra það af reynslunni að trúarbrögð sem grunnur að stjórnskipulagi og lagasetningu eru takmarkandi fyrir alla aðila.Ný aðferð Þegar ný þekkingarfræðileg aðferð var tekin í notkun varð til sú nýjung í stjórnmálum að hægt er að breyta þekkingargrunninum sem unnið er með án þess að grunnskipulag ríkisins skaðist. Þannig má til dæmis gera uppgötvanir um gang himintungla án þess að réttarkerfið og menn á æðstu stöðum þurfi að hafa af því afskipti. En til að byrja með var upplýsingarstefnan andsnúin trúarbrögðum. Þegar hún barst til Norður-Evrópu varð svo til afbrigði af henni sem hafnaði ekki kristinni trú sem sýnir að hægt er að tryggja réttindi og stuðla að framförum án þess að trúarbrögðum sé hafnað í sjálfu sér. Þannig hafa Norðurlöndin síst vikist frá kröfum nútímaríkis en héldu þó öll ríkiskirkjum um langt skeið án þess að þær rækjust á hið þrískipta vald nútímans. Það er sem sagt ekki aðalatriði að trúarbrögð víki fyrir vísindum á öllum sviðum starfsemi ríkisins, þótt þau séu ekki þekkingarbrunnur lagasetningar. Talandi um reynslu kynslóðanna. Jafn mikilvægt er að gagnrýni á hugmyndir sé ekki á skjön við þá þekkingu sem liggur fyrir eins og að ekki sé lagt út í grundvallarmistök á borð við samþykkt Sjálfstæðisflokksins sem blessunarlega var afturkölluð. Ein gagnrýni á tillögu landsfundarins var að kristin lagasetning jafnaðist á við að tekin yrðu upp sharialög. Í þessu endurspeglast umræða sem hefur verið hávær víða um lönd undanfarin ár en hefur ekki fundið lendingu, enda skortir í þessa afstöðu að gert sé ráð fyrir þeirri staðreynd að sharialög eru jafnsértækt dæmi úr einstakri menningarsögu eins og leiðin að afnámi trúarlegs þekkingargrunns er í vestrænni sögu. Vegna þess að málin eru alls ekki sambærileg er hætta á að samanburðurinn leiði umræður í ógöngur. Á hinn bóginn hafa víða komið fram kröfur um að sharialögum verði leyft að gilda innan trúarsafnaða í nágrannalöndum okkar. Þær eru jafnan settar fram í nafni trúfrelsis. Spurningar af þessum toga eru að verða með mikilvægustu pólitísku átakamálum og ekki er ólíklegt að þeirra verði beinlínis spurt á Íslandi í náinni framtíð. Í raun er auðvelt að leiða getur að því að tillagan á landsfundinum hafi verið fyrsta formlega tilraunin hérlendis til þess að nálgast þessa spurningu og gagnrýnin á tillöguna hafi beinst að sama markmiði. Megum við bera gæfu til þess að undirbúa svarið vel til þess að tryggt verði að ein lög haldi áfram að gilda um alla þegna þjóðfélagsins. Það má læra af fortíðinni að svarið liggur nú þegar í stjórnskipan landsins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun