Stöndum vörð um VR Stefán Einar Stefánsson formaður VR skrifar 6. mars 2013 07:00 Á árunum 2008 til 2011 gekk félagið VR í gegnum mikið hremmingaskeið þar sem það varð á tímum næsta stjórnlaust. Innbyrðis átök og óeining réðu þar miklu og sömuleiðis tíð frumhlaup einstaklinga í fjölmiðlum. Það olli því að félagið missti traust og mælingar sýndu að mikill minnihluti félagsmanna taldi félagið rísa undir ábyrgð sinni. Árið 2011 urðu töluverð umskipti á forystu félagsins, nýr formaður var kjörinn og meirihluti stjórnar tók höndum saman við að endurheimta traust félagsmanna og vinna úr þeim óafgreiddu málum sem hrannast höfðu upp árin á undan. Þeirri vinnu stýrði undirritaður ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra félagsins, Helgu Árnadóttur. Þetta endurreisnarstarf var margslungið og alls ekki auðvelt en úr því var leyst með því að velja réttan veg þegar á krossgöturnar var komið. Eftir á að hyggja hefur fyrrnefnt erfiðleikatímabil falið í sér ákveðin tækifæri sem nýtt hafa verið til hins ítrasta, með hagsmuni félagsmanna VR að leiðarljósi. Nú þegar félagsmenn VR fá það verkefni að leggja mat á starf félagsins síðustu tvö árin, kann að vera gott að spyrja sig: Er félagið betur statt nú en árið 2011? Hefur það aukið hróður sinn í samfélaginu? Hefur það tekið slaginn fyrir félagsmenn sína?KjarasamningurMeð kjarasamningi sem undirritaður var 5. maí 2011 var félagsmönnum VR tryggðar launahækkanir sem nema að lágmarki 11,4% og eru þær allar komnar til framkvæmda nú. Þá hafa lágmarkslaun í félaginu hækkað um 23,6% á sama tíma. Ýmsir aðrir áfangasigrar fylgdu nýjum samningi, m.a. er varða slysatryggingar og orlof.Hagræðing og samhentur hópur starfsmannaÁrið 2011 hóf félagið undirbúning að skipulagsbreytingum sem síðan voru kynntar í mars 2012. Við þær breytingar fækkaði sviðum félagsins úr fimm í þrjú og á sama tíma hófst undirbúningur að nýrri þjónustu við atvinnuleitendur. Með breytingunum náðist markverður árangur, stjórnunarkostnaður lækkaði mikið og almenn rekstrarhagræðing varð á fyrsta ári nærri 40 milljónir króna. Hún tryggir að félagið fer eins vel með fjármuni félagsmanna og unnt er. Þessar breytingar reyndu á skrifstofu félagsins. Leiðir skildu með félaginu og nokkrum starfsmönnum í tengslum við þær – það er óhjákvæmilegur fylgifiskur mikilla breytinga sem fela í sér nýja hugsun og nýjar áherslur. Það er full ástæða til að virða viðhorf þeirra sem ekki féllust á breytingarnar og telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði vegna þeirra. Það breytir þó ekki því að félagið stendur sterkara nú en fyrr. Á sama tíma lögðu stjórnendur félagsins mikla áherslu á að bæta andrúmsloft á skrifstofu félagsins en ýmis þau áföll sem félagið hafði orðið fyrir árin á undan höfðu valdið starfsfólki miklum áhyggjum og vanlíðan. Í hlutlausri könnun sem framkvæmd var af Capacent nú í janúar sýndi að stjórnendum félagsins hefur ekki einasta tekist að byggja upp samstöðu og jákvætt andrúmsloft – vinnustaðurinn mælist einna best allra þeirra sem Capacent hefur komið að mælingum á á undanförnum árum. Sá árangur er til fyrirmyndar og gleðilegur fyrir alla félagsmenn VR.Þjónusta við atvinnuleitendurEins og áður sagði tók VR við þjónustu við atvinnuleitandi félagsmenn sína þann 1. ágúst síðastliðinn. Nú er svo komið að félagið hefur á sínum snærum 8 vinnumiðlara og ráðgjafa sem hafa það markmið að leiðbeina atvinnuleitendum innan félagsins, með það að markmiði að fólk komist aftur á vinnumarkaðinn sem virkir þátttakendur. Þetta þriggja ára tilraunaverkefni gerir félaginu kleift að þjónusta félagsmenn sína með heildstæðum hætti, ekki síst þá sem verða fyrir mestu skakkaföllunum og eru í þrengstri stöðu. Þjónustan tryggir að VR veitir umfangsmeiri þjónustu við félagsmenn sína en nokkuð annað stéttarfélag í landinu.Jafnréttisbarátta á heimsmælikvarðaÍ kosningunum 2011 hét ég félagsmönnum því, næði ég kjöri, að félagið myndi beita sér fyrir jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki. Ég fullyrti að það væri eina verkfærið sem dugað gæti í baráttunni við kynbundinn launamun. Þann 5. febrúar síðastliðinn kynnti félagið Jafnlaunavottun VR til sögunnar og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa sýnt þessu framtaki áhuga og nú hafa fyrstu fyrirtækin hlotið vottunina. Á næstu árum mun Jafnlaunavottun VR sanna gildi sitt og auka enn frekar á hróður félagsins. Þessi vottun er brautryðjendastarf á heimsvísu og vottunaraðilar og stéttarfélög á Norðurlöndunum og á Englandi fylgjast náið með framgangi verkefnisins. Enn sem fyrr er VR í forystu jafnréttisbaráttunnar.Félagsmenn telja félagið standa sig beturMeð reglulegu millibili lætur VR framkvæma mælingar á viðhorfi félagsmanna til þess. Á árunum 2008 til 2011 töldu fáir félagsmenn að félagið stæði sig vel (37,2%). Það er sannarlega óviðunandi ástand fyrir félag sem hefur það markmið eitt að þjónusta félagsmenn sína með sem bestum hætti. Því var verk að vinna fyrir stjórnendur félagsins. Á þeim tveimur árum sem ég hef stýrt félaginu hefur þessari stöðu verið snúið við. Nú telja rúm 50% félagsmanna að félagið standi sig vel eða mjög vel og þá hafa 38% félagsmanna hlutlausa afstöðu til félagsins. Þann hóp þurfum við nú að vinna á band félagsins og það mun takast á komandi misserum.VR áfram í fremstu röðNú þurfum við að tryggja áframhaldandi stöðugleika á vettvangi VR. Með því móti mun félagið styrkja stöðu sína enn frekar og verða langöflugasta hreyfiafl launafólks í landinu. Síðustu tvö ár hafa verið VR hagfelld og ég óska eftir umboði félagsmanna til þess að vinna áfram að uppbyggingu félagsins og því að leiða áfram baráttuna fyrir félagsmenn VR vítt og breitt um landið. Sameinuð og í stöðugu félagi getum við sem best látið gott af okkur leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á árunum 2008 til 2011 gekk félagið VR í gegnum mikið hremmingaskeið þar sem það varð á tímum næsta stjórnlaust. Innbyrðis átök og óeining réðu þar miklu og sömuleiðis tíð frumhlaup einstaklinga í fjölmiðlum. Það olli því að félagið missti traust og mælingar sýndu að mikill minnihluti félagsmanna taldi félagið rísa undir ábyrgð sinni. Árið 2011 urðu töluverð umskipti á forystu félagsins, nýr formaður var kjörinn og meirihluti stjórnar tók höndum saman við að endurheimta traust félagsmanna og vinna úr þeim óafgreiddu málum sem hrannast höfðu upp árin á undan. Þeirri vinnu stýrði undirritaður ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra félagsins, Helgu Árnadóttur. Þetta endurreisnarstarf var margslungið og alls ekki auðvelt en úr því var leyst með því að velja réttan veg þegar á krossgöturnar var komið. Eftir á að hyggja hefur fyrrnefnt erfiðleikatímabil falið í sér ákveðin tækifæri sem nýtt hafa verið til hins ítrasta, með hagsmuni félagsmanna VR að leiðarljósi. Nú þegar félagsmenn VR fá það verkefni að leggja mat á starf félagsins síðustu tvö árin, kann að vera gott að spyrja sig: Er félagið betur statt nú en árið 2011? Hefur það aukið hróður sinn í samfélaginu? Hefur það tekið slaginn fyrir félagsmenn sína?KjarasamningurMeð kjarasamningi sem undirritaður var 5. maí 2011 var félagsmönnum VR tryggðar launahækkanir sem nema að lágmarki 11,4% og eru þær allar komnar til framkvæmda nú. Þá hafa lágmarkslaun í félaginu hækkað um 23,6% á sama tíma. Ýmsir aðrir áfangasigrar fylgdu nýjum samningi, m.a. er varða slysatryggingar og orlof.Hagræðing og samhentur hópur starfsmannaÁrið 2011 hóf félagið undirbúning að skipulagsbreytingum sem síðan voru kynntar í mars 2012. Við þær breytingar fækkaði sviðum félagsins úr fimm í þrjú og á sama tíma hófst undirbúningur að nýrri þjónustu við atvinnuleitendur. Með breytingunum náðist markverður árangur, stjórnunarkostnaður lækkaði mikið og almenn rekstrarhagræðing varð á fyrsta ári nærri 40 milljónir króna. Hún tryggir að félagið fer eins vel með fjármuni félagsmanna og unnt er. Þessar breytingar reyndu á skrifstofu félagsins. Leiðir skildu með félaginu og nokkrum starfsmönnum í tengslum við þær – það er óhjákvæmilegur fylgifiskur mikilla breytinga sem fela í sér nýja hugsun og nýjar áherslur. Það er full ástæða til að virða viðhorf þeirra sem ekki féllust á breytingarnar og telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði vegna þeirra. Það breytir þó ekki því að félagið stendur sterkara nú en fyrr. Á sama tíma lögðu stjórnendur félagsins mikla áherslu á að bæta andrúmsloft á skrifstofu félagsins en ýmis þau áföll sem félagið hafði orðið fyrir árin á undan höfðu valdið starfsfólki miklum áhyggjum og vanlíðan. Í hlutlausri könnun sem framkvæmd var af Capacent nú í janúar sýndi að stjórnendum félagsins hefur ekki einasta tekist að byggja upp samstöðu og jákvætt andrúmsloft – vinnustaðurinn mælist einna best allra þeirra sem Capacent hefur komið að mælingum á á undanförnum árum. Sá árangur er til fyrirmyndar og gleðilegur fyrir alla félagsmenn VR.Þjónusta við atvinnuleitendurEins og áður sagði tók VR við þjónustu við atvinnuleitandi félagsmenn sína þann 1. ágúst síðastliðinn. Nú er svo komið að félagið hefur á sínum snærum 8 vinnumiðlara og ráðgjafa sem hafa það markmið að leiðbeina atvinnuleitendum innan félagsins, með það að markmiði að fólk komist aftur á vinnumarkaðinn sem virkir þátttakendur. Þetta þriggja ára tilraunaverkefni gerir félaginu kleift að þjónusta félagsmenn sína með heildstæðum hætti, ekki síst þá sem verða fyrir mestu skakkaföllunum og eru í þrengstri stöðu. Þjónustan tryggir að VR veitir umfangsmeiri þjónustu við félagsmenn sína en nokkuð annað stéttarfélag í landinu.Jafnréttisbarátta á heimsmælikvarðaÍ kosningunum 2011 hét ég félagsmönnum því, næði ég kjöri, að félagið myndi beita sér fyrir jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki. Ég fullyrti að það væri eina verkfærið sem dugað gæti í baráttunni við kynbundinn launamun. Þann 5. febrúar síðastliðinn kynnti félagið Jafnlaunavottun VR til sögunnar og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa sýnt þessu framtaki áhuga og nú hafa fyrstu fyrirtækin hlotið vottunina. Á næstu árum mun Jafnlaunavottun VR sanna gildi sitt og auka enn frekar á hróður félagsins. Þessi vottun er brautryðjendastarf á heimsvísu og vottunaraðilar og stéttarfélög á Norðurlöndunum og á Englandi fylgjast náið með framgangi verkefnisins. Enn sem fyrr er VR í forystu jafnréttisbaráttunnar.Félagsmenn telja félagið standa sig beturMeð reglulegu millibili lætur VR framkvæma mælingar á viðhorfi félagsmanna til þess. Á árunum 2008 til 2011 töldu fáir félagsmenn að félagið stæði sig vel (37,2%). Það er sannarlega óviðunandi ástand fyrir félag sem hefur það markmið eitt að þjónusta félagsmenn sína með sem bestum hætti. Því var verk að vinna fyrir stjórnendur félagsins. Á þeim tveimur árum sem ég hef stýrt félaginu hefur þessari stöðu verið snúið við. Nú telja rúm 50% félagsmanna að félagið standi sig vel eða mjög vel og þá hafa 38% félagsmanna hlutlausa afstöðu til félagsins. Þann hóp þurfum við nú að vinna á band félagsins og það mun takast á komandi misserum.VR áfram í fremstu röðNú þurfum við að tryggja áframhaldandi stöðugleika á vettvangi VR. Með því móti mun félagið styrkja stöðu sína enn frekar og verða langöflugasta hreyfiafl launafólks í landinu. Síðustu tvö ár hafa verið VR hagfelld og ég óska eftir umboði félagsmanna til þess að vinna áfram að uppbyggingu félagsins og því að leiða áfram baráttuna fyrir félagsmenn VR vítt og breitt um landið. Sameinuð og í stöðugu félagi getum við sem best látið gott af okkur leiða.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun