Mannasiðir á vinnumarkaði Stefán Einar Stefánsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. Þjónustan hefur mælst vel fyrir en verkefnið er sannarlega mikið að vöxtum. Merkilegt hefur verið fyrir VR að fá meiri innsýn í stöðu þeirra félagsmanna sinna sem orðið hafa fyrir atvinnumissi. Ljóst er að margir hafa átt um sárt að binda í þeim efnum á síðustu árum og ekki ofsögum sagt að reynt hafi mjög á þolrifin hjá mörgum í því tilliti. Ástæða er til að taka ofan fyrir þeim sem ekki missa móðinn þrátt fyrir atvinnumissi og oft og tíðum árangurslausa atvinnuleit um lengri eða skemmri tíma.Umsóknum ekki svarað Síðustu misserin hafa fá störf verið í boði. Mikið atvinnuleysi samfara þeirri staðreynd veldur því að fjöldinn allur af umsóknum berst um hvert það starf sem auglýst er. Í því ástandi ber alltof mikið á því að umsóknum sé svarað seint og illa – sé þeim yfir höfuð svarað. Eðlilega geta nokkrar vikur farið í yfirferð og meðhöndlun umsókna og þá getur lokaferill ráðningar einnig tekið drjúgan tíma. Hins vegar er með öllu óþolandi ef umsækjendur fá ekki svar við umsókn sinni, óháð því hvort svarið hafi jákvæð formerki eða neikvæð. Svörunarleysið getur valdið atvinnuleitendum miklu hugarangri og við hjá VR tökum heilshugar undir það með mörgum okkar félagsmanna að það feli hreinlega í sér lítilsvirðingu gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Reynsla þeirra sérfræðinga sem starfa hjá VR að málefnum atvinnuleitenda bendir til að þessi framkoma sé algengari hér en í nágrannalöndunum og því má jafnvel segja að svörunarleysið sé þjóðlegur ósiður. Þessi plagsiður atvinnurekenda er hins vegar mikill óþarfi og þeir sem eru í leit að nýju starfsfólki þurfa litla sem enga vinnu að leggja á sig til þess að kippa þessum málum í liðinn. Þessi litla ábending felur ekki í sér gagnrýni á alla atvinnurekendur, því fer fjarri, og margir vinna faglega úr þeim umsóknum sem þeim berast. Þeir taki þessa ábendingu hins vegar til sín sem ástæðu hafa til. Það kostar ekkert að fylgja sjálfsögðum mannasiðum – ekki einu sinni á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum hóf VR að nýju að þjónusta atvinnulausa félagsmenn sína. Felst sú þjónusta í vinnumiðlun, náms- og starfsráðgjöf og síðast en ekki síst í handleiðslu atvinnuleitenda í gegnum refilstigu bótakerfisins með fræðslu um réttindi og skyldur þeirra innan þess. Markmið þessarar þjónustu er fyrst og fremst að efla hvern og einn einstakling þannig að hann eigi meiri möguleika til virkrar þátttöku á vinnumarkaði. Þjónustan hefur mælst vel fyrir en verkefnið er sannarlega mikið að vöxtum. Merkilegt hefur verið fyrir VR að fá meiri innsýn í stöðu þeirra félagsmanna sinna sem orðið hafa fyrir atvinnumissi. Ljóst er að margir hafa átt um sárt að binda í þeim efnum á síðustu árum og ekki ofsögum sagt að reynt hafi mjög á þolrifin hjá mörgum í því tilliti. Ástæða er til að taka ofan fyrir þeim sem ekki missa móðinn þrátt fyrir atvinnumissi og oft og tíðum árangurslausa atvinnuleit um lengri eða skemmri tíma.Umsóknum ekki svarað Síðustu misserin hafa fá störf verið í boði. Mikið atvinnuleysi samfara þeirri staðreynd veldur því að fjöldinn allur af umsóknum berst um hvert það starf sem auglýst er. Í því ástandi ber alltof mikið á því að umsóknum sé svarað seint og illa – sé þeim yfir höfuð svarað. Eðlilega geta nokkrar vikur farið í yfirferð og meðhöndlun umsókna og þá getur lokaferill ráðningar einnig tekið drjúgan tíma. Hins vegar er með öllu óþolandi ef umsækjendur fá ekki svar við umsókn sinni, óháð því hvort svarið hafi jákvæð formerki eða neikvæð. Svörunarleysið getur valdið atvinnuleitendum miklu hugarangri og við hjá VR tökum heilshugar undir það með mörgum okkar félagsmanna að það feli hreinlega í sér lítilsvirðingu gagnvart þeim einstaklingum sem í hlut eiga. Reynsla þeirra sérfræðinga sem starfa hjá VR að málefnum atvinnuleitenda bendir til að þessi framkoma sé algengari hér en í nágrannalöndunum og því má jafnvel segja að svörunarleysið sé þjóðlegur ósiður. Þessi plagsiður atvinnurekenda er hins vegar mikill óþarfi og þeir sem eru í leit að nýju starfsfólki þurfa litla sem enga vinnu að leggja á sig til þess að kippa þessum málum í liðinn. Þessi litla ábending felur ekki í sér gagnrýni á alla atvinnurekendur, því fer fjarri, og margir vinna faglega úr þeim umsóknum sem þeim berast. Þeir taki þessa ábendingu hins vegar til sín sem ástæðu hafa til. Það kostar ekkert að fylgja sjálfsögðum mannasiðum – ekki einu sinni á vinnumarkaði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun