Stoltur í „klámiðnaðinum“ Arnar Ingi Bragason skrifar 1. mars 2013 06:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar komu fram áætlanir ÍTR um að neita fyrirtæki, sem rekur íþróttamiðstöð þar sem líkamsrækt á súlu er stunduð, um aðild að frístundakorti ÍTR. Formaður ráðsins, Eva Einarsdóttir, hélt því fram að íþrótt þessi væri á „gráu svæði“ hvað varðar skilgreiningu 2.1.3 í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, en í grein 2.1.3 segir að „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Af þeim sökum er mikilvægt að sporna áfram gegn rekstri nektardansstaða í borginni“. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkir hlutir eru tengdir við þessa íþrótt og virðast sumir vera voða fljótir að tengja þetta við strippdans eða klám. Sögu súlufimi, eða súludans, má rekja til Indlands og Kína þar sem hún hefur verið stunduð í mörg hundruð ár. Fyrstu skráðu heimildirnar um nektardans með súlu eru frá árinu 1968 í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Því er óhætt að segja að súlufimi eða súludans hafi verið mun lengur við lýði en nektardans með súlu. Fordómarnir eru miklir og svo virðist sem fólk horfi öðruvísi á það íþróttafólk sem gerir æfingar á súlu en annað íþróttafólk. Ég er ekki viss um að þau sem hafa mestu fordómana hafi almennt gert sér grein fyrir því hvernig þessi íþrótt virkar. Í súlufimi er mikið verið að gera æfingar sem krefjast þess að iðkandi noti eigin styrk til þess að lyfta líkama sínum ásamt því að vera með góðan liðleika í líkamanum. Það krefst gríðarlega mikils styrks og þols að gera æfingar á súlu og iðkendur þurfa að nota alla útlimi til að gera æfingarnar. Nú er ég einn af fáum karlmönnum hérna á Íslandi sem stunda þessa íþrótt. Ég hef aldrei verið nakinn á æfingu og ég hef aldrei séð aðra manneskju nakta á æfingu. Venjulega klæðist ég stuttbuxum og bol á æfingum þó að það komi fyrir að ég fari úr bolnum. Ástæða þess að fólk er svona klæðalítið er einfaldlega sú að ákveðnar æfingar krefjast þess að húðin sé í snertingu við súluna til þess að halda sér uppi á súlunni. Þrátt fyrir að mesta áreynslan sé án efa á vöðvana kemur það fyrir að það þarf að nota húðina líka. Ég hef prófað margar íþróttir og súlufimi er án efa ein erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þessi íþrótt er alveg jafn saklaus og fimleikar (þar sem súlur eru láréttar en ekki lóðréttar), sund (þar sem íþróttamenn sýna mikið hold) og lyftingar (þar sem fólk lyftir þungum hlutum). Ég hvet eindregið alla til að prófa, þar skiptir hvorki máli kyn, aldur né vaxtarlag. Ef fólk kýs að horfa á mig sem „kjötstykki“ eða aðila innan „klámiðnaðarins“ þegar ég er að gera æfingar á súlu, þá verður það að eiga það við sig en ég held að vandamálið liggi ekki hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar komu fram áætlanir ÍTR um að neita fyrirtæki, sem rekur íþróttamiðstöð þar sem líkamsrækt á súlu er stunduð, um aðild að frístundakorti ÍTR. Formaður ráðsins, Eva Einarsdóttir, hélt því fram að íþrótt þessi væri á „gráu svæði“ hvað varðar skilgreiningu 2.1.3 í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, en í grein 2.1.3 segir að „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Af þeim sökum er mikilvægt að sporna áfram gegn rekstri nektardansstaða í borginni“. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkir hlutir eru tengdir við þessa íþrótt og virðast sumir vera voða fljótir að tengja þetta við strippdans eða klám. Sögu súlufimi, eða súludans, má rekja til Indlands og Kína þar sem hún hefur verið stunduð í mörg hundruð ár. Fyrstu skráðu heimildirnar um nektardans með súlu eru frá árinu 1968 í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Því er óhætt að segja að súlufimi eða súludans hafi verið mun lengur við lýði en nektardans með súlu. Fordómarnir eru miklir og svo virðist sem fólk horfi öðruvísi á það íþróttafólk sem gerir æfingar á súlu en annað íþróttafólk. Ég er ekki viss um að þau sem hafa mestu fordómana hafi almennt gert sér grein fyrir því hvernig þessi íþrótt virkar. Í súlufimi er mikið verið að gera æfingar sem krefjast þess að iðkandi noti eigin styrk til þess að lyfta líkama sínum ásamt því að vera með góðan liðleika í líkamanum. Það krefst gríðarlega mikils styrks og þols að gera æfingar á súlu og iðkendur þurfa að nota alla útlimi til að gera æfingarnar. Nú er ég einn af fáum karlmönnum hérna á Íslandi sem stunda þessa íþrótt. Ég hef aldrei verið nakinn á æfingu og ég hef aldrei séð aðra manneskju nakta á æfingu. Venjulega klæðist ég stuttbuxum og bol á æfingum þó að það komi fyrir að ég fari úr bolnum. Ástæða þess að fólk er svona klæðalítið er einfaldlega sú að ákveðnar æfingar krefjast þess að húðin sé í snertingu við súluna til þess að halda sér uppi á súlunni. Þrátt fyrir að mesta áreynslan sé án efa á vöðvana kemur það fyrir að það þarf að nota húðina líka. Ég hef prófað margar íþróttir og súlufimi er án efa ein erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þessi íþrótt er alveg jafn saklaus og fimleikar (þar sem súlur eru láréttar en ekki lóðréttar), sund (þar sem íþróttamenn sýna mikið hold) og lyftingar (þar sem fólk lyftir þungum hlutum). Ég hvet eindregið alla til að prófa, þar skiptir hvorki máli kyn, aldur né vaxtarlag. Ef fólk kýs að horfa á mig sem „kjötstykki“ eða aðila innan „klámiðnaðarins“ þegar ég er að gera æfingar á súlu, þá verður það að eiga það við sig en ég held að vandamálið liggi ekki hjá mér.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun