Allt of lítill fyrirvari hjá Íslandspósti Jón Axel Ólafsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun