Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun