Sátt um sjávarútveg Vífill Karlsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun