Allt of lítill fyrirvari hjá Íslandspósti Jón Axel Ólafsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar