Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af?
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun