Er heimilt að mismuna ef það einfaldar málið? Edda H. Harðardóttir og í fæðingarorlofi frá því fyrir áramót skrifa 7. mars 2013 06:00 Í lok desember 2012 samþykkti Alþingi að hækka hámarksgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi úr kr. 300.000 í kr. 350.000. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla sjóðsins er orðin jafnhá og hún var fyrir skerðinguna sem núverandi ríkisstjórn framkvæmdi eftir kosningarnar 2009. Einn grundvallarmunur er þó á ákvörðun sömu stjórnar frá 2009 um að skerða greiðslurnar og þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir síðustu áramót um að hækka þær aftur. Í nýju lögunum er kveðið á um að þau öðlist gildi 1. janúar 2013 og eigi aðeins við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 eða síðar. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra barns sem fæddist 31. desember 2012 er 14% lægri en til foreldra barns sem fæddist daginn eftir. Árið 2009, þegar sama ríkisstjórn skerti greiðslurnar um sömu fjárhæð, var ekkert slíkt ákvæði í lögunum. Skerðingin tók gildi 1. janúar 2010 og gilti fyrir alla sem þá áttu rétt til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, óháð fæðingardegi barns. Velferðarráðherra hefur skýrt forsendur þessarar mismununar. Á dv.is, hinn 17. desember 2012, er orðrétt haft eftir honum: „Það kemur alltaf upp þetta álitamál við hvaða tímamörk á að miða og við höfum fundið það út að það er einfaldast um leið og lögin eru samþykkt að gefa þann tíma.“ Skýringin á því að mismuna foreldrum með þessum hætti er sem sagt sú að ríkisstjórnin fann það út eftir athugun á málinu að þetta væri „einfaldast“. Ekki fylgdi þó sögunni hvers vegna sérstaklega flókið var talið að láta breytinguna gilda gagnvart öllum sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, óháð því hvenær barnið fæðist. Ekki fylgdi heldur sögunni hvers vegna ekki var einfaldast árið 2009 að láta skerðingu á hámarksgreiðslunni eingöngu ná til foreldra þeirra barna sem fæddust eftir 1. janúar 2010.Fær ekki staðist Ofangreind skýring velferðarráðherra fær ekki staðist. Stæðist hún myndi það sama væntanlega gilda um aðrar sambærilegar greiðslur frá hinu opinbera. Atvinnuleysisbætur voru t.d. hækkaðar 1. júní 2011. Því mætti hugsa sér að sá sem varð atvinnulaus 1. janúar 2011 fengi lægri atvinnuleysisbætur en sá sem missti vinnuna 1. ágúst 2011 vegna þess að það væri „einfaldast“. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um flest áramót. Með sama hætti og að framan greinir ætti öryrki, sem hóf að þiggja bætur frá Tryggingastofnun 1. janúar 2012, ekki rétt á þeim hækkunum sem urðu 1. janúar 2013, af því að það er „einfaldast“. Það er mismunun ef foreldrar barna fá mismunandi háa greiðslu úr fæðingarorlofssjóði, þrátt fyrir að eiga rétt til hámarksgreiðslu. Samkvæmt stjórnarskrá eru allir jafnir fyrir lögunum og hvers kyns ómálefnaleg mismunun er bönnuð. Þess er reyndar ekki getið berum orðum þar að óheimilt sé að mismuna fólki ef það má vera til einföldunar fyrir hið opinbera. Undirrituð leyfir sér þó að efast um að það sé málefnaleg mismunum og skorar á svonefndu velferðarstjórnina að leiðrétta þessa mismunun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í lok desember 2012 samþykkti Alþingi að hækka hámarksgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi úr kr. 300.000 í kr. 350.000. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla sjóðsins er orðin jafnhá og hún var fyrir skerðinguna sem núverandi ríkisstjórn framkvæmdi eftir kosningarnar 2009. Einn grundvallarmunur er þó á ákvörðun sömu stjórnar frá 2009 um að skerða greiðslurnar og þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir síðustu áramót um að hækka þær aftur. Í nýju lögunum er kveðið á um að þau öðlist gildi 1. janúar 2013 og eigi aðeins við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 eða síðar. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra barns sem fæddist 31. desember 2012 er 14% lægri en til foreldra barns sem fæddist daginn eftir. Árið 2009, þegar sama ríkisstjórn skerti greiðslurnar um sömu fjárhæð, var ekkert slíkt ákvæði í lögunum. Skerðingin tók gildi 1. janúar 2010 og gilti fyrir alla sem þá áttu rétt til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, óháð fæðingardegi barns. Velferðarráðherra hefur skýrt forsendur þessarar mismununar. Á dv.is, hinn 17. desember 2012, er orðrétt haft eftir honum: „Það kemur alltaf upp þetta álitamál við hvaða tímamörk á að miða og við höfum fundið það út að það er einfaldast um leið og lögin eru samþykkt að gefa þann tíma.“ Skýringin á því að mismuna foreldrum með þessum hætti er sem sagt sú að ríkisstjórnin fann það út eftir athugun á málinu að þetta væri „einfaldast“. Ekki fylgdi þó sögunni hvers vegna sérstaklega flókið var talið að láta breytinguna gilda gagnvart öllum sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, óháð því hvenær barnið fæðist. Ekki fylgdi heldur sögunni hvers vegna ekki var einfaldast árið 2009 að láta skerðingu á hámarksgreiðslunni eingöngu ná til foreldra þeirra barna sem fæddust eftir 1. janúar 2010.Fær ekki staðist Ofangreind skýring velferðarráðherra fær ekki staðist. Stæðist hún myndi það sama væntanlega gilda um aðrar sambærilegar greiðslur frá hinu opinbera. Atvinnuleysisbætur voru t.d. hækkaðar 1. júní 2011. Því mætti hugsa sér að sá sem varð atvinnulaus 1. janúar 2011 fengi lægri atvinnuleysisbætur en sá sem missti vinnuna 1. ágúst 2011 vegna þess að það væri „einfaldast“. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um flest áramót. Með sama hætti og að framan greinir ætti öryrki, sem hóf að þiggja bætur frá Tryggingastofnun 1. janúar 2012, ekki rétt á þeim hækkunum sem urðu 1. janúar 2013, af því að það er „einfaldast“. Það er mismunun ef foreldrar barna fá mismunandi háa greiðslu úr fæðingarorlofssjóði, þrátt fyrir að eiga rétt til hámarksgreiðslu. Samkvæmt stjórnarskrá eru allir jafnir fyrir lögunum og hvers kyns ómálefnaleg mismunun er bönnuð. Þess er reyndar ekki getið berum orðum þar að óheimilt sé að mismuna fólki ef það má vera til einföldunar fyrir hið opinbera. Undirrituð leyfir sér þó að efast um að það sé málefnaleg mismunum og skorar á svonefndu velferðarstjórnina að leiðrétta þessa mismunun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun