Skilningur og misskilningur Gylfi Magnússon skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Heiðar Már að því fyrirtæki sé ekki viðbjargandi án nauðasamninga og er það væntanlega ástæða greinaskrifanna. Um þetta væri hægt að fjalla í löngu máli en það verður ekki gert hér. Þó verður að nefna helstu staðreyndir. Orkuveitan varð fyrir miklum búsifjum á fyrsta áratug aldarinnar, eins og lesa má um í ítarlegri skýrslu. Með miklu átaki síðan þá hefur tekist að snúa rekstrinum við. Nú leikur enginn vafi á því að fyrirtækið getur staðið undir skuldbindingum sínum. Þetta hefur náðst með miklum aðhaldsaðgerðum, samdrætti í fjárfestingum og eignasölu og með því að láta gjaldskrá fylgja almennum verðlagsbreytingum, en ekki snarlækka að raungildi í verðbólgu. Fyrir vikið hefur reksturinn snúist við. Þá hefur verið samið við lánardrottna um breytingar á afborgunum lána til að létta greiðslubyrði og eigendur hafa veitt því víkjandi lán. Þótt Orkuveitan hafi talsverðar tekjur í erlendri mynt þarf fyrirtækið að kaupa nokkurn gjaldeyri á næstu árum til að greiða afborganir erlendra lána með tekjum í krónum. Þau kaup munu þó fyrirsjáanlega fara minnkandi eftir þetta ár og á endanum verður fyrirtækið seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa farið lækkandi síðan gripið var til aðhaldsaðgerða og fjárstreymi frá rekstri aukist til muna svo að nú dugar það fyrirsjáanlega fyrir öllum skuldbindingum. Raunhæft virðist að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins verði orðið ríflega 40% innan fimm ára. Allt talnaefni um þetta hefur verið gert opinbert.Nauðasamningar Það er því augljóslega engin þörf fyrir nauðasamninga Orkuveitunnar og það hafa engin áform verið um þá hjá stjórnendum fyrirtækisins. Að auki er rétt að benda á það að allir slíkir samningar myndu sjálfkrafa fela einnig í sér nauðasamninga fyrir Reykjavíkurborg, sem ábyrgist lán Orkuveitunnar og tók raunar sjálf mörg þeirra, og tvö önnur sveitarfélög. Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari. Heiðar Már gerir einnig að umtalsefni skuldastöðu þjóðarbúsins og viðskiptajöfnuð. Þar verður að viðurkenna að talnaefni er flókið og sumar stærðir matskenndar. Því er ekki skrýtið að menn túlki tölurnar á mismunandi hátt. Stóra myndin er þó skýr. Besta úttektin á stöðunni til þessa er ítarleg skýrsla Seðlabankans frá árinu 2011. Þar var niðurstaðan að skuldir landsmanna umfram eignir í útlöndum, að teknu tilliti til eigna erlendra aðila hér, væru ríflega helmingur landsframleiðslu og á þann mælikvarða mun minni en fyrir hrun. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti mældra erlendra skulda þjóðarbúsins eru innanhússskuldir Actavis-samsteypunnar, sem koma öðrum lítt við. Án þeirra er staðan enn betri.Viðráðanlegar skuldir Jafnvel þótt deila megi um mat á eignum eða skuldum breytir það ekki þeirri niðurstöðu að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru viðráðanlegar. Þó er óleystur vandi vegna þess að dreifa þarf greiðslum af erlendum skuldum á langan tíma. Snjóhengjan svokallaða er enn til staðar, bæði vegna innlendra eigna erlendra aðila nú og uppgjöra þrotabúa bankanna. Ganga þarf þannig frá málum að hún verði greidd niður hægt og sígandi á 10-20 árum til að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Það verður vonandi gert sem fyrst. Tölur um viðskiptajöfnuð eru, líkt og skuldatölurnar, ekki jafnnákvæmar og helst væri á kosið. Gagnlegasta matið á stöðunni eru tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að raunverulegur viðskiptajöfnuður Íslands í ár verði jákvæður um sem svarar 3,5% af vergri landsframleiðslu (rúmir 60 milljarðar króna) og síðan jákvæður um því sem næst 2% næstu ár. Jafnframt spáir stofnunin 2-3% hagvexti hérlendis á næstu árum. Það er meira en nóg til að snúa erlendri skuldastöðu við, þannig að þjóðarbúið eigi hreina eign í útlöndum á innan við 20 árum. Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lögmæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. Það var og er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um slíkan ágreining. Það var ógjörningur að sjá fyrir hver niðurstaða réttarins yrði, enda hefur hann sitt á hvað dæmt myntkörfulán lögmæt og ólögmæt (eða réttara sagt skilmálana óskuldbindandi), farið með vaxtaákvæði með ýmsum hætti og klofnað hvað eftir annað. Heiðar Már minnist á Sparisjóðinn í Keflavík, síðar SpKef, og stöðu hans. Hún reyndist vissulega enn verri en áætlað var á sínum tíma. Ástæður þess verða væntanlega raktar í væntanlegri skýrslu um sparisjóðakerfið. Hverjar sem ástæðurnar voru þá var þó ekki stætt á öðru en að leggja sjóðnum til fé svo að hann ætti fyrir innstæðum, þótt kostnaður vegna þessa fortíðarvanda lendi því miður á endanum á skattgreiðendum. Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skattgreiðendur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Landsbankann. Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Heiðar Már að því fyrirtæki sé ekki viðbjargandi án nauðasamninga og er það væntanlega ástæða greinaskrifanna. Um þetta væri hægt að fjalla í löngu máli en það verður ekki gert hér. Þó verður að nefna helstu staðreyndir. Orkuveitan varð fyrir miklum búsifjum á fyrsta áratug aldarinnar, eins og lesa má um í ítarlegri skýrslu. Með miklu átaki síðan þá hefur tekist að snúa rekstrinum við. Nú leikur enginn vafi á því að fyrirtækið getur staðið undir skuldbindingum sínum. Þetta hefur náðst með miklum aðhaldsaðgerðum, samdrætti í fjárfestingum og eignasölu og með því að láta gjaldskrá fylgja almennum verðlagsbreytingum, en ekki snarlækka að raungildi í verðbólgu. Fyrir vikið hefur reksturinn snúist við. Þá hefur verið samið við lánardrottna um breytingar á afborgunum lána til að létta greiðslubyrði og eigendur hafa veitt því víkjandi lán. Þótt Orkuveitan hafi talsverðar tekjur í erlendri mynt þarf fyrirtækið að kaupa nokkurn gjaldeyri á næstu árum til að greiða afborganir erlendra lána með tekjum í krónum. Þau kaup munu þó fyrirsjáanlega fara minnkandi eftir þetta ár og á endanum verður fyrirtækið seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa farið lækkandi síðan gripið var til aðhaldsaðgerða og fjárstreymi frá rekstri aukist til muna svo að nú dugar það fyrirsjáanlega fyrir öllum skuldbindingum. Raunhæft virðist að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins verði orðið ríflega 40% innan fimm ára. Allt talnaefni um þetta hefur verið gert opinbert.Nauðasamningar Það er því augljóslega engin þörf fyrir nauðasamninga Orkuveitunnar og það hafa engin áform verið um þá hjá stjórnendum fyrirtækisins. Að auki er rétt að benda á það að allir slíkir samningar myndu sjálfkrafa fela einnig í sér nauðasamninga fyrir Reykjavíkurborg, sem ábyrgist lán Orkuveitunnar og tók raunar sjálf mörg þeirra, og tvö önnur sveitarfélög. Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari. Heiðar Már gerir einnig að umtalsefni skuldastöðu þjóðarbúsins og viðskiptajöfnuð. Þar verður að viðurkenna að talnaefni er flókið og sumar stærðir matskenndar. Því er ekki skrýtið að menn túlki tölurnar á mismunandi hátt. Stóra myndin er þó skýr. Besta úttektin á stöðunni til þessa er ítarleg skýrsla Seðlabankans frá árinu 2011. Þar var niðurstaðan að skuldir landsmanna umfram eignir í útlöndum, að teknu tilliti til eigna erlendra aðila hér, væru ríflega helmingur landsframleiðslu og á þann mælikvarða mun minni en fyrir hrun. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti mældra erlendra skulda þjóðarbúsins eru innanhússskuldir Actavis-samsteypunnar, sem koma öðrum lítt við. Án þeirra er staðan enn betri.Viðráðanlegar skuldir Jafnvel þótt deila megi um mat á eignum eða skuldum breytir það ekki þeirri niðurstöðu að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru viðráðanlegar. Þó er óleystur vandi vegna þess að dreifa þarf greiðslum af erlendum skuldum á langan tíma. Snjóhengjan svokallaða er enn til staðar, bæði vegna innlendra eigna erlendra aðila nú og uppgjöra þrotabúa bankanna. Ganga þarf þannig frá málum að hún verði greidd niður hægt og sígandi á 10-20 árum til að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Það verður vonandi gert sem fyrst. Tölur um viðskiptajöfnuð eru, líkt og skuldatölurnar, ekki jafnnákvæmar og helst væri á kosið. Gagnlegasta matið á stöðunni eru tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að raunverulegur viðskiptajöfnuður Íslands í ár verði jákvæður um sem svarar 3,5% af vergri landsframleiðslu (rúmir 60 milljarðar króna) og síðan jákvæður um því sem næst 2% næstu ár. Jafnframt spáir stofnunin 2-3% hagvexti hérlendis á næstu árum. Það er meira en nóg til að snúa erlendri skuldastöðu við, þannig að þjóðarbúið eigi hreina eign í útlöndum á innan við 20 árum. Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lögmæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. Það var og er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um slíkan ágreining. Það var ógjörningur að sjá fyrir hver niðurstaða réttarins yrði, enda hefur hann sitt á hvað dæmt myntkörfulán lögmæt og ólögmæt (eða réttara sagt skilmálana óskuldbindandi), farið með vaxtaákvæði með ýmsum hætti og klofnað hvað eftir annað. Heiðar Már minnist á Sparisjóðinn í Keflavík, síðar SpKef, og stöðu hans. Hún reyndist vissulega enn verri en áætlað var á sínum tíma. Ástæður þess verða væntanlega raktar í væntanlegri skýrslu um sparisjóðakerfið. Hverjar sem ástæðurnar voru þá var þó ekki stætt á öðru en að leggja sjóðnum til fé svo að hann ætti fyrir innstæðum, þótt kostnaður vegna þessa fortíðarvanda lendi því miður á endanum á skattgreiðendum. Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skattgreiðendur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Landsbankann. Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar