Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar